Leita í fréttum mbl.is

Hjalli hjólar

í nagladekkin. 

Hjálmar Sveinsson hjá Umferðar-og Skipulagsnefnd Reykjavíkurborgar vill skattleggja öryggistækin í umferðinni, nagladekkin, sem forða stórslysum á hverjum degi í umhleypingunum. En öryggismálin ber Hjálmar svo í hinu orðinu fyrir brjósti að hann vill helst stöðva bílaumferðina.

Runólfur hjá FÍB er auðvitað steinbit á tillögunum.

Sem betur fer hefur Hjálmar ekki lagaheimild til framkvæmdanna. Við verðum að treysta því að Alþingi hafi vit fyrir Hjalla þó hann vilji hjóla í nagladekkin sem annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Loksins kom eitthvað viturlegt frá borgarstjórninni!


Fullyrðing þín um að nagladekkin forði  stórslysum á hverjum degi í umhleypingum er ekki á neinum haldbærum rökum reist.


Rannsókn á vegum norskra tryggingafélaga leiddi í ljós að ökumenn bíla á nagladekkjum vald hlutfallslega oftar tjóni í umferðinni en hinir naglalausu. Þetta felur í sér þá niðurstöðu að nagladekkin valda falskri öryggiskennd hjá ökumönnum.    Auk þess má geta að margir þeirra sem bíða eftir því að mega setja nagladekkin undir á haustin lenda í slysi í hálku sem skyndlega getur myndast  t.d. í október en bannið nær frá 15. apríl til 31. okt. Þeir hinir sem eru svo skynsamir að kasta nagladekkjunum fyrir róða geta hins vegar sett naglalausu snjódekkin undir hvenær sem þeim hentar.    


Alvöru vetrardekk án nagla verða sífellt betri og skara að mörgu leyti fram úr nagladekkjum eins og  t.d. á blautum vegi. 


Eina skynsamlega leiðin til út úr þessu nagladekkja rugli er að taka bílaþjóð eins og Þjóðverja til fyrirmyndar og banna alfarið notkun nagladekkja sem hefur gefið frábæra raun þar í landi þrátt fyrir að vetrartíð geti verið mun harðari en hér á landi og þar með hálka á vegum síst minni auk þess sem leyfður er mun hærri hámarkshraði þar að vegum.

Vonandi mun ekki standa á löggjafarvaldinu að breyta umferðarlögunum í rétta átt.

Daníel Sigurðsson, 27.1.2017 kl. 15:04

2 identicon

Sæll Halldór - sem og aðrir gestir, þínir !

Daníel !

Þú getur alveg: sparað þér hnjóðsyrðin og yfirlætið, í garð míns mæta fornvinar, Halldórs Verkfræðings.

Sjálfur - þekki ég til Holtavörðuheiðar - Fróðárheiðar, og Hellisheiðar syðri t.d., undir öllum mögulegum kringumstæðum Vetrarfærðar, á hverri og einni þeirra, og get alveg sagt þér sem öðrum, að í þau skiptin hefði ég ekki kosið dekkin naglalausu: þér að segja, ágæti drengur.

Reyndu svo aðeins: að víkka Sjóndeildarhring þinn Daníel minn, áður en þú tekur til til við, að hrósa afglöpunum Hjálmari / Ess Birni og Degi B., eitthvað frekar.

Sauðir - sem toppa ýmsa mis vitra fyrirennara sína, í stjórnun Reykjavíkurborgar / og er þá all mikið sagt, meira að segja.

Með beztu kveðjum af Suðurlandi - sem endranær / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.1.2017 kl. 16:09

3 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Ég tók það nú sérstaklega fram, Óskar  minn Helgi, að sjaldnast komi eitthvað viturlegt frá þeim þarna í borgarstjórninni  og getum við því verið  næstum ef ekki alveg sammála með það.

Ég veit hins vegar alveg hvað ég er að tala um þegar ég ræði Þýskaland og bann þeirra á nagladekkjum.  Sjálfur hef ég búið í Þýskalsndi samtals með hléum í um 7 ár.  Ég hef líka sem tækni- og verkfræðingur  kynnt mér  dekkjaframleiðslugeirann og prófanirnar og niðurstöður þeirra mjög vel.

Mér heyrist á frásögn þinni af ferðalögum þínum um viðsjárverðar heiðar að þú getir ekki dæmt um það hvort vetrardekk án nagla hefðu fullnægt akstursskilyrðunum sem þú nefnir nema að hafa einhvern tíma prófað það sjálfur.  Nei, líkast til á þessi  afstaða þín til nagladekkja  frekar skilt við trúmál en almenna skynsemi eins og hjá mörgum öðrum.   Sjálfur hef ég ekið margoft að vetrarlagi yfir allar þessar heiðar og fleiri í slæmri  vetrarfærð á venjuilegum fólksbílum án vandræða, ýmist fjórhjkóladrifnum eða ekki, en ætíð á alvöru naglalausum vetrardekkjum en ekki einhvejum svokölluðum heilsársdekkjum  sem skv.  prófunum skora engan veginn nógu hátt í prófunum. Margir halda að þeir séu komnir á alvöru vetrardekk þó þau séu einungis merkt  M&S  (mud and snow). Þetta er mikill miskilningur því ekki er um alvöru vetrardekk að ræða (ónegld) nema þau séu annað hvort merkt með fjallstindi  (sem gildir fyrir USA  og Kanada) eða með frostrós.  Ég skor á þig Óskar Hlegi að kynna þér þessi mál aðeins betur og þannig víkka eiginn sjóndeildarhring. 

Með bestu kveðjum og ósk um góða helgi, Óskar Helgi.

Daníel Sigurðsson, 27.1.2017 kl. 17:29

4 identicon

Komið þið sælir - á ný !

Daníel !

Þakka þér fyrir: skýr svör, þinna meininga.

Jú - ekkert þekki ég til ferðalaga í Þýzkalandi, nema að Vorlagi frá Kölnar flugvelli (inn í borgina), í aðdraganda Kölnar Messu (Köln Masse / Alþjóðlegu Verkfæra- og Járnvörusýningunni, það árið), í Marzbyrjun 1999, og var þá marauð jörð þar um slóðir, þannig að ekki hefi ég samanburð af Vetrarakstrinum þar, syðra.

En: sammála getum við verið um, mikilvægi micro skurðarins (í öllum dekkjaútgáfum) / sem mikilvægi hans, við hinar margvíslegustu kringumstæður.

Ekki lakari helgarkveðjur til þín / fremur en Halldórs og annarra, Daníel  minn / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.1.2017 kl. 17:54

5 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

101 Reykjavik þarf bara hjól-börur- aðrir geta etið það sem íti frys--- Því Islendingar sem mark er á takandi búa í 101 ruslið utan af Landi sem borgar SKATTA HEFUR EKKERT TIL REYKJAVIKUR AÐ GERA  !

Erla Magna Alexandersdóttir, 27.1.2017 kl. 18:20

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Daníel, mín haldbæru rök eru þau hversu oft þau eru mér traust og hald. Skyndilega hálka á mínum þunga bíl er hættuleg og það hefur margoft gert mig feginn að finna þau taka vel í örugglega sem engin önnur dekk gera. Stundum eeru þær aðstæður að þau hafa bjargað öðrum frá þvi að keyra á mig.Þetta eru mín haldbæru rök. Ég mun halda áfram að nota þau þó að kommarnir leggi skatt á þau með þinni blessun þar sem ég set öryggið efst.Blikk er hægt að rétta en beyglaða hausana síður.

Auðvitað get ég læðst á sléttum túttum og hef gert bæði hér og á Autoböhnunum í Þýskalandi þegar þýskarar liggja unnvörpum utan vegar á hvolfi og alla vega af því þeir kunna ekki að keyra í hálku. Ég er búinn að keyra við allskyns aðstæður í meira en 60 ár, á keðjum, snjódekkjum, harðkorna, allskyns bílum, hef meirapróf og ökukennararéttindi,. Ég er ekki reynslulaus ef þú heldur það.

Ég er meira segja líka ekki alveg tækniófróður og hef lesið eitt og annað líka.

Halldór Jónsson, 27.1.2017 kl. 18:52

7 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Við skulum alveg sleppa þessu með  “sléttu tútturnar“ Halldór því ágreinings efnið er negld vetrardekk versus ónegld vetrardekk. 

Ég þekki aðstæður betur í Suður-Þýskaland (Bayern) en í Norður-Þýskalandi .

Fyrrnefndi hlutinn er oftast snjóþyngri .  Nú veit ég ekki hvar þú hefur verið að aka í Þýskalandi  miðað við lýsinguna hjá þér en aldrei upplifði ég, á þeim 7 árum sem ég þar bjó, að sjá marga bíla utan vega vegna hálku og hvað þá á hvolfi.   Ég gat ekki merkt að (Suður-)Þjóðverjar  væru verri ökumenn í  hálku en við hér á Íslandi.  

Mín skoðun er að þeir sem ekki geta eða treysta sér til að aka um að vetri til á ónegldum vetrardekkjum á Íslandi, hvort sem það eru heiðar eða götur Reykjavíkur, kunni ekki að keyra í hálku.

Að lokum vil ég benda á að það eru ekki bara slit já götum og vegum sem eru í húfi heldur líka heilsa fólks vegna svifryksmengunar sem stafa af nagladekkjum.

Mér er fullkunnugt um að þú ert mjög  skynsamur og tæknifróður  maður Halldór.

Góða helgi.

Daníel Sigurðsson, 27.1.2017 kl. 19:50

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er eitt sem að ég á erfit með að skilja, ef þessi Hjálmar Sveinsson er með svona heimskulegar tillögur og framkvæmdir, af hverju kýs fólk hann í Borgarstjórn?

Ég spyr, hvor er vitlausari eða jafnvel heimskari, Hjálmar Sveinson eða kjósendur?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 28.1.2017 kl. 00:04

9 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það var viðtal við mann í útvarpi fyrir fáeinum vikum síðan sem sagði að megnið af svifriksmenguninni eigi sér upptök í rangri meðhöndlun og vali á vegagerðarefnum ásamt vöntun á götuhreinsun. Því miður man ég ekki nafnið en í því sama viðtali vísaði hann í ýmsar rannsóknir og niðurstöðurnar voru alveg skýrar:

Nagladekk hafa mjög lítið að segja varðandi svifriksmengun.

Mér er fyrirmunað að skilja af hverju verið er að halda einhverju fram, sem hægt er að hrekja á núll einni.

Sindri Karl Sigurðsson, 28.1.2017 kl. 14:43

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halldór. Sumum finnst þægilegt og fínt að koma þeim í ábyrgðarstöður, sem þeir seinna hæða og lítilsvirða. Hjálmar er ekkert verri en þeir sem hæðast að honum.

Mér sýnist nú að drullan sem kemur inn um gluggann minn líkist frekar gúmmírusli heldur en malbiksrusli. Veit ekki hvort er óhollara fyrir lungun.

Gálgahúmorinn minn sá nú út lausn á bíllausri höfuðborg fyrir stuttu síðan. Það er að Hjálmar blessaður skelli mér bara á bögglaberan og reiði mig um borgina:) Það er að segja þegar ég verð orðin svo lappalúin að ég kemst hvorki gangandi né hjólandi um bæinn.

Hjálmar er eflaust góður drengur, en ég efast um góðmennsku þeirra sem ætla að fela sínar eigin syndir á bak við þann dreng.

Þetta segi ég nefnilega ekki til að lítilsvirða Hjálmar, heldur til að benda baktjaldamakka deildinni á hversu illa þeir standa sig í að taka sjálfir ábyrgð. Baktjaldadeildin kennir alltaf öðrum um, og lætur svo allt bitna á saklausu fólki.

Sjáið bara fyrir ykkur hvað Hjálmar væri flottur á hjólinu, með gamla og fótalúna tuðandi kerlingu eins og mig á bögglaberanum:)

Lífið verður ekki skemmtilegra né betra en við hugarfars-hönnum það sjálf. Og ekki skemmir það nokkurn sæmilega fótafæran einstakling, að labba í hóflegum og viðráðanlegum skömmtum í Heiðmerkursólskini eins og í dag:)

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.1.2017 kl. 18:24

11 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Megi Hjalli og Danni hjóla saman, sem lengst. Án nagla komast þeir skammt, að vetri til. Ástæða þess að Danni vitnar í "einhverja skýrslu" er sú að þá voru flestir á nöglum. Þegar flestir eru á nöglum, eru yfirgnæfandi líkur á því, að flestir þeir, sem eru á nöglum, komi við sögu í umferðaróhöppum! Er hægt að vera öllu þvergirðingslegri í málflutningi sínum? Rökin fallin og sjáum hvað setur. Hvað ollu nagladekkin mörgum slysum um sumarið? Engum, að sjálfsögðu, því á sumrin er enginn á nagladekkjum. Hvað ollu bifreiðar á sumardekkjum mörgum slysum, um sumarið?  Danni fallinn á eigin bragði. Er ekki einu sinni heima hjá sér, heldur alhæfandi úr suður Þýskalandi, þar sem vegir verða seint taldir slæmir, eða borgaryfirvöld sóðar, eins og í höfuðborg Íslands.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 29.1.2017 kl. 00:49

12 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halldór Egill. Ísland er statt á norðurhlið jarðar. Alla vega ennþá.

Þrátt fyrir það hafa sumir fræðimenn og valdamenn ekki ennþá fattað að fólk þarf að búa í upphituðum húsum á norðurhlið jarðar? Alla vega ekki þegar kemur að skepnuníðingslegum og óviðráðanlegum möguleikum, heiðarlega launastarfandi/skattpíndra einstaklinga möguleika, á upphituðu húsnæði og kaupmætti launa fyrir nauðsynlegri næringu?

Það sem gert er í borgarastjórn í dag, var ekki ákveðið í gær. það vita allir sem hafa fylgst með spillingunni á Íslandi að minnsta kosti síðustu 8-10 árin.

Hverjir hafa stýrt og stjórnað bak við tjöldin í mörg ár, og fría sig núna frá allri ábyrgð og svörum í pólitískum mafíustýrðum fjölmiðlum?

Það er ekki allt sem sýnist.

Og síst af öllu þegar blekkingafjölmiðlun fær að ráða blekkingaumræðum, og því miður líka fjölmiðladrepa brjóstvitsins skoðanir almennings á Íslandi.

Engin stjórnsýslunnar dómstólaríkisþjóð mun uppskera neitt meira eða betra en hún sáir, í skjóli valdaembættanna spilltra og lögverndandi dómsstóla.

Tökum bara afleiðingum af okkar eigin gjörðum, og okkar eigin vanrækslu. Hver á sínu sviði.

Öll!

Gildir jafnt um yfirlækna, yfirlögfræðinga, yfirdómara, og yfirráðherra. Hass-ráðherrar og hass-útgerðarinnar kerfissviknu rónar eru jafn réttháir til siðmenntaðrar lögverndar, samkvæmt gildandi Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands.

Hvar eru lögmennirnir sem verja kúguðu og kerfissviknu rónana?

Hvað heita dómsstólavörðu svikalögmenn og svikayfirlæknastjórar þessa morðóða og ósiðmenntaða svartamarkaðs-dópsölu-embættiskerfis á Íslandi?

Vilja þeir ekki upplýsta umræðu?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.2.2017 kl. 01:00

13 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Slysin á Íslandi eru að mestu leyti sprottin af illskusáningarrótum spillingarafla og dómsstólavörðu lögleysi.

Nagladekk eru bara hirðfíflalegur umræðu brandari, miðað við það hættulegasta í spilltri lögleysustjórnsýslunni á Íslandi.

Þetta veit lið lögmannafélags Íslands.

Þvílík Eymd og skömm dómsstóla og lögmannafélags Íslands?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.2.2017 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 3418160

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband