Leita í fréttum mbl.is

Ríkistjórnarfundurinn í bakaríinu

á Bernhöftstorfunni fór fram í gær. 

Enginn virðist vita eiginlega hvað rætt var um.  Aðspurðir voru fundarmenn fátalaðir og hugsanlega virtust þeir ekki hafa áttað sig á því sjálfir um hvað fundurinn snérist og gátu því ekki upplýst kjósendur um neitt sem máli skipti fyrir þá. Helst að allir hefðu áhuga á nýrri stjórnarskrá.

Líklega er þetta aðeins forsmekkurinn að því  sem koma skal þegar þessir aðilar taka til við alvöruna. Hugsanlega er þeir sjálfir farnir að kvíða því að verða að horfast í augu við veruleikann og sjálfa sig eftir kosningarnar. Þegar stóri Satan er kominn út í horn þá er bölvið þeirra farið. Þá tekur kattasmölunin við sem verður þeim mun erfiðari sem þeir eru fleiri. 

Framundan er órói á vinnumarkaði og verkföll geta vofað yfir innan hálfs árs. Þá reynir á nýtt fólk til að baka fólkinu vonarbrauð.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband