Leita í fréttum mbl.is

Réttar áherzlur?

í leitinni að því að upplýsa hvarf Birnu Brjánsdóttur?

Það er aðdáunarvert hversu mikla fórnfýsi allir aðilar sýna til þess að reyna að upplýsa þetta skelfilega mál. Spara hvorki fé né fyrirhöfn.

Ég velti hinsvegar fyrir mér fréttum af því að þeir grunuðu séu sendir í helgarfrí á Litla Hraun þar sem þeir eru ekki yfirheyrðir um helgina.

Þessir menn eru þeir einu sem vita sannleikann. Hversvegna eru þeir ekki yfirheyrðir stanslaust með mestu leyfilegri hörku þar til að þeir brotna? Eiga þeir að komast upp með það að neita að tala meðan hundruðir fólks stritast við að leita að nálum í heystakki?

Er verið að leggja réttar áherslur í málinu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þú ert búinn að dæma þá Halldór.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.1.2017 kl. 19:29

2 identicon

Reyndu að hafa nafnið rétt! En mennirnir eru í einangrun á Hrauninu og hafa ekki nein samskipti við aðra en lögmenn sína.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 21.1.2017 kl. 21:41

3 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Halldór, það er kannski betra að fangarnir fái smá svigrúm til að hugsa sinn gang, yfir helgina. Ef þeir eiga sök að máli, er möguleiki á að þeir játi, við frekari yfirheyrslur. En það er engin vitneskja um að þeir séu þeir einu "sem vita sannleikann" eins og þú skrifar. Enda hafa þeir hafa neitað sök.

Annað sakamál tengist togaranum sem þeir handteknu unnu á, en töluvert magn af fíkniefnum fundust þar. Þessi mál gætu tengst. Þeir kaupa fíkniefni, en eru ekki með nægilegt fé til að greiða þau. Fíkniefnasalinn fer fram á að þeir útvegi eitthvað í staðinn til að fylla upp í greiðsluna. Þetta datt mér bara í hug í sambandi við þetta mál, enda er verið að leita að öðrum grunsamlegum hvítum bíl.

En sönnunarbyrgðin liggur hjá lögreglunni, og það þarf mikið til að sanna eitthvað saknæmt á Grænlendingana sem eru í haldi.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 22.1.2017 kl. 00:45

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Heimir: Ég kem ekki aua á annað en líkrnar séu svo mjög sterkar gegn þeim að það þurfi að spyrja þá í þaula.

Sigurður, þeir segja ekkert ef þeir eru ekki spurðir.

Ingibjörg, ef þetta er stærri reyfari þá myndu þeir væntanlega skýra frá því.

Halldór Jónsson, 22.1.2017 kl. 08:58

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þér verður sennilega að ósk þinni, Halldór, nú þegar staðfest hefur verið með lífssýni að stúlkan VAR í bílnum.
En eitt stangast þó á í þessu máli; greinilega voru þrír menn í bílnum, tveir sem hafnarmyndir sýna fara um borð úr bílnum auk ökumanns sem ók burt aftur, en aðeins tveir eru í gæsluvarðhaldi.

Kolbrún Hilmars, 22.1.2017 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 3418160

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband