Leita í fréttum mbl.is

Neyđarbrautin er opin!

hvađ svo sem Dagur Bergţóruson streitist á móti.

Á Veggnum stendur ţetta:

 

"Jóhannes Loftsson verkfrćđingur skrifar opiđ bréf til Innanríkisráđherra sem birtist í Morgunblađinu. Ţar dregur Jóhannes fram stađreynd varđandi Reykjavíkurflugvöll sem lítiđ hefur heyrst í umrćđunni. Bréf Jóhannesar varpar ljósi á ţá stađreynd ađ tilgangi Reykjavíkurflugvallar hefur veriđ breytt, án heimilda ađ ţví virđist og án ţess ađ nokkur ćtli ađ bera á ţví pólitíska ábyrgđ.

Reykjavíkurborg og Innanríkisráđherra byggja niđurstöđur sínar m.a. á útreikningum Eflu verkfrćđistofu á nýtingarstuđli Reykjavíkurflugvallar. Svo virđist sem Eflu menn hafi unniđ verkiđ undir miklum ţrýstingi frá meirihluta borgarstjórnar ţar sem verkfrćđistofan á mikla hagsmuni í viđskiptum sínum viđ borgina eins og Veggurinn hefur áđur bent á.

Jóhannes bendir á hér í grein sinni ađ útreikningar Eflu eru rangir samkvćmt ţeim lögum og reglum sem um ţá gilda. Ţađ vekur ţá spurningu hvort hér hafi hagsmunir orđiđ til ţess ađ rangt var reiknađ eđa hvort hér hafa veriđ gerđ afdrifamikil mistök. Jóhannes vill fá skýr svör um ţađ hver ţađ var sem tók ákvörđun um ađ breyta hlutverki Reykjavíkurflugvallar. Veggurinn tekur undir međ Jóhannesi ađ algerlega er nauđsynlegt ađ upplýsa hver ţađ var sem tók ţess ákvörđun. Valdnýđslu á mögulega uppdiktuđum forsendum er ekki hćgt ađ líđa.

Bréf Jóhannesar úr Morgunblađinu er hér birt í heilu lagi.

———

„Kćri innanríkisráđherra.

Í grein 3.1.1. í VI. hluta reglugerđar 464/2007 um flugvelli segir:

„Fjöldi og stefna flugbrauta á flugvelli ćtti ađ vera slíkur ađ notkunarstuđull flugvallarins sé ekki minni en 95% fyrir flugvélarnar sem flugvöllurinn ţjónar.“

Ţetta ţýđir ađ reikna ţarf notkunarstuđul fyrir allar flugvélar sem flugvöllur ţarf ađ ţjónusta, ekki bara fyrir stćrri áćtlunarflugvélarnar sem ţola meiri hliđarvind. Sá skilningur fer ekki milli mála, ţví ef Flugfélag Íslands mundi t.d. einhvern tímann í framtíđinni ákveđa ađ flytja alla starfsemi sína á Keflavíkurflugvöll, ţá vćru eingöngu eftir minni flugvélar á Reykjavíkurflugvelli, en engir útreikningar fyrir hendi sem sýndu ađ krafan um nothćfisstuđul upp á 95% vćri uppfyllt.

Í nýlegu áhćttumati vegna lokunar neyđarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli var hins vegar ekki reiknađur notkunarstuđull fyrir minni flugvélar.

Eina réttmćta forsenda ţess ađ ekki ţyrfti ađ taka tillit til lendingarskilyrđa minni flugvéla á Reykjavíkurflugvelli vćri ef fyrir lćgi ákvörđun stjórnvalda um ađ hlutverki Reykjavíkurflugvallar vćri breytt ţannig ađ ekki ćtti lengur ađ miđa viđ ţađ ađ Reykjavíkurflugvöllur ţurfi ađ ţjónusta minni flugvélar. Ţar sem allt sjúkraflug fer fram minni flugvélum, ţá er hér um meiriháttar stefnubreytingu yfirvalda ađ rćđa, sem getur m.a. haft áhrif á hátt í 30 sjúkraflugsferđir á ári og mun nćr áreiđanlega kosta mannslíf ţegar fram í sćkir. Fólk hefur ţví rétt á ađ vita hver ber ábyrgđ á ţessu.

Sem yfirmađur samgöngumála átt ţú sem innanríkisráđherra ađ geta svarađ ţessu. Var ţetta ákvörđun ríkisstjórnarinnar? Var ţetta ákvörđun ţín, innanríkisráđherra? Var ţetta ákveđiđ af Samgöngustofu sem fór yfir áhćttumatiđ um lokun neyđarbrautarinnar? Var ţetta ákveđiđ af ISAVIA sem stýrđi áhćttumatinu… eđa var ţađ Verkfrćđistofan Efla sem reiknađi notkunarstuđulinn og ákvađ ađ breyta hlutverki Reykjavíkurflugvallar? Hver ákvađ ađ breyta hlutverki Reykjavíkurflugvallar?

Reikniskekkjur má leiđrétta
Ef ţú, innanríkisráđherra, hefur ekki komiđ ađ ţessari ákvörđun, ţá er ţetta ólögleg reikniskekkja, ţví hvorki ráđgjafaverkfrćđistofur né undirstofnanir ţínar mega taka sér slíkt vald.

Mögulega vćri hćgt ađ stöđva ţetta einfaldlega međ ţví ađ ítreka ţađ viđ Samgöngustofu, sem yfirfór áhćttumatiđ, ađ ISAVIA hafđi enga heimild til ađ breyta hlutverki Reykjavíkurflugvallar í áhćttumatinu. Í ljósi ţessara nýju upplýsinga er ekki útilokađ ađ Samgöngustofa gćti hafnađ öllum frekari leyfisveitingum vegna breytinga flugvallarins eđa dregiđ til baka útgefin leyfi.

Ef af einhverjum ástćđum, lagalegum eđa stjórnskipunarlegum, ekki er hćgt ađ beita ţessari ađferđ, ţá hvílir siđferđisleg skylda á Alţingi ađ grípa inn í á einhvern hátt. Ţađ er einfaldlega ekki bođlegt ađ Alţingi sitji hjá og láti reikniskekkju ráđa jafn afdrifaríkri ákvörđun og ţessari sem getur haft áhrif á líf og heilsu fjölda fólks.“

 

Ţađ er engum blöđum um ađ fletta ađ lokun brautarinnar er óhćfuverk log ólöglegt. Virt verkfrćđistofa liggur undir ámćli fyrir ađ skrifa áhćttumat fyrir Reykjavíkurflugvöll á röngum forsendum sem ţjóna pólitískum tilgangi.

 

Innanríkisráđherra ber skylda til ađ láta ţetta mál til sín taka međ röggsömum hćtti.  

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sćll Halldór.

Ţessi beinskeytta ákćra Jóhannesar Loftssonar stendur sannarlega meitluđ á vegginn, ţó svo embćtti innanríkisráđherra sé gufađ upp og eftir standi Sigríđur Á. Andersen međ dómsmálin og Jón Gunnarsson međ samgöngu og sveitastjórnarmál.

Jón ţessi sagđi reyndará Sprengisandi s.l. sunnudag ađ heildar útgjöld til vegamála á Íslandi ţetta ár yrđu u.ţ.b. 11 milljarđar.

Ţetta sama fólk samţykkti nýlega ađ bćta a.m.k. fjórum milljörđum viđ Vađlaheiđargöngin og bara si svona láta almenning axla ábyrgđina og fyrirsjáanlegt 20 til 30 milljarđa tapiđ á ţví glćpsamlega kjördćmapoti.

Ţađ er ţví miđur ekki líklegt ađ ţetta fólk taki af skariđ og stöđvi framkvćmdir Valsmanna í Vatnsmýri, né annađ gróđabrall íslensks ađals.

Jónatan Karlsson, 15.5.2017 kl. 22:04

2 Smámynd: Valur Arnarson

Sćll Halldór sem og ađrir gestir ţínir,

Vissulega er einkennilegt hvađ Framsókn og Sjálfstćđisflokkur hafa lítiđ stađiđ í lappirnar í ţessu máli öllu, ţrátt fyrir fögur fyrirheit, og má ţar sérstaklega nefna Bjarna Ben núverandi forsćtisráđherra en honum til varnar átti hann ekkert val eftir dóm Hćstaréttar varđandi lokun Reykjavíkurflugvallar.

Sök Samfylkingar og Vinstri grćnna er hins vegar mikil í málinu ţar sem Dagur B. og Katrín Jakobs, ţáverandi fjármálaráđherra, gerđu bindandi samning 1. mars 2013 um skipulag og uppbyggingu á landi ríkisins viđ Skerjafjörđ. Ađeins ţyrfti ađ bíđa eftir lokun brautarinn til ađ afsal yrđi afhent. Ţessi ađför ađ flugvallarsvćđinu verđur ţessu fólki til ćvarandi skammar.

Valur Arnarson, 16.5.2017 kl. 14:35

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 723
  • Sl. sólarhring: 777
  • Sl. viku: 6040
  • Frá upphafi: 2106837

Annađ

  • Innlit í dag: 637
  • Innlit sl. viku: 4808
  • Gestir í dag: 625
  • IP-tölur í dag: 609

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband