Leita í fréttum mbl.is

1 gott HJÖLL!

er í Mogga í dag.

Samkvæmt boðbera sannleikans Fréttablaðinu í dag, þá lesa bara 9 % landsmann Mogga en 67 % bara Fréttablaðið sem er auðvitað í mjög góðu hlutfalli við gengi ESB flokkanna í skoðanakönnunum.

En Hjörleifur Guttormsson hefur þetta að segja um orðheldni síns gamla kommaflokks:(Bloggari feitletrar að vild)

"Í fullan aldarfjórð- ung og lengur hafa íslensk stjórnmál öðrum þræði snúist um afstöðuna til aðildar að Evrópusambandinu.

Um 1990 reru forystumenn sósíaldemókrata á Norðurlöndum að því öllum árum að tengja norrænu ríkin við ESB. Niðurstaðan varð aðild Svíþjóðar og Finnlands að sambandinu, til viðbótar Danmörku, sem ásamt Bretlandi hafði gengist undir Rómarsáttmálann árið 1972.

Norðmenn felldu aðildarsamning í þjóð- aratkvæðagreiðslu og Ísland og Noregur tengdust þá innri markaði ESB gegnum EES-samninginn. Átökin um aðild héldu hins vegar áfram hérlendis og voru fyrir alþingiskosningarnar 1999 bakgrunnurinn í uppstokkun flokka á vinstri væng þegar til urðu Samfylkingin og Vinstri grænir.

Alla götu síðan hefur Samfylkingin gert ESB-aðild að þungamiðju sinnar stefnu, en VG hafnaði aðild frá upphafi. Við það var staðið til vors 2009, en þá var merkið fellt með sögulegum svikum af hálfu forustu VG við myndun ríkisstjórnar að afstöðnum kosningum. Um þau efni og framhaldið í kjölfar aðildarumsóknar að ESB í júlí 2009 geta menn lesið í nýútkominni bók Jóns Torfasonar skjalavarðar Villikettirnir og vegferð VG.

ESB nú á barmi upplausnar

Evrópusambandið hefur tekið miklum breytingum frá aldamótum eftir að 18 aðildarríki tóku upp evru sem sameiginlega mynt og mörg lönd í álfunni austanverðri gerðust aðilar.

Tilraunir til róttækra breytinga á grunnsáttmála ESB sigldu í strand 2005 og niðurstaðan varð útvatnaður sáttmáli 2009, kenndur við Lissabon. Jafnhliða dró verulega úr hagvexti á sambandssvæðinu og langvarandi atvinnuleysi jókst í mörgum aðildarríkjanna. Hefur það síðustu árin verið 10-11% að meðaltali og um 24% hjá fólki undir 25 ára aldri. Í Svíþjóð nemur atvinnuleysið nú 7% og tæp 9% í Finnlandi.

Flóttamannastraumurinn sunnan að hefur undanfarið magnað upp andstæður innan ESB og sett Schengen samstarfið í uppnám. Síðasta höggið er síðan Brexit, ákvörðun meirihluta Breta í þjóðaratkvæðagreiðslu að segja skilið við ESB eftir 44 ára veru í sambandinu.

– Aðvörunum um framtíð ESB hefur rignt yfir undanfarið, síðasti skellurinn yfirlýsingar þýska hagfræðingsins Otmar Issing (f. 1936) eins helsta hugmyndafræðings að baki evrunnar og frá 2006 forseti Center for Financial Studies (CFS) við Goethe-háskólann í Frankfurt. Viðtal við hann undir fyrirsögninni Spilaborg evrunnar mun óhjákvæmilega hrynja (sjá Við- skiptablaðið 20. okt. sl.) hefur farið sem eldur í sinu um fréttaheiminn.

Hann segir þar framkvæmdastjórn ESB í Brussel vera „pólitíska ókind“ og Seðlabanka Evrópu „á hálli leið til Heljar“. Evran segir hann að hafi verið misheppnuð frá fyrsta degi og raunar áður en hún varð til.

Leið stjórnarandstöðunnar inn í ESB

Það er þetta Evrópusamband sem núverandi stjórnarandstaða og Viðreisn vilja leiða Ísland inn í á fullveldisafmælinu 2018. Þetta hefur verið staðfest með lítilsháttar blæbrigðum af talsmönnum flokkanna í kosningasjónvarpi RÚV undanfarið, og helsta bindiefnið milli þeirra er að fá þjóðina til að samþykkja að taka á ný upp aðildarviðræður við ESB og knýja jafnframt fram stjórnarskrárbreytingar sem heimili slíka aðild.

Enginn hefur kveðið fastar á um þetta en Össur Skarphéðinsson sem sagði 18. okt. sl. að í utanríkismálum legði Samfylkingin mesta áherslu á „að við höldum áfram aðildarumsókninni, ekki síst vegna þess að við viljum taka upp nýjan gjaldmiðil, við teljum að krónan hafi gengið sér til húðar.“

Í sama þætti sagði Ari Trausti frá VG „að ef það kemur upp ósk um að taka upp aðildarsamningana eða starta nýjum, þá auðvitað tökum við þátt í því.“

– Núverandi utanríkisráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ítrekaði hins vegar að eftir afturköllun núverandi ríkisstjórnar liggi engin aðildarumsókn frá Íslandi lengur fyrir hjá ESB.

Hvernig sem því máli er háttað er ljóst að hugsanleg vinstristjórn með aðild Pírata hyggst knýja á um aðild Íslands að Evrópusambandinu, sem drjúgur meirihluti Íslendinga sem afstöðu taka samkvæmt skoðanakönnunum hefur verið andvígur um langt árabil.

Andstöðu VG við ESB-aðild stungið undir stól

Fráhvarf forystu Vinstri grænna frá upphaflegri andstöðu við ESBaðild er annað og djúpstæðara en almenningur gerir sér grein fyrir. Eftir að einarðir ESB andstæðingar höfðu einn af öðrum hraktist úr þingflokki VG hljóðnuðu andstöðuraddir forystumanna, sem eftir sátu, við ESB-aðild.

Eftir að Ísland lagði inn aðildarumsókn að ESB sumarið 2009 minnist ég þess ekki að Steingrímur J. sem formaður eða arftakinn Katrín Jakobsdóttir hafi í blaðagreinum eða á öðrum vettvangi rökstutt og útskýrt þá formlegu afstöðu flokksins að vera á móti aðild.

Klisjunni virðist eingöngu hafa verið viðhaldið til að villa á sér heimildir og til að missa sem fæsta eindregna andstæð- inga ESB-aðildar út úr röðunum. Öðru vísi verður ekki útskýrð þögn þessa fólks í örlagaríkasta máli Íslendinga um langt skeið. – Það sama er uppi á teningnum nú í aðdraganda kosninga.

Í kosningaáherslum VG eins og þær birtast á heimasíðu flokksins er ekki að finna stakt orð um Evrópusambandið, af eða á. Þurfum við frekar vitnanna við?"

 

Er þetta ekki nokkuð skýrt uppgjör gamals komma við þann núverandi æðstastrump VG Steingrím J. Sigfússon?

Þó nokkuð gott HJÖLL þó stutt sé fannst mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Téð "Hjörl" var ákaflega fræðandi.  Nú höfum við það "directly from the horse´s mouth", hvað er í gangi hjá stjórnarandstöðunni fyrir komandi kosningar. Það er hvorki meira né minna en samsæri gegn lýðveldinu, svik við fullveldið, sem innsigla á á aldarafmæli þess, og Vinstri hreyfingin grænt framboð tekur fullan þátt í þessu samsæri.

"Vituð þér enn, eða hvað ?"

Bjarni Jónsson, 25.10.2016 kl. 11:36

2 identicon

Hjölli Gutt stendur alltaf fyrir sínu og skorinortur að venju. Þegar Alþýðubandalagið sáluga stóð fyrir ESB-ráðstefnu, þar sem aðallega var fjallað um ókosti þess að verða aðili að því bandalagi, þá var hann einn af fyrirlesurunum. Ég þykist alveg vita, að hann sé mjög óhress með afstöðu VG til ESB, eins og fleiri þar í flokki. Ég er líka steinhissa á því, að þeir Allaballar, sem fóru til liðs við Samfylkinguna, skyldu hafa orðið þessir æstu ESB-sinnar, sem þeir eru í dag, þar sem yfirlýst stefna Alþýðubandalagsins var að vera á móti ESB og inngöngu þar inn. Það er líka alveg makalaust, að á meðan Bretar eru farnir út og aðrir að hugsa sér til hreyfings í þá áttina, sé til fólk hér á landi, sem er æst í því að ana með okkur inn í þetta brennandi kofaskrifli ESB, eins og það sé eitthvað eftirsóknarvert. Ég segi eins og Jón Bjarnason, formaður Heimssýnar, sagði við mig á dögunum, að þetta fer að minna á Fróðárundrin, þetta ESB-snakk, og sprettur upp á ótrúlegustu stöðum. Ég er að vonast til þess, að ríkisstjórnarflokkarnir beri gæfu til að fá það mikið út úr kosningunum sjálfum, þrátt fyrir slakt gengi í könnunum, að þeir geti haldið áfram að stjórna landinu, enda gæfa landsins undir því komin, og þeir drífi þá í því að slíta öllum "viðræðum" við ESB og dragi með formlegum hætti umsóknina til baka, og enduskoði svo EES-samninginn í kjölfarið, enda veitir ekki af. Þeir ættu líka að geta það, þegar mesta ESB-óværan er farin úr Sjálfstæðisflokknum. Þetta getur ekki gengið svona lengur.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2016 kl. 13:31

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Hjörleifur er með þetta á hreinu eins og Jón Bjarnason. Takk fyrir þetta Halldór

Guðbjörg segist ekki skilja, en hér er skýringin: yfirríkisleg VÖLD! og ógagnsæar valdaflækjur pólitískrar græðigi (píratar). Pólitísk græðgi er mun hættulegri en efnahagsleg græðgi.

Hið alþjóðlega-vinstri tók ástfóstri við Evrópusambandið þegar sambandið með Maastricht-sáttmálanum varð sjálfstætt ríki sem fékk yfirríkislegt (e. supra national) vald yfir öllum löndum sambandsins árið 1992. Þetta Evrópusamband er þó ekki orðið fullvalda enn, en verið er að dæla fullveldinu úr aðildarríkjunum og yfir í sambandið með lögum og ógnum, því það getur bara verið á einum stað í einu: annaðhvort hjá mér og þér þ.e. kjósendum, eða hjá yfirríkinu, án umboðs. Áður hafði vinstrið lítinn áhuga á valdalitlum ístruklúbbi áttavilltra íhaldsmanna hins gamla Efnahagsbandalags Evrópu (e. EEC). En alræðisblossinn sem kom frá stofnun Evrópusambandsins árið 1992 sem nýs yfirríkis yfir aðildarríkjunum, tendraði lostann hjá vinstrinu og stjórnborð þess svissaði sjálfkrafa yfir á blikkandi Code Red; því hvílíkir möguleikar voru ekki þarna komnir til að drottna og eyðileggja það sem þeir flestir, en þó ekki allir, ávallt hötuðu mest; þjóðríki Vesturlanda sem grunnstofnalegan uppruna sinn eiga í hinum Heilögu ritningum, þar sem útgangan (Exodus) af Egyptalandi markar upphaf Vesturlanda: uppreisnin mikla gegn imperial heimsveldi sem var þrælaríki, og sem Evrópusambandið er því auðvitað einnig að verða. Þar þræla kjósendur fyrir elítur sem enginn bað um. Sú staðreynd fær til dæmis rótgróin verkalýðsfélög vinstrisins til að hendast sem pendúll á milli enginn-ostur og pong engin-pylsa músagildrunnar, og sarga þar áttavillt af sér höfuðið sem fellur niður í fötur ESB á færibandi. Nema í Noregi, því þar heimtar verkalýðshreyfingin að klippt verði á alla beina viðkomu þjóðríkis Norðmanna við alræði ESB og að EES samningnum verði því sagt upp

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 25.10.2016 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband