Leita í fréttum mbl.is

Manifesto Moðhausa

birtist í boðskap Hjálmars Sveinssonar skipulagssénís Reykjavíkurborgar.

Samandregið með orðum Þorsteins Siglaugssonar:

"Það dugar ekkert að leggja vegi því bílunum fjölga stöðugt. Það dugar ekkert að byggja fleiri hús því þau fyllast bara strax af fólki. Og svo framvegis..."

Hvað skyldi verða sagt í Bandaríkjunum við svona stjórnmálaboðskap?

Ef þetta er ekki pólitískt Manifesto Moðhausa þá veit ég ekki hvernig það gæti hljómað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður sannarlega mikill gleðidagur Borgarbúa þegar næsti kjördagur rennur upp og tækifæri kemur loks til þess að losna við þessa óværu sem þessi samsuða er,og  ræður ríkjum í Reykjavík.  Ljóst er að það tekur á peningabuddur Borgarbúa að lagfæra öll Skemmdarverkin sem  þegar hafa verið unnin af óheilla mierihluta  s.s skemmdir á gatnakerfi með vitleysis þrengingum uppsetningu fuglahúsa s.s á Hofsvallagötu og síðan niðurtökur þeirra.  Gríðarleg skemmdarverk á Borgartúni,sem hefur kostað á annað hundrað miljónir.  Kosstaði ekki skemmdarverkið á Grensásvegi 150 miljónir ? Öll þessi skemmdarverk á gatnakerfi Borgarinnar voru hönnuð af Hjálmari Sveinssyni.

 Stærsta óheilla skemmdarverkið var eyðileggingin á Reykjavíkurfugvelli, en í því skemmdarverki fór fyrir Dagur B. Það skemmdarverk ekki hægt að bæta

Eðvarð Lárus Árnason (IP-tala skráð) 20.12.2016 kl. 15:33

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessi hringavitleysa hlýtur að vera heimsmet - bara VERÐUR að vera heimsmet.
Allt annað er óbærileg tilhugsun.

Árni Gunnarsson, 20.12.2016 kl. 16:25

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta KUSU Reykvíkingar yfir sig í síðustu sveitarstjórnarkosningum.  Menn hafa borið á móti því en á móti er hægt að benda á að með því að hleypa Pírötum inn, þá var bara verið að ljá "Vinstri öflunum" atkvæði sitt og um leið að styrkja Dag og félaga í sessi.  Ég er viss um að ef eitthver töggur væri í þessum oddvita Sjálfstæðismanna í Reykjavík, væri flokkurinn með mun meira fylgi en mælist í könnunum í dag.

Jóhann Elíasson, 20.12.2016 kl. 16:58

4 identicon

Það sýndi sig líka í kosningunum í haust, hvaða kveðju Samfó og BF fengu frá kjósendum. Það verður engu betra í borgarstjórnarkosningunum. Þá býður Viðreisn líka fram, eða svo hefur Benedikt boðað, og þá má Dagur þakka fyrir, ef hann kemst inn einn ásamt Birni Blöndal. Þeir ganga alveg frá flokkunum sínum með þessu áframhaldi, og það er alveg öruggt mál, að Hjálmar dettur út, enda bullar hann áfram, eins og hans er siðurinn. Þegar þeir fara líka ekki betur með yngstu borgarana hérna en raun ber vitni um, og ástandið allt eins og það er, þá þarf ekki að spyrja að leikslokum hjá þeim, enda á ég von á því, að tölurnar í skoðanakönnunum verði þeim ekki hliðhollar, eftir því sem líður að kosningunum. Það er alveg öruggt mál með þessu áframhaldi. Þeir ganga að flokkum sínum dauðum á endanum. En ég tek heilshugar undir það, að það verður fagnaðarefni, þegar þeir fara úr veldisstólunum. Þeir eru búnir að gera nógan óskunda, og ekki á það bætandi úr þessu til þess að það verði ekki allsendis óviðunandi með öllu. Það verður mikið verk fyrir Sjálfstæðisflokkinn að taka til eftir þá, og vonandi verður það ekki óvinnandi.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 20.12.2016 kl. 17:06

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta minnir á kaupmanninn, sem var spurður, af hverju hann ætti ekki tiltekna vöru á boðstólum. Hann svaraði: 

"Það þýðir ekkert að vera að panta þetta, það selst alltaf upp."

Ómar Ragnarsson, 20.12.2016 kl. 17:40

6 identicon

     Hér að ofan nefnir Jóhann Elíasson að oddvita Sjálfstæðismanna vanti alla röggsemi.  Elaust taka margir undir það.  Nú þegar þarf sjálfstæðisflokkurinn að finna öflugt leiðtogaefni sem gæti leitt lista sjálfstæðismanna í næstu borgarstjórnarkosningum af röggsemi og myndurleika.

     Röggsemi núverandi borgarfulltrúa er ekki meiri en svo að íbúar Reykjavíkur vita fæstir hvað þeir heita. Öðruvísi áður var.

Eðvarð Lárus Árnason (IP-tala skráð) 20.12.2016 kl. 17:43

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Halldór, ertu að tala um þennan sem sjaldan er vaknaður þá hann talar, eða hinn sem er alltaf stendur sem skástífa við snjallræði dagsins og vill ekki hafa flugvöllinn sem við eigum og kostar ekki neitt?

Þennan Hjalla á hjólinnu sem vill ekki hafa bíla fyrir sér og treystir  okkur venjulegum skussum ekki til að keyra, bara deginum svarta sem vill hafa þetta eins og í Moskvu forðum þá þar réðu feitir aldraðir Rússar, svo sem Krustof sem smíðaði borð með skónum sínum.  

En dagurinn mjói á öllum myndum lærir aldrei að þessi sem kennir honum að hjóla með dáleiðslu er sofandi?  

Hrólfur Þ Hraundal, 20.12.2016 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 3418205

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband