Leita í fréttum mbl.is

Óskar Þór Karlsson

skrifar í Morgunblaðið í dag:

"»Telur ekki tilefni til afsökunar RÚV«. Þannig hljóðaði fyrirsögn fréttar um viðbrögð útvarpsstjóra við ítarlegri grein Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í Morgunblaðinu í lok sl. árs, þar sem hann rakti samskipti sín við fréttastofu RÚV í gegnum tíðina og fór fram á afsökunarbeiðni vegna misgjörða RÚV í sinn garð og konu sinnar í sjónvarpsþættinum um Panamaskjölin.

 

Lítum aðeins á vinnubrögðin í þeim »fréttaþætti« RÚV.

 

1. Forsætisráðherra (SDG ) féllst á að veita sænskum fréttamanni viðtal um tiltekið mál. Það mál var aðeins haft að yfirskini. Honum var í rauninni gerð fyrirsát og viðtalinu strax beint í óvænta átt með ágengum spurningum um fjármál þeirra hjóna. Þetta eitt er alvarleg misgjörð.

 

2. Spurt var út í félagið Wintris sem stofnað var til þess að vista fjármuni þeirra hjóna erlendis. Spurningum var beint til SDG í ásökunartóni um »hvers vegna hann hafi ekki gefið þetta upp« og síðan var þeirri ásökun bætt við að hann hefði selt konu sinni sinn hlut á einn dollar, sem skilja mátti sem meiriháttar skandal!

 

3. Það er vel skiljanlegt að slík ósvífni skyldi koma flatt upp á SDG. »Trixið« heppnaðist vel því honum vafðist tunga um tönn.Viðbrögð hans virkuðu sem svo að hann væri í vandræðum og hefði eitthvað að fela. Augljóslega orðlaus og í uppnámi vegna þeirrar ósvífni fréttamanna sem hann óvænt mætti. Ef dæma má af afar sterkum viðbrögðum almennings í kjölfar útsendingar á þessum þætti virðist sem fólk hafi almennt litið svo á að þarna hafi rækilega verið flett ofan af misgjörðum sjálfs forsætisráðherra landsins.

 

Fréttafölsun á vegum RÚV

 

Á sínum tíma var eiginkonu forsætisráðherra úthlutaður arfur frá föður hennar. Þetta er flestum kunnugt um og einnig að þarna var um mikla fjármuni að ræða. Þau hjón ákváðu síðan að vista þetta fé á reikningi erlendis og fólu það verk í umsjón Landsbankans. Hafa verður í huga að þetta ákveða þau á þeim tíma þegar gjaldeyrisviðskipti voru algjörlega frjáls, auk þess sem teikn voru á lofti um vaxandi áhættu í fjármálakerfi landsins. Það sem skiptir öllu máli er sú staðreynd að þetta var fullkomlega lögleg ráðstöfun, sem fjöldi fólks hér á landi greip til á þessum tíma. Þetta fé höfðu þau síðan strax gefið upp og greitt stórfé í skatt af. Gögnin um Wintris-félagið sem Jóhannes Kristjánsson og RÚV létu áhorfendur skilja sem svo að væri fjársjóður sem forsætisráðherra geymdi í felum og þarna væri verið að fletta ofan af, var því fréttafölsun og í raun hrein ósannindi. Sama gildir um þann »skandal« RÚV að SDG hafi selt konu sinni sinn hlut á einn dollar.

 

Þar var væntanlega um að ræða eðlilega ráðstöfun, formsatriði, sem iðulega er gripið til samfara eignaskiptingu milli hjóna og ekkert við því að segja. »Fréttir« RÚV um fjármál SDG og konu hans voru því falsaðar frá upphafi til enda. Þau höfðu engu leynt, höfðu sín mál á hreinu og þurftu ekki að biðjast afsökunar á neinu. Þeim voru einfaldlega gerðar upp sakir. Skyldi sá sænski fréttamaður sem þarna var notaður hafa verið upplýstur um hið rétta í málinu?

 

Aðför að SDG og stjórn landsins

 

Uppljóstranir úr sk. Panamaskjölum urðu fréttaefni um allan heim. Fréttin sem unnin var af verktaka á vegum RÚV var hinsvegar allt annars eðlis og afar frábrugðin fréttum í öðrum miðlum. Frétt RÚV fól í sér alvarlega aðför að forsætisráðherra landsins, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, og virtist ekki hafa neinn annan tilgang en þann að koma á hann sem þyngstu höggi.

 

Svo undarlegt sem það er þá virðist sem fæstum hafi tekist að sjá í gegnum það moldviðri af rangfærslum og ósannindum sem RÚV þyrlaði upp í þessum sjónvarpsþætti. Líklegast hafa þó flestir ekki viljað sjá annan »sannleika«, en þann sem RÚV bar á borð.

Slík »fréttamennska« á sér tæpast nokkur fordæmi hvorki í sögu RÚV né nokkrum öðrum fjölmiðli hér á landi. Sú gremja sem enn kraumar undir meðal fólks braust fram og beindist ranglega að SDG.

Gríðarlegur mannfjöldi á Austurvelli krafðist afsagnar forsætisráðherra og raunar ríkisstjórnarinnar allrar. Stjórnarandstæðingar á þingi nýttu sér þetta auðvitað óspart. Eftirleikinn þekkja svo allir. Úr þessu spratt múgsefjun, ríkisstjórnin gaf eftir og lofaði kosningum fyrr.

Við þetta tækifæri sagði Bjarni Benediktsson að verið væri að bregðast við ákalli um lýðræði. Það finnast greinarhöfundi mikil öfugmæli. Raunar er þessi atburðarás öll sem RÚV kom af stað öllu heldur aðför að lýðræðinu í landinu. Líklegt er að þessi fréttafölsun RÚV og atburðarásin sem á eftir fylgdi muni hafa varanleg áhrif á framvindu stjórnmála í landinu.

 

Slík vinnubrögð eins og beitt var í fyrrnefndum þætti eru hvorki samboðin RÚV né heldur þeim fjölmörgu hæfu starfsmönnum sem þar vinna.

 

Með þetta allt í huga eru áðurnefnd viðbrögð útvarpsstjóra ótrúlega óskammfeilin og bæta gráu ofan á svart. Ríkisútvarpið skuldar sannarlega Sigmundi Davíð og konu hans afsökunarbeiðni fyrir þær misgjörðir í þeirra garð, sem stofnunin ber fulla ábyrgð á."

Höfundi er talsvert niðri fyrir,. En hefur það tilgang að vera að spá í hvað RÚV yfirleitt gerir? Kemur það nokkrum við? Er þetta ekki stofnun með sjálfstæða tilveru sem hefur eigin stefnu og tilgang?

Hverjum sem dettur í hug að setja út á þessa stofnun skal aðeins hafa verra af.Betra að láta hana í friði Óskar minn Þór svo hún skemmi þig ekki. 

RÚV er verndari sinna stjórnmálamanna eins og Dags Bergþórusonar og Katrínar Jakobsdóttur. Allt sem þau segja er fréttnæmt og tilefni viðtala. Allt sem hægt er að segja öfugt um ráðstafanir Trumps eru fréttir fyrir almenning. Og ekki síður það sem Angela Merkel og valdir evrópskir stjórnmálamenn hafa við þær að athuga. 

Óskar Þór verður að leggja raunsætt mat á RÚV og það sem rétt skal teljast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þarna er lagt rangt mat á atburðarrásina og eðlilega blaðamennsku. 

Í fyrsta lagi þá er það vel þekkt og viðurkennd aðferð í rannsóknarblaðamennsku að koma mönnum á óvart og blekkja um tilefni viðtals ef ljóst má vera að viðkomandi myndi ekki mæta í viðtal ef gefið væri upp rétt tilefni eða að hann hefði þá möguleika á að fela það sem verið er að rannsaka eða skipuleggja lygar til að segja blaðamannninum. Hafi viðkomandi ekkert að fela á slíkt ekki að slá hann út af laginu og hann ekki að vera í vandaræðum með fullnægjandki skýringar þó spurningin komi á óvart.

Í öðru lagi þá höfum við bara orð SDG fyrir því að allt hafi verið gefið upp til skatts og ekkert verið að fela. Skattaskjól eru nefnilega nefnd skattaskjól því þaðan fá stjórnvöld engar upplýsingar og geta því ekki rengt orð þess sem er með fé sitt þar og hafa engan möguleika á að sannreina að það sé satt sem hann segir. En staðreyndin er sú að það að stofna eignarhagldsfélag í skattaskjóli og fá lögfræðiskrifstofu í Panama til að útvega leppa í stjórn þes sem þó koma hvergi nærri stjórnninn kostar um hálfa milljón á ári og eini mögulegi ávinningurinn til að réttlæta þau útgjöld eru annars vegar að fela eignarhaldið og hins vegar að svíkja undan skatti. ÞAÐ ER ENGIN ANNAR MÖGULEGUR ÁVINNINGUR AF ÞVÍ AÐ HAFA FÉ Í SKATTASKJÓLI.

Í þriðja lagi var þessi sala á eina krónu ekki tengd eðlilegum eignarskiptum hjónanna heldur var hún framkvæmd degi áður en lög um hagsmunaskráningu þingmanna tók gildi og var því klárlega framkvæmd sem hluti af þeirri leynd sem hjónin vildu hafa yfir málinu. Með því að halda þessu leyndi gat SDG unnið að sínum persónulega hag án þess að það væri ljóst að hann væri að gera það. Það gerði hann með því að reyna í meira en tvö ár að hverfa frá samningum um stöðugleikaframlag þrotabúanna en fara í staðinn gjaldþrotaleiðina. Sú leið hefði verið mun verri fyrir þjóðarbúið en komið betur út fyrir SDG og konu hans. Með því tafði hann í tvö ár hið minnsta að hægt væri að aflétta gjaldeyrishöftum með ómældu tjóni fyrir íslenskt þjóðarbú.

Það var því ekkert tilefni til afsökunarbeiðni RÚV gagnvart SDG heldur skuldar SDG þjóðarbúinu afsökunarbeiðni fyrir að hafa heldið þessum hagsmunum sínum leyndum og að hafa unnið fyrir eigin hag gegn þjóðarhag. Það er skandall að hann skuli enn vera á þingi þrátt fyrir þetta en þó enn meiri skankdall að annar ráðherra úr Panama skjólunum skuli vera orðin forsætisráðherra.

Sigurður M Grétarsson, 31.1.2017 kl. 09:51

2 identicon

Siggi góður..:)

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 31.1.2017 kl. 11:34

3 Smámynd: Halldór Jónsson

"Í fyrsta lagi þá er það vel þekkt og viðurkennd aðferð í rannsóknarblaðamennsku að koma mönnum á óvart og blekkja um tilefni viðtals ef ljóst má vera að viðkomandi myndi ekki mæta í viðtal ef gefið væri upp rétt tilefni eða að hann hefði þá möguleika á að fela það sem verið er að rannsaka eða skipuleggja lygar til að segja blaðamannninum. Hafi viðkomandi ekkert að fela á slíkt ekki að slá hann út af laginu og hann ekki að vera í vandaræðum með fullnægjandki skýringar þó spurningin komi á óvart."

Innrætið hja Kommatittunum klikkar ekki.

Halldór Jónsson, 31.1.2017 kl. 11:50

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Eigum við ekki frekar að tala um inrætið hjá þeim sem telja að æðstu ráðamenn þjóðarinnar eigi að geta komið sér hjá óþægilegum spurningum og fá gott næði til að fela hagsmuni sína og góðan undurbúning til að geta logið sennilega að þjóðinni? Rannsóknarblaðamenn sem komi upp um spillingu eigi alls ekki að koma þeim á óvart eða jafvel yfir höfuð ekkert að vera að vasast í þeirra málum. Og ef þeir viti af spillingu í stjórnkerfinu eigi þeir ekkert að vera að segja frá því og þaðan af síður að spyrja stjórnmálamenn óvænt út í það.

Er það þannig sem þú villt að blaðamenn starfi.

Sigurður M Grétarsson, 31.1.2017 kl. 12:27

5 Smámynd: Valur Arnarson

Sigurður M Grétarsson,

Hvað er að frétta af fyrrverandi gjaldkera Samfylkingarinnar ? Er hann hættur að svíkja undan skatti ?

Valur Arnarson, 31.1.2017 kl. 12:29

6 identicon

Valur.  Og hvernig bætir það stöðu Sigmundar að fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar er eftir þínum orðum að svíkja undan skatti ?  " Svo skal böl bæta með því að benda á eitthvað annað ".  Hvað ert þú að meina með þessu innleggi.  Má Simmi en ekki þeir sem hafa ekki sömu pólitísku skoðun og þú.  Er þá sambærilegt að vera Gjaldkeri og að vera Forsætisráðherra.

Halldór  " Innrætið á kommatittunum klikkar ekki ".  Í alvöru, er þetta gáfulegt.  Ert þú þá " fasistasvín ".  Er þetta ekki það sem er að í umræðunni.  Er ég þá orðin kommatittur líka.

Sigmundur skeit upp á bak með því að ljúga.  Er þá í lagi að Forsætisráðherra Íslands ljúgi af því að honum voru ekki kynntar spurningarnar áður. 

Brynjar (IP-tala skráð) 31.1.2017 kl. 15:30

7 Smámynd: Valur Arnarson

Brynjar,

Það var niðurstaða Sigurðar að allir þeir sem tengdust Panama skjölunum hefðu mögulegan ávinning af skattaskjólum, þess vegna kom spurningin. Ef Sigmundur er sjálfkrafa skattsvikari vegna Panama skjalanna, þá hlýtur það sama að gilda um gjaldkera Samfylkingarinnar og 365 miðla.

Soldið sérstakt að segjast vera stoltur Samfóisti, úthrópa einhvern sem er í Panama skjölunum, en sleppa því alveg að minnast á sitt heimafólk en títtnefndur gjaldkeri er einmitt sá eignamesti í viðkomandi skjölum. Hefur Samfylkingin ekki hagnast á því ? Getum við útilokað það ? Hvernig væri að taka fyrst til í sínu eigin fjósi ?

Valur Arnarson, 31.1.2017 kl. 16:34

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Brynjar, það fer eftir afstöðu þinni afstöðu Sigurðar Grétarssonar til svika og pretta:"Í fyrsta lagi þá er það vel þekkt og viðurkennd aðferð í rannsóknarblaðamennsku að koma mönnum á óvart og blekkja um tilefni viðtals ef ljóst má vera að viðkomandi myndi ekki mæta í viðtal ef gefið væri upp rétt tilefni eða að hann hefði þá möguleika á að fela það sem verið er að rannsaka eða skipuleggja lygar til að segja blaðamannninum. Hafi viðkomandi ekkert að fela á slíkt ekki að slá hann út af laginu og hann ekki að vera í vandaræðum með fullnægjandki skýringar þó spurningin komi á óvart."

Halldór Jónsson, 31.1.2017 kl. 17:05

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Valur, 

Sumir eru alltaf í meiri rétti og jafnari en aðrir eins og í Animal Farm

Halldór Jónsson, 31.1.2017 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 3417956

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband