Leita í fréttum mbl.is

Gústaf Níelsson

skrifar afbragđsgrein í Mbl. í dag sem lýsir ţví glögglega hvađ ţví fylgir ađ kjósa stjórnmálafitlara til ćđstu embćtta í stjórnmálum landsins.

Gústaf skrifar svo:

"Á undanförnum árum hefur fámennur en há- vćr hópur fólks, sem fer fram međ slagorđiđ „No Borders (engin landamćri), ítrekađ reynt ađ koma í veg fyrir ađ ólöglegum innflytjendum sé vísađ af landi brott. Hópurinn bođar reglulega til mótmćla gegn ţví ađ lögregla framfylgi löglegum ákvörđunum yfirvalda. Skiptir ţá ekki máli ţótt mótmćlendur megi telja á fingrum beggja handa, ţví vitađ er ađ fjölmiđlar munu segja fréttir af mótmćlunum og mćta samviskusamlega á vettvang atburđanna. Slíkar fréttir helgast tćplega af áhuga manna á mótmćlunum, heldur miklu frekar af áhuga fjölmiđla á viđbrögđum alţingisog embćttismanna viđ slíkum mótmćlum.

Ţegar sagđar eru fréttir af ţessum toga er málflutningur iđulega í höndum lögmanna hinna ólöglegu innflytjenda, sem fá greitt fyrir úr vasa okkar skattborgara og í ţví sambandi erum viđ ekki ađ tala um neina „vasapeninga“, heldur stórfé. Nýlega var upplýst ađ lögfrćđikostnađur ríkisins vegna hćlisleitenda hlypi á rúmlega 174.000.000 kr. frá árinu 2014 til loka apríl 2016. Ţá er ótalinn kostnađur vegna húsnćđis, framfćrslu og heilbrigđisţjónustu o.s.frv.

Ţessum fjármunum verđur ekki eytt tvisvar. Tilraunir ná- grannalanda okkar enduđu međ ósköpum Krafa ţessa fólks er sú, ađ eftirlit á landamćrum Íslands verđi lagt niđur og ađ stjórnvöld hćtti ađ styđjast viđ reglur ESB, sem fjalla um í hvađa landi skuli leyst úr hćlisumsóknum (Dyflinnarreglugerđin).

Eđlilega hefur stćrstur hluti ţjóđarinnar hrist hausinn yfir ţessum kröfum, ţótt enginn viti hve margir myndu vilja sćkja hér um hćli. Ţeir eru ţó án nokkurs vafa fleiri en viđ ráđum viđ. Og ţótt viđ lifum ekki öll viđ allsnćgtir telja hćlisleitendur ađ íslenskt velferđarkerfi sé eftirsóknarvert og ađ hér drjúpi smjör af hverju strái, á ţeirra mćlikvarđa.

Ţćr kynslóđir Íslendinga sem byggt hafa upp velferđarkerfiđ vita hins vegar ađ ţađ ţolir ekki ađ á skömmum tíma streymi hingađ ţúsundir manna sem útvega ţarf húsnćđi, framfćrslu, menntun og heilbrigđisţjónustu.

Samfélagstilraunir af ţessum toga hafa sem kunnugt er endađ međ ósköpum í nágrannalöndum okkar og stjórnmálamenn eru ađ bregđast viđ. Skiptir ţá ekki máli ţótt um miklum mun fjölmennari samfélög sé ađ rćđa. Hvort tveggja Svíar og Ţjóđverjar gáfust upp á síđasta ári. Ekki var unnt ađ bjóđa öllum ţeim einstaklingum húsaskjól, sem sóttu ţar um hćli og enga vinnu var ađ fá fyrir mikinn fjölda ţeirra.

Svíar neyddust ţess vegna til ţess ađ taka upp landamćraeftirlit ađ nýju. Sama gerđu Danir. Ţá höfđu Ţjóđverjar forgöngu um ađ semja viđ Tyrki um ađ ţeir flóttamenn sem koma austan ađ verđi áfram ţar. Óţarft er ađ rekja ţau skelfilegu áhrif sem ţessar samfélagstilraunir hafa haft á öryggi almennings í Evrópu.

Píratar vilja gera sína eigin tilraun Nú hefur ţađ gerst, ađ Helgi Hrafn Gunnarsson, ţingmađur Pírata, hefur lagst á sveif međ fólkinu í „No Borders“. Helgi Hrafn vill ađ íslensk stjórnvöld hćtti ađ styđjast viđ Dyflinnarreglugerđina og ađ öll mál hćlisleitenda verđi tekin til efnislegrar međferđar. Ástćđan sem Helgi Hrafn gefur upp er sú ađ ţađ kosti svo mikiđ ađ hafna umsóknum hćlisleitenda. Á

đur en fylgi Pírata tók ađ rísa hefđi ţjóđin hrist hrausinn yfir ţessari afstöđu Helga Hrafns međ sama hćtti og hún hefur hrist hausinn yfir kröfum ţeirra sem ćpa „engin landamćri“. Í ljósi ţess fylgis sem Píratar mćlast nú međ í skođanakönnunum verđur hins vegar ađ taka afstöđu Helga Hrafns alvarlega.

Fullyrđa má ađ hugmyndir hans um ađ kasta Dyflinnarreglugerđinni fyrir róđa eiga sér ekkert fylgi međal ţorra Íslendinga. Í síđasta mánuđi var nćr fjórđa hvert mál af tíu afgreitt á grundvelli Dyflinnarreglugerđarinnar. Hugmyndir Helga Hrafns gćtu ţví valdiđ ţví ađ taka ţyrfti efnislega afstöđu til nálćgt tvöfalt fleiri umsókna.

Í frétt mbl.is um máliđ 17. ţessa mánađar er haft eftir ţingmanninum: „Ég vil vita hvađ ţađ kostar bákniđ ađ halda fólki frá landinu í stađ ţess ađ taka fleiri mál til efnismeđferđar.“

Helgi Hrafn hefur áđur ýjađ ađ ţví ađ opna eigi landamćrin. Ábyrgđarleysiđ er algjört. Ţetta er sú samfélagstilraun sem er í bođi Pírata hljóti ţeir brautargengi í nćstu kosningum. Og í ţeirri tilraun verđur sömu krónunni ekki eytt tvisvar."

Og ţađ er langt í frá ađ flóttamannamáliđ sé eina máliđ sem Píratar ćtla ađ gera tilraunir međ. Sami Helgi hefur bođađ ađ hann ćtli ađ taka hundrađmilljarđa strax af skattfé og setja í velferđarmálin. Líklega bara til ađ sjá hvađ gerist?

Ţeir ćtla ađ gera tilraunir  á nćrri öllum sviđum ţjóđlísfsins. Hífa hér, slaka hér.

Hvađa kjósendur er svo skyni skroppnir ađ ađgćta ekki fyrst hvernig núverandi stađa ţjóđmála er áđur en ţeir fela fitlurum ađ fikta viđ allt gagnverk ţjóđarinnar frá stjórnarskrá til stjórnunar fiskveiđa. Er ekki ástćđa til ađ athuga sinn gang áđur en mađur samţykkir ađ verđa tilraunadýr hjá Pírötum?

Hafi Gústaf heila ţökk fyrir grein sína.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eftir ađ hafa skođađ málflutning beggja ítarlega ţá sýnist mér ađ munurinn á Helga Hrafni og Gústafi Níelssyni sé ađ Helgi byggir sínar skođanir, tillögur og ákvarđanir á skynsemi, traustum gögnum og rökhugsun á međan Gústaf byggir lífsýn sína á útlendinga- og múslimaandúđ, rakalausum og tilhćfulausum áróđri og skilyrđislausri fyglni viđ sjálftökumafíu Sjálfstćđisflokksins enda sjálfsagt á launum hjá henni. Fólk getur svo vegiđ og metiđ hvorum ţeirra er betur treystandi.

Rakel Th. (IP-tala skráđ) 29.8.2016 kl. 13:24

2 identicon

Ţeir sem eru sammála mér byggja skođun sína á skynsemi, traustum gögnum og rökhugsun á međan ţeir sem eru ósammála mér byggja lífssýn sína á andúđ, rakalausum og tilhćfulausum áróđri og skilyrđislausri fylgni viđ mafíu enda sjálfsagt á launum hjá henni.

ls (IP-tala skráđ) 29.8.2016 kl. 15:33

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég held ađ báđum ţessum mönnum sé ágćtlega treystandi, í sjálfu sér.  Spurningin er bara, fyrir hverju?
Held ađ deilan snúist um ţađ.

Kolbrún Hilmars, 29.8.2016 kl. 15:37

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gústaf Níelsson er öflugur mađur og hefur hér lög ađ mćla.

En Píratar eru ekki ţeir einu sem styđja kröfur anarkistanna í "No Borders". Ţađ sama gerir Sema Erla Serdar í Samfylkingunni.

Og hún stendur víđar fótum í sinni vitgrönnu pólitík, ţví ađ međlimur er hún í framkvćmdaráđi öfugmćlasamtakanna "Já Ísland!" sem valiđ var á ađalfundi 30.9. 2015, en ţau samtök vinna ađ innlimun Íslands í Evrópusambandiđ. Ennfremur virđist hún einn helzti stuđningsmađur Gunnars Waage og sandkassastarfsemi hans í formi níđskrifa um yfir 20 manns, sem ţau skötuhjúin Sema og Gunnar kalla "nýrasista", ţ.á m. tvo fyrrverandi formenn Sjálfstćđis- og Framsóknarflokks og tvo núverandi alţingismenn!

Rakel Th. býr sér til sínar eigin forsendur til ađ níđa hér Gústaf Níelsson. Hann er beittur broddurinn í fyndnu svari frá Is hér ofar! laughing

Jón Valur Jensson, 29.8.2016 kl. 15:59

5 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Já Halldór, ţetta er bara ţversniđ af politík á Íslandi í dag. Má ţá bara skođa sölu BB á fluvellinum alveg andstćđa ţess sem ţjóđin vill! og hver grćđir ţarna á bakviđ tjöldin????klíkan??

Eyjólfur Jónsson, 29.8.2016 kl. 18:12

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Helgi Rafn er ekkert meiri "stjórnmálafitlari" hvađ snertir ţingferil en Sigmundur Davíđ var 2013.  

Ómar Ragnarsson, 29.8.2016 kl. 20:18

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Afsakiđ, stafur féll niđur, Helgi Hrafn á ţađ ađ vera. 

Ómar Ragnarsson, 29.8.2016 kl. 20:19

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rafn er miklu fallegra, Ómar, ţú verđur ađ viđurkenna ţađ!

Ţannig skrifađi Jón Sigurđsson Rafnseyrismile

En ég skil ekki ađ krummar eigi erindi í pólitík.

PS. Tek ţetta aftur, ţví ađ Hrafn Sveinbjarnarson á Eyri (Rafnseyri!) var merkur höfđingi, unz drepinn varđ.

Jón Valur Jensson, 30.8.2016 kl. 03:08

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 623
  • Sl. sólarhring: 936
  • Sl. viku: 5499
  • Frá upphafi: 3196949

Annađ

  • Innlit í dag: 568
  • Innlit sl. viku: 4535
  • Gestir í dag: 507
  • IP-tölur í dag: 493

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband