Leita í fréttum mbl.is

Ragnar Önundarson

var boðberi skynseminnar, sem oft áður, í umræðum um krónuna eða ekki krónuna í Silfri Egils.

Ragnar sagði að krónan væri okkar mynt. Evran hefði ekki dugað Grikkjum, Spánverjum eða Portúgölum. Þegar ytri áföll riðu þar yfir eitt þjóðfélag  þá tækju þeir höggin sem misstu vinnuna hinir gerðu það ekki. Gengisfelling íslensku krónunnar væri velferðaraðgerð sem dreifði högginu af ytri áföllum, aflabresti,verðfalli, túristabresti,eða hverju sem er  yfir allt þjóðfélagið. Áfallinu af hruninu hefði verið dreift yfir allt þjóðfélagið með gengisfallinu. Þess vegna værum við komnir þangað sem við erum nú.

Málshefjandi afnáms krónunnar viðurkenndi samt að allt stæði með ágætum hér á landi. Var hann ekki þar með að viðurkenna krónan væri í rauninni ágæt? Myntráð eða hvað annað, er það ekki allt sömu takmörkunum háð?

Mér finnst aldeilis merkilegt þegar evruspekingarnir eru að formæla krónunni vegna þess að hún geti hreyst í gengi. Hvernig ætla þessir menn að leysa það þegar verkalýðsfélögin ákveða að hækka kaupgjald um 30-50 % í velheppnuðum aðgerðum þegar hagvöxtur væri miklu minni? Hvar ætla þeir að fá evrurnar? Hvernig ætla þeir að komast hjá hinni grísku niðurstöðu.

Það er staðreynd að við Íslendingar getum ekki séð fótum okkar forræði vegna þess frelsis til gíslatöku samborgaranna sem við búum við á grundvelli löggjafar um stéttarfélög og vinnudeilur.

Fyrr en við lærum að hegða okkur eins og siðað fólk eða skipulegt samfélag eru allar umræður um gjaldmiðil stormur í vatnsglasi. Það er nefnilega vitlaust gefið i spilinu og þá þýðir ekki neitt að segja Grand á Nóló-spil.

Hlustum fyrst á Ragnar Önundarson áður en við förum að ræða upptöku annars gjaldmiðils en þess sem er sterkastur í heimi um þessar mundir:

Verðtryggð íslensk króna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ragnar er gamalreyndur bankamaður, og veit alveg hvað hann er að tala um. Krónan hefur hjálpað íslandi að ná aftur jafnvægi eftir hrunið en það er vanþakklátt starf. Hún á sér fáa vini í kringum sig.

jónas (IP-tala skráð) 19.3.2017 kl. 18:36

2 identicon

Svo sammála Halldór.

Þeir sem reyna að tala niður krónuna, eru bara

eitthvað "fatlaðir" í hugsun.

Er nema von að Píratar og fleiri vilja aðstoð

sálfræðinga fyrir hvern þann sem inná þingi

setur.

Þegar málefnaþrot þeirra sem vilja breyta

okkar góðu krónu, þrýtur, þá þarf að sjálfsögðu

að leyta huggunar hjá einhverjum sem getur

bent þessu fólki á það, að það var að fara með

staðlausa vitleysu og þarf að sætta sig við það.

Hvort að það tekst er svo allt önnur saga.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 19.3.2017 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418212

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband