Leita í fréttum mbl.is

Evran stóðst prófið

segir Þorvaldur Gylfason í Fréttó í gær þegar hann ber saman talnaturna um Írland og Ísland frá hruni.

Þorvaldur sleppir tölum um atvinnuleysi ungs fólks á Írlandi. Þær lækkuðu úr 19.1% í Mars s.l. í 18 %. Atvinnuleysi karlmanna féll á sama tíma úr 10.2 % í 9.0%

Hugsið ykkur hvernig hér væri umhorfs við það ástand? Þorvaldur segir þetta sanna að björgun írsku bankanna á kostnað almennings hafi verið rétt og evran hafi staðist prófið. Við Íslendingar gátum ekki borgað Icesave vegna þess að við fengum ekki aðstoð evrubankans en hefðum auðvitað átt að gera það líklega að mati Þorvaldar.

Mikilvægt er að trúa ekki talnaturnum evrusósíalista eins og próf.dr. Þorvaldar sem enginn veit hvernig eru fengnir. Efnahagsstefna hans frá tíð fyrri stjórnar hefur hingað til reynst álíka og stjórnarskrármálið sem hann stóð í stafni fyrir og hefur við hvert tækifæri reynt að skýra með eftiráspeki og hálfsannleika. Tölurnar um atvinnuleysið á Írlandi segja okkur allt sem þarf. Þær eru í sömu átt og í evrulöndunum Portúgal og Spáni.

Hvað framtíð sér Þorvaldur fyrir unga fólkið í  þessu hálfdauða skrifstofuveldi gamlingjanna í Brossel? Evran hefur ekki staðist prófið nema sem  millibankamynt. Fyrir fólkið og atvinnulífið er hún dragbítur utan Þýzkalands.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 3418153

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband