Leita í fréttum mbl.is

Hættulegir Hörpustigar

segir í bréfi sem mér barst frá Örnólfi Hall arkitekt.

Hann segir:

"
I-TRÖPPUFORMÚLAN (m.a.MVS)& ÓLÖGLEGU STIGARNIR Í HÖRPU
Tröppuformúlan(MVS): 2 uppstig + 1 framstig = 620 mm +/- 20 mm

Eldborgarstiginn (36 þrep/er líka neyðarstigi(n.b. palllaus)) brýtur þessa formúlu með of löngu framstigi:
2 x 150 mm +370 mm = 670 mm. Þess vegna er fólk sífellt að hrasa og detta
og skaða sig eða slasa. - NB:Skáskurðurinn setur fólk líka út úr eðlilegum gönguryþma.
a)- Stigi við Eldborgu milli 2. og 4.hæðar (30 þrep) brýtur þessa formúlu líka með
of löngu framstigi: 2 x 14.4 mm + 380 mm = 668 mm.
b)- Sama má segja um tvennar tröppur að Eldborgarsal(8 þrep): 2 x 180 mm + 300 mm = 66o mm
Vitað er um konu sem mjaðmarbrotnaði í öðrum. Hver ber ábyrgð þegar slys verða ??

II-´HÚSIÐ OKKAR´ VIÐ AUSTURHÖFN & DJÚPU LÆGÐIRNAR
Harpa (´húsið okkar´ svokallaða) er ekki byggð til að standast djúpu lægðirnar á haustin og á bágt veðurofsanum.


Báta- prammafloti hennar er til taks á eftir lætin með ´hjúkrandi´fag- og tæknimönnum.
Engin furða hve viðhaldsreikningurinn sé orðinn svona hár (161 milljón).

III- Dormandi ryðdraugurinn skýtur enn upp kollinum (í kverkum í stássvegg-sást m.a.12/10) og er svo yfirmálaður þegar sést í hann.

IV -Talaði við Þjóðskrá (Þá sem endurreikna fasteignamat)um niðurfellingu fasteignagjalda Hörpu.
Þeir kannast ekki við þessar niðurfellingarupphæðir í Ársreikningi Hörpu (þeirra óskhyggja ?).
Eru að endurreikna fasteignamatið aftur og öll svipuð hús fara í sömu tekjumatsaðferð, að þeirra sögn:


Reikna hvert er meðaltal á útleiguverði á svæðinu á skrifstofu,- verslunar (dótabúðirnar,markaðirnir),-
 sýningarhúsnæði,- ráðstefnurými og tónlistarhúsum. Um það er spurt ? – Sama matsaðferð verður yfir
þau öll látin ganga og von á niðurstöðu Þjóðskrár bráðlega.

PS: Stigauppmæling fór fram 12/10.
                                                               Með bestu kveðju, Örnólfur

 

 
 
Tröppuformúlan.jpg
732 KB
 
 
Preview attachment 'HÚSIÐ OKKAR´ SVOKALLAÐA ER EKKI BYGGT FYRIR DJÚPAR HAUSTLÆGÐIR !!!.jpg
 
 
'HÚSIÐ OKKAR´ SVOKALLAÐA ER EKKI BYGGT FYRIR DJÚPAR HAUSTLÆGÐIR !!!.jpg
1.2 MB
 
 
 
Enn er ryð að skjóta upp kollinum í hjúpnum (t.d. stássveggnum).jpg
168 KB
Preview attachment -Ryð í suðurvegg (skrautvegg-'stuðlavegg') - Copy.JPG
 
 
-Ryð í suðurvegg (skrautvegg-'stuðlavegg') - Copy.JPG
 
1 MB
 
 
Örnólfur hefur verið iðinn við að fara yfir byggingasögu Hörpu sem er reist fyrir opinbert fé. Örnólfi finnst hafa verið lítt vandað til hönnunar eins og stigans fræga sem enginn kannast við hjá byggingafulltrúa að hafa samþykkt enda kolólöglegur í hvaða blokk sem væri. En hann stendur samt þarna í þjóðarhúsinu.
 
Örnólfur hefur margbent á það, að skipulögð þöggun virðist hafa verið í gangi varðandi upplýsingar um byggingakostnað, viðhaldskostnað og hönnunargalla. Honum hefur gengið vægast sagt illa  að fá  svör við spurningum sem hann sem borgari þessa lands ætti að eiga skýlausan rétt til samkvæmt upplýsingalögum.
 
Alveg er það furðulegt að fjölmiðlar láti sem ekkert sé og reyni ekki að grafast fyrir um þessi atriði.
 
Er þarna pólitík að spila inn í? Ekkert sem hægt er að klekkja á íhaldinu með en bara vont fyrir vinstra fólkið? Eru Hörpustigar bara refilstigar?
 
 
 
 
 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hef aldrei komið í þetta rimlabúr þarna á suður strönd Faxaflóa.  En vissi um leið og sást af útlitsmyndum, að þetta hentaði ekki á Íslandi frekar en flöt þök.  En þó mikil sé máttur menntunar, þá lenda arkitektar í ruslflokk sem og verkfræðingar sem láta hafa sig í svona fíflaskap.

Þó er ekki endilega ástæða til að rassskella þá heldur mun fremur fíflin sem samþykktu þetta kjánalega gróður hús.  Sé Það svo í viðbót að stigarnir séu úr reglu og valdi slysum, á fer að það að nálgast vera ósæmilegt af ómenntuðum, en hvað segja menntaðir og hverjir borgar fyrir axarsköftin? 

Hrólfur Þ Hraundal, 27.10.2016 kl. 22:06

2 identicon

Takk fyrir þetta, Halldór, glöggi og langreyndi verkfræðingur - svo og ´gamli´ góði sam- Stóðgerðingur í ´den´ !

I-Á 5 ára afmæli Hörpu var ekkert minnst á hönnunargallana t.d. stórhættulega Eldbogarstigann, skammarlegrar aðkomu, aðgengi og aðstöðu fatlaðra gesta. 
Eða á allt smíðafúskið,samsetningaklúðrið (hjúpgrind), hroðalega málmsuðuna, undirryðið (sem síbirtist en er jafnharðan yfirmálað), ótútlegu og ljótu steypuna og hnökruðu sílíkonfúgur glerhjúpsins, en glerið er farið að mást og rispast samkvæmt umsögn gagnrýnna gluggaþvottamanna þar ? 
:(161 milljónir eru komnar í ofurviðhald á (2010-2014-(2015 er eftir)) - Sjá: Fjárlög og svör til fjárlaganefndar. :(

II- Endalaus töp (500-600 milljóna á ári) þrátt fyrir gífurlega meðhjálp. Einhliða lækkuð fasteignagjöld (Hörpuútreikningar sem Þjóðskrá bekennir ekki (vill láta jafnt yfir öll tónlistarhús (menningarhús) ganga) en breyta lítið tapupphæðunum ? :(

III- Fullyrt var að Harpa yrði sjálfbær 2013 en svo í síðasta lagi 2014 ! 
Hvar eru allar stórráðstefnurnar (5-6 þúsund manns) sem allar hafa brugðist (aðeins ein um 2000 manns), en þær áttu að gera Hörpu sjálfbæra í síðasta lagi 2014 ?
NB: Enn er fyrirspurn Péturs H. Blöndal, heitins, ósvöruð á Alþingi, þ.e.a.s. hver er óupplýstur kostnaður vegna Hörpu og upplýsingar vantar enn um rekstur og rekstraráætlanir frá A-Ö !

Örnólfur Hall (IP-tala skráð) 29.10.2016 kl. 14:15

3 identicon

Takk fyrir góðan pistil þinn, glöggi Hrólfur !

Þú nefnir þarna flata pappaþakið yfir Eldborgarsal !

Þarna má oft sjá tæknimenn og fagmenn í ´hjúkrun‘ eftir veðurágjafir (er með margar myndir af því og hef sent pressunni) – En pressan þorir ekki að tala um þetta út af ‚snobberíinu‘ um Hörpuna.

I           -Vandræði hafa verið með þakkanta hússins og mátti sjá eystri kant opinn á kafla, í nokkra mánuði í bið eftir réttri viðgerð. Það á m.a. að hafa vælt í honum undir tónum Töfraflautunnar. Ýmsir muna líka þegar gestir lentu í óvæntu steypibaði úr lofti Eldborgarsalar á Abba-Tribute tónleikum fyrir fáum árum.

II           -Harpan virðist ekki þola mikið veðurálag eins og líka mátti sjá t.d. í óveðri í nóvember 2012.  Rúður létu á sjá og það rifnaði klæðning undir norðurhlið og fordyri (port) aðfanga- og tæknibíla fuku upp. Það var mikil mildi að brakið frá bílafordyrinu sem fauk út á austurkajann, lenti ekki á túristum sem voru þarna væblast í óveðrinu. Þá brakaði, brast og ískraði í hjúp sögðu starfsfólk og þarstaddir gestir.

III          -Það voru nánast helgispjöll að flytja annað en mærðarfréttir af Hörpu og ekki mátti vekja athygli á þessu í fjölmiðlum, þótt sjón væri sögu ríkari á myndum sem teknar voru og sendar á fréttamiðla.

IV           -Enn höfum við skattborgarar ekki fengið að sjá faglegar úttektarskýrslur á Hörpu“smíði“- ef þær eru þá til !

V           -Enn ekki heldur fengið að sjá reikninginn yfir þann kostnað í gallaveggnum fyrri, sem í svari frá fv. menntamálaráðherra kom fram að lenti á almenningi s.s. kostnaður niðurrifna, ónýta stássveggjarins sem síðar var sendur sem ryðslegið brotajárn til Spánar. - Eigum við líka að greiða fyrir klúður og fúsk verktaka?

 

Örnólfur Hall (IP-tala skráð) 29.10.2016 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418132

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband