Leita í fréttum mbl.is

Beina lýðræðið og fylgismenn þess

hafa farið með himinskautum í umræðunni undanfarið. Allt frá mannvitsbrekkunum sem tala við Pétur Gunnlaugsson á Útvarpi Sögu niður að Þorvaldi Gylfasyni, Allt er fengið með beinu lýðræði, þjóðaratkvæðagreiðslum. Nema þegar rangar niðurstöður fást.

Óli Björn Kárason veltir þessu fyrir sér í grein í Morgunblaðinu í dag. Þar tínir hann til ýmsa punkta þessa máls.

Óli segir:

"Svo lengi sem almenningur tekur ákvarðanir sem eru embættismönnum og stjórnmálamönnum að skapi þá virkar lýðræðið. Taki kjósendur „rangar ákvarðanir“ skal annaðhvort kosið aftur eða fundin er leið til að fara í kringum niðurstöðu kosninga. Þegar elítan – embættismenn, stjórnmálamenn, sérfræðingar og hinir menntuðu háskólamenn – kemst að niðurstöðu um hvað öllum sé fyrir bestu, er henni fylgt eftir enda talið nauðsynlegt að hafa vit fyrir illa upplýstum almúganum.

Þannig er viðhorf elítunnar sem á hátíðarstundum berst fyrir lýðræði og rétti almennings til að ráða örlögum sínum. Sá réttur takmarkast við að kjósendur taki „réttar ákvarðanir“ í kosningum og aðeins elítan hefur burði og þekkingu til að ákveða rétt og rangt.

Síðastliðinn fimmudag samþykkti meirihluti breskra kjósenda að Bretland segi skilið við Evrópusambandið. Viðbrögðin við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar (Brexit) eru með ólíkindum. Þar birtist hrokinn gagnvart almenningi grímulaus."

.."Þingmaður breska Verkamannaflokksins kallar eftir því að þingið hunsi vilja meirihluta kjósenda. „Við getum stöðvað þetta brjálæði og bundið enda á þessa martröð með atkvæðagreiðslu í þinginu,“ voru skilaboð sem David Lammy, þingmaður sendi á Twitter-síðu sinni.

Hann heldur því fram að þjóðaratkvæðagreiðslan hafi aðeins verið ráðgefandi og því séu stjórnvöld óbundin af niðurstöðu hennar. Í huga þingmannsins er ekkert athugavert eða siðferðilega rangt við að þjóðþing virði vilja meirihluta kjósenda að vettugi.."

 

..."Viðbrögðin meðal ESB-sinna á Íslandi eru litlu betri.

Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, heldur því fram að þjóðaratkvæðagreiðslur geti verið „nauðsynlegar stundum, en þær brjóta niður þetta net lýðræðisins sem við höfum byggt upp í Vestur-Evrópu, þar sem fjölbreyttir hagsmunir vegast á og fólk ræðir sig að niðurstöðu“.

Sem sagt: Þjóðaratkvæðagreiðslur eru „stundum“ nauðsynlegar en ekki þegar kjósendur komast að „rangri niðurstöðu“

.."Skrif Árna Páls á fésbók varpa skýru ljósi á þau viðhorf sem réðu ferðinni í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna á síðasta kjörtímabili.

Þá lögðust allir þingmenn Samfylkingarinnar og meirihluti þingmanna Vinstri grænna gegn því að kjósendur fengju að ákveða hvort Ísland óskaði eftir aðild að Evrópusambandinu eða ekki. Tvisvar var reynt að koma í veg fyrir að landsmenn gætu sagt sitt um Icesave-samninga sem hefðu lagt þungar byrðar á komandi kynslóðir. Þannig reyndust öll loforðin og há- stemmdu yfirlýsingarnar um aukið lýðræði og gegnsæi, aðeins innihaldslaus orð.

Í stefnuyfirlýsingu sem samþykkt var á stofnfundi Samfylkingarinnar í maí 2000 sagði meðal annars:

„Við viljum víðtækt lýðræði. Fulltrúar almennings taki ákvarðanir um sameiginleg málefni fyrir opnum tjöldum. Sem flestar ákvarðanir verði teknar beint af þeim hópum fólks sem þær varða. Einstaklingar, samtök á vinnumarkaði og frjáls félagasamtök hafi sem mestan sjálfsákvörðunarrétt.“ Í stjórnmálaályktun landsfundar Samfylkingarinnar fyrir kosningarnar 2009 var rætt um „rétt almennings til þjóðaratkvæðagreiðslna“.

Þetta var í takt við það sem fyrri landsfundir höfðu ályktað en fyrir þingkosningar sagði meðal annars í stjórnmálaályktun: „Samfylkingin leggur höfuðáherslu á lýðræðismál með auknu íbúalýðræði og réttur almennings til þjóðaratkvæðagreiðslna verði tryggður í stjórnarskrá.“..

..."Og þegar óbreyttur almúginn gengur gegn vilja elítunnar er nauðsynlegt að finna einfaldar skýringar.

Egill Helgason hefur tekið að sér vera talsmaður elítunnar. Daginn eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna er talað niður til almennings.

Talsmaðurinn hélt því fram að „gamla fólkið“ hefði ákveðið framtíðina fyrir þá yngri og þar með var gefið í skyn að miðaldra fólk og eldra ætti minni rétt en þeir sem yngri eru. Á bloggsíðu sinni segir Egill síðan:

„Sjötíu prósent þeirra sem eru með háskólapróf vilja vera áfram í ESB, en fólk með litla menntun vill fara út.“ Talsmaður elítunnar – álitsgjafinn – er skýr í afstöðu sinni og viðhorfum. Þar er hann í félagi við einn af forvígismönnum sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar – Guðmund Örn Jóhannsson, sem af yfirlæti gagnvart breskum almenningi skrifaði:

„Bretar eru íhaldssamir, gamaldags og staðnaðir. Úrsögn úr ESB mun enn auka þessi einkenni þeirra og þeir munu halda áfram að dragast aftur úr öðrum iðnríkjum Evrópu.“"

Innantómar ræður forystumanna Samfylkingarinnar sem má samsama Elítunni sem Óli Björn skilgreinir frá Agli Helgasyni til forystumanna Samfylkingarinnar, hafa nú náð þeim sess hjá þjóðinni að flokkurinn er í bráðri útrýmingarhættu þegar dregur að kosningum. Lýðræðið hjá viðtakandi flokki Samfylkingar, Pírötunum, birtist í prófkjörum innan við hundrað manna úrtaka. 

Hjálpi þjóðinni allir heilagir ef þessi nýju  öfl Píratar, Viðreisn og afturgöngur Guðmundar Seingrímssonar, Roberts Marhalls og Þórs Saari fara að ríða hér húsum eftir næstu kosningar.

Beina lýðræðið er bara leiðbeinanandi lýðræði þegar niðurstaðan hentar ekki, dýpra ristir það ekki hjá þeim Evrókrötum

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvert einasta orð í þessari góðu grein eru sannleikanum samkvæm.

Jóhann Elíasson, 29.6.2016 kl. 09:43

2 identicon

Á bloggsíðu sinni segir Egill síðan:

„Sjötíu prósent þeirra sem eru með háskólapróf vilja vera áfram í ESB, en fólk með litla menntun vill fara út.“

Svona hugsunar háttur sýnir alveg ótrúlegan hroka, rosalega fordóma og í raun ekkert annað en heimsku, hvernig ætlast maðurinn til að kannski rétt rúmlega tvítugur háskólamenntaður hárgreiðslumaður sé betur í stakk búinn til að kjósa um málefni sem tengjast þjóðarhagsmunum en t.d. 60 ára bóndi sem ekki lærði að greiða fólki.

Menntun þýðir ekki meiri gáfur eins og haldið er fram þarna.

Síðan er alltaf fyndið þegar sama fólk talar um að unga fólkið vill vera áfram í ESB og það hafi einhvernvegin réttara fyrir sér, er ekki hægt að segja um unga fólkið að það ætti ekki að fá að kjósa vegna reynsluleysis og hversu barnalegt það er alveg eins og það er hægt að segja að gamlir ættu ekki að fá að kjósa vegna þess að þeir eru bitrir og eitthvað annað.

Fyrir mér er þetta alveg ótrúlegur hroki, fordómar, yfirgangur og helber heimska í fólki sem talar svona.

Halldór (IP-tala skráð) 29.6.2016 kl. 09:58

3 identicon

Sæll Halldór - sem og aðrir gestir, þínir !

Halldór síðuhafi !

Er Óli Björn Kárason: þá dauðadrukkinn að virtist (eða svo sýndu sjónvarpsmyndavélar ástand hans þá, að minnsta kosti), og hinn skeleggasti varðmaður alþingis girðinganna, í einum mótmælanna þar (5.Október 2010), ekki SJÁLFKJÖRINN varðstöðumaður Sauðfjárveikivarna girðinga, inni á hálendinu ?

Sé miðað við - óvenjulegan vaskleika þessa Valhallar: (við Háaleitisbraut, syðra) flokkshests:: svona yfirleitt ?

Mætti ekki jafnvel: benda Langræðzlumönnum í Gunnarsholti, á þennan óviðjafnanlega garp / til GIRÐINGA viðvika, þar eystra ?

Jah - hvílíkur afburða drengur, hér á ferð, Halldór minn.

Egill Helgason aftur á móti: sem og þeir Árni Páll Árnason eru / og verða hvimleiðir vinstri valhopparar, þó Egill eigi sína spretti til, í Kilju Ríkisútvarpsins: stundum.   

Með beztu kveðjum, sem oftar - af Suðurlandi, vitaskuld /  

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.6.2016 kl. 12:43

4 Smámynd: Kristmann Magnússon

Mér verður bara flökurt af að lesa þetta eftir þig og Óla Björn.  Þvílíkt bull  

Kristmann Magnússon, 29.6.2016 kl. 16:49

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Grundvallaratriði vilji menn sigra í kosningum er að taka þátt. Varðandi umræðuna að gamla fólkið hafi verið að taka ákvarðanir fyrir unga fólkið, þa er það afar athyglisvert í þessum kosningum að 65% fólks á aldrinum 18-24 ara hafði ekki fyrir því að mæta á kjörstað. Nú vill það breyta niðurstöðunni með óhljóðum og látum.

Ragnhildur Kolka, 29.6.2016 kl. 21:28

6 Smámynd: Björn Ragnar Björnsson

Af hverju ertu að blanda Pírötum í þennan pistil. Geturðu bent á einhvern Pírata sem stingur upp á að þjóðaratkvæðagreiðslan í Bretlandi verði að engu höfð?

Björn Ragnar Björnsson, 30.6.2016 kl. 01:44

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, Halldór, þessa samantekt, þín orð og hins glögga Óla Björns, sem svo hirðusamur er á sjálfdæmandi yfirlýsingar Samfylkingarinnar!

Jón Valur Jensson, 30.6.2016 kl. 06:24

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð og sannleikurinn einn Halldór.

Valdimar Samúelsson, 30.6.2016 kl. 06:46

9 identicon

Komið þið sæl - á ný !

Jón Valur !

Svona: þér að segja.

Kötturinn minn - er meira að segja gleggri, en þessi dapurlegi mæniás þinn:: sem vonarpeningur, Óli Björn Kárason.

Að minnsta kosti: plagar áfengisdrykkja og auðnuleysi frjálshyggjunnar ekki Köttinn, Jón minn.

Sízt síðri kveðjur - þeim fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.6.2016 kl. 12:44

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú skrifar hér ekki af miklu viti, Óskar. Fyrra innlegg þitt var nógu slæmt rugl um mætan manninn, einn hinn algleggsta í hópi greinahöfunda blaðanna (og m.a. hefur hann gagnrýnt flokksræði og ólýðræðislegt kosningafyrirkomulag með mjög góðum rökum), en þetta seinna innlegg þitt er þér heldur betur til skammar, enda er Óli Björn alveg laus við að vera ofdrykkjumaður. Það er þó aldrei of seint fyrir þig að biðjast afsökunar. laughing

Jón Valur Jensson, 30.6.2016 kl. 14:46

11 identicon

Komið þið sæl - enn !

Jón Valur !

Þú ætlar að láta sannast: sem fjölmargir um þig segja (hér á vef: sem annarra miðla), að þú einn veist bezt og mest:: allra manna.

Dapurlegt - að ekki megi halda uppi orðræðu, öndverðri, við þín beturvitrings sjónarmið án þess, að þú stökkvir upp á nef þér, sem síðasta athugasemd þín vottfestir.

Engu er líkara: en ég hafi beint spjótum mínum, að einhverri Goðum líkri veru en, ..... þér að segja, ber ég ekkert meiri virðingu fyrir Óla Birni Kárasyni, en öðrum spjátrungum, af Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar skólanum.

Óli Björn sannaði - í varaþingmennzku tíð sinni (i fjarveru Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, síðasta kjörtímabils) að hann er JAFN GAGNSLAUS í þingmennzkunni, sem og hún - og þau önnur, hafa reynst landsmönnum vera.

Því miður.

Það er: tómt mál að tala um, að ég biðji Óla Björn afsök unar, á einu eða neinu, Jón minn, þar með.

Sömu kveðjur - en undrunar nokkurrar blendnum, til Jóns Vals /    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.6.2016 kl. 23:08

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Alltaf málefnalegur hann Mannsi æskuvinur minn. Segðu okkur frá því Mannsi minn heldur hvað er það sem Ísland hefði helst upp úr því að ganga í ESB núna.Myndi landbúnaðarvaran lækka? En hvað myndi lækkunin kosta? Ekki myndu saumavélar lækka þar sem  þú ert mesti saumavélakaupmaður á samanlagðri kristni frá Villages og hingað til. Hvað yrði með fiskveiðarnar okkar?

Æ Óskar minn, mér finnt þú skrifa fyrir neðan þína virðingu. Óli Björn er fyrirmyndar maður eins og þú, Sigmundur Ernir, Bjarni Guðnason, Davíð og Jón Baldvin þó að það geti hent bestu menn að taka einum of mikið einhvern tímann á ævinni. Þetta er þér ekki til framdráttar frekar en Mannsa að skrifa svona um bull og brennivín.

Jón Valur, þakka þér þinn drengskap sem ég efast aldrei um hvað sem þú um skrifar. Og Valdimar ég  þakka hlý orð og svo auðvitað honum Jóhanni Elíassyni. 

Halldór Jónsson, 1.7.2016 kl. 16:50

13 identicon

Sælir - á ný !

Jæja: Halldór Verkfræðingur.

Sitt - kann hverjum að sýnast, en ég sit við minn keip, eftir sem áður. Slík: er víst þvermóðzkan.

Fyrir þér: ber ég aftur á móti órofa virðinguna Halldór / líka sem Jóni heitnum Þorlákssyni, collega þínum: og einum frumkvöðla, hins gamla og áður viðkunanlega flokks ykkar, sem einu sinni var, þó.

Með beztu kveðjum: sem oftar - og endranær / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.7.2016 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband