Leita í fréttum mbl.is

Malbik er ónýtt efni

til vegagerđar er löngu vituđ stađreynd. Alveg sama ţótt flutt sé inn rándýrt útlenskt grjót.

Í Sámi fóstra er grein um hvernig íslensk steypa úr gamla Esjubergsefninu endist. Ingólfur Jónsson ráđherra tók ţá ákvörđun eftir ađ viđ Guđmundur Einarsson vorum í viđtali hjá honum ađ VV2 yrđi steyptur 22 cm ţykkur í stađ 10 cm malbiks.Hann tók upp síman og hringdi í Sigurđ Jóhannsson vegamálastjóra og sagđi: Vegurinn verđur steyptur. Ekkert fleira.

Kostnađaraukningin varđ 8 % viđ ţessi skipti.

Í greininni í Sámi fóstra er mynd af yfirborđi vegarins í Kollafirđi sem er orđiđ nćr hálfrar aldar gamalt. Grjótiđ stendur uppúr og umferđin hamast á ţví nćtur og daga međ nöglum og ekki. Ţađ gefur sig ekki. 

Ţađ er líklega annađ en harkan í innflutta grjótinu sem gefur sig í malbikinu. Tjaran nćr ekki ađ halda ţví og ţađ losnar upp og ţađ koma holur og vatniđ og frostiđ sér um afganginn.

Smásteinatrúin breiddist svo út í vegasteypuna svo menn voru farnir ađ steypa á úr perlumöl ca 20 mm í stađ 38 mm sem notuđ var í Kollafirđi.Steypan heldur Esjuberggrjótinu föstu sem ţolir álagiđ ţó ţađ sé ekkert spes-hart. Ţađ er munurinn.

Steypan í Vesturlandsveginum hefur enst núna líklega fimm sinnum lengur en ef malbikađ hefđi veriđ, ţökk sé Ingólfi Jónssyni frá Hellu.

Svo segir í Mogga í dag:

helgi@mbl.is Meginhluti ţess steinefnis sem notađ er í malbik hér á landi er fluttur inn frá Noregi. Ţađ gera malbikunarstöđvarnar til ađ fullnćgja kröfum Vegagerđarinnar, bćjarfélaga og annarra verkkaupa um styrkleika malbiksins. „Ţótt viđ búum á klettaeyju úr grjóti er basaltiđ ekki nógu gamalt. Ţađ er ekki nógu slitsterkt til ađ ráđa viđ nagladekkin. Norska granítiđ er nokkurra milljóna ára gamalt og mun endingarbetra,“ segir Sigţór Sigurđsson, framkvćmdastjóri malbikunarstöđvarinnar HlađbćrColas. Kröfur um styrk aukast Hans fyrirtćki flytur inn frá Noregi í ár meira en hundrađ ţúsund tonn af steinefni. Ţađ er notađ í malbik á vegi, götur og flugbrautir. Malbik međ steinefnum úr íslenskum námum er ađallega notađ ţegar veriđ er ađ malbika bílastćđi og göngustíga og í undirlag malbiks. Notađ er meira en tvöfalt meira af innfluttum steinefnum en innlendum hjá Hlađbć-Colas. Fyrirtćkiđ hefur flutt inn steinefni í áratugi. Sigţór segir ađ kröfur verkkaupa til gćđa malbiks hafi veriđ ađ aukast og ţví hafi innflutningur aukist heldur á síđustu árum. Naglar á flutningabílana Innflutt ljós og slitsterk steinefni eru almennt notuđ ţegar vegir um jarđgöng eru malbikađir. Ţađ var gert ţegar Hvalfjarđargöng voru tekin í notkun áriđ 1998. Ţá var áćtlađ ađ malbikiđ myndi endast í 5-7 ár en ţađ dugđi í 16-17 ár ţví ekki var malbikađ aftur fyrr en á árunum 2014 og 2015. Aftur var malbikađ međ norsku efni. Sigţór Sigurđsson segir ađ sérstaklega sterk blanda hafi veriđ notuđ í malbikun Hvalfjarđarganga 2014-2015 og segist hann hafa spáđ ţví ađ malbikiđ myndi endast í 25 ár fyrst eldra malbikiđ entist í 17 ár. Ţađ virđist ekki ćtla ađ ganga eftir ţví nú ţegar sér á slitlaginu. Gylfi Ţórđarson, framkvćmdastjóri Spalar, telur ađ nýja malbikiđ endist ekki jafn lengi og ţađ eldra. Umferđin sé orđin miklu meiri en var í upphafi og nú hafi ţađ bćst viđ ađ flutningabílar landsbyggđarinnar séu komnir á nagladekk. Ţeir séu fljótir ađ rífa upp malbikiđ. Reiknar hann ekki međ ađ malbikiđ endist lengur en í 7-8 ár, eđa helmingi skemur en ţađ gamla. Líkur eru á ađ malbik endist lengur í jarđgöngum en á vegum úti. Jafn hiti er í göngunum og lítil bleyta og ekki ţarf ađ salta. Ekki fannst nógu gott efni Sigţór Sigurđsson segir ađ miklar kröfur séu gerđar í nýju göngunum um styrkleika steinefna. Segir hann ađ Húsavíkurgöng séu gott dćmi um ţađ. Ţar séu sérstaklega ţungir vagnar keyrđir fram og til baka. Heimamenn hafi veriđ fengnir til ađ leita ađ námum á svćđinu en engar hafi fundist nógu góđar. Ţví hafi efniđ veriđ flutt frá Noregi og sérstaklega sterkt efni í efra lagiđ. Sama eigi viđ um Norđfjarđargöng sem nú er veriđ ađ malbika. Fundist hafi náma í Jökuldal sem hćgt hafi veriđ ađ nota ađ hluta en síđan flutt inn efni í efra malbikslagiđ, slitlagiđ. Sigţór segir ađ ef náma sé nálćgt framkvćmdastađ sé ódýrara ađ nota efni ţađan en ef aka ţurfi langar leiđir sé ódýrara ađ flytja efniđ inn frá Noregi. Annađ efni á flugbrautir Notuđ hafa veriđ norsk steinefni í flestar flugbrautir sem HlađbćrColas hefur malbikađ á undanförnum árum. Ţó var íslenskt efni notađ á Egilsstöđum. Ađrar kröfur eru gerđar til malbiks á flugbrautum en vegum. Sigţór segir ađ í verkefni sem fyrirtćkiđ er núna ađ vinna ađ á Keflavíkurflugvelli sé sóst eftir ţoli gegn slípun sem verđi ţegar vélarnar lenda. Ţetta sé önnur áraun en á vegunum ţar sem nagladekkin myndi hjólför. Keypt var sérstakt efni frá Noregi" 

Í landinu er til Gomaco-vél uppi í Borgarnesi, eđa var til síđast ţegar ég vissi, sem er getur steypt fulla vegbreidd af svona steypu međ hrađa sem gćti veriđ 1-2 km á dag ef hćgt er ađ skaffa svo mikla steypu svo hratt, líklega ţarf 2-3 steypustöđvar til ţess.

Stjórnmálamenn nútímans eru hinsvegar ţannig ađ ţeir geta ekki hugsađ lengra en til einsárs fjárhagsáćtlunar í einu. Sá síđasti sem gerđi ţađ ekki var Gunnar Birgisson ţegar hann steypti götur í Kópavogi međ ţessari vél, sumar ţriđjungi og sumar helmingi ţynnri heldur en var í Kollafirđi. Ţćr eru margar heilar eftir nćr 20 ár.

Afreinin niđur á Hafnarfjarđarveg var til dćmis einungis 5-7 cm og steypt ofan á gamalt malbiksundirlag og stendur sig fínt eftir allan ţennan tíma.

Hćđarnákvćmni vélarinnar var međ eindćmum góđ og vegurinn rennisléttur  en gallarnir voru ţegar handlagt var út til hliđar fleygar og litlar breikkanir sem urđu hólóttar. Einnig kom í ljós ađ bögglaberg  dugđi ekki sem undirlag undir steypu, ţađ fjađrar og ţá brotnar steypan. Ca.30 cm Granular base eins og viđ notuđum í gamla daga ţarf til ef steypa á ofan á. 

Nú stendur ţessi Gomaco vél ónotuđ ef ţá ekki er búiđ ađ fleygja henni.Íslenskur ráđamađur getur ekki tekiđ ákvörđun um ađ kaupa helmingi dýrari hlut sem endist sex sinnum lengur en sá sem endist ekki nema eitt ár. Ţađ gerir fjárhagsáćtlunin sem blađamennirnir skrifa um sem pólitískan árangur stjórnandans.

Hér í Florida eru ţessir gömlu kunningjamaskínur mínar úti um allt ađ steypa vegi. En Kaninn er víst bara asni ađ áliti íslenskra ráđamanna sem flestir eru kratískir unglingar eđa Píratar nú til dags. Sjáiđ bara hvernig ţeir DayBee, Hjalli á hjólinu gefast í Reykjavík eđa Bigga á ţinginu?

Malbik er og verđur ónýtt efni miđađ viđ steinsteypuna.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristmann Magnússon

Flott hjá ţér Halldór 

Kristmann Magnússon, 17.5.2017 kl. 15:44

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir ţađ fellow Kandísmoli

Halldór Jónsson, 17.5.2017 kl. 18:40

3 identicon

Alveg rétt hjá ţér, MOggin er fullur af bulli sem á sér engan líka ... bestu göturnar ađ keyra á, eru úr rauđamöl.  Líka ţćr, ţar sem rauđamöl er notuđ í malbikiđ.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráđ) 17.5.2017 kl. 19:32

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurđsson

Algerlega sammála ţessum pistli. Aur skal geyma en krónu kastađ. Sorglegt hvađ yfirstjórn vegamála er vanmáttug og jafnvel duglaus í ađ benda á augljósar stađreyndir.

Sindri Karl Sigurđsson, 17.5.2017 kl. 19:33

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Góđ grein.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.5.2017 kl. 21:44

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ólafur Kr. Guđmundsson komst ađ ţví viđ athugun ađ hjá Reykjavíkurborg hafđi veriđ ákveđiđ ađ ţynna malbikslagiđ úr 10 sm niđur í 5 "til ađ spara." 

Árangurinn skilađi sér í stórtjóni á götunum og bílunum, sem er miklu meira en meintur sparnađur. 

Ólafur komst ađ ţví ađ ţegar fariđ var í löngu tímabćrt viđhald á Reykjavíkurflugvelli var ekkert slegiđ af kröfum um ţykkt og endingin er sláandi betri heldur en á ţeim svissneska osti sem gatnakerfi Reykjavíkur er. 

Einhver mesti bölvaldur efnahagslífsins í heiminum eru ársuppgjör og ársfjórđungsuppgjör. 

Allt snýst í kringum ţau, ţví ađ ţau ráđa hlutabréfaverđi og arđi, og á slíkt einblína eigendurnir. 

Hjá stjórnmálamönnum er einblínt á skođanakannanir og nćstu kosningar, sem hjá flestum flokkkum eru á tveggja ára fresti, byggđakosningar og Alţingiskosningar. 

Ómar Ragnarsson, 18.5.2017 kl. 08:29

7 identicon

Góđ athyglisverđ grein

Helgi Armannsson (IP-tala skráđ) 18.5.2017 kl. 08:57

8 identicon

gćti ţađ veriđ ađ einkahagsmunir spili inni td hjá olíu fyrirtćkjum

Helgi Armannsson (IP-tala skráđ) 18.5.2017 kl. 09:01

9 Smámynd: Hrólfur Ţ Hraundal

Takk Halldór, ţetta ţurfti ađ segja.  En hvort ţađ virkar, ţađ er svo önnur saga.

Hrólfur Ţ Hraundal, 18.5.2017 kl. 16:59

10 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Malbik er ónýtt efni

Halldór skrifar.  "Kostnađaraukningin varđ 8 % viđ ţessi skipti."

Viđ ađ nota steinsteipu í stađin fyrir malbik varđ 8% aukakostnađur.

Ţađ sýnist sem ađ steinsteipan marg borgi sig.

Getum viđ trúađ ţví ađ olíufélögin, og ţá Flóa ríkin, sem eiga líka Federal Reserve, og ţá dollarann, og ţá líka NWO, ţađ er New World Order, stjórni sveitarfélögunum á Íslandi. 

Reynum ađ hugsa.

Egilsstađir, 25.05.2017  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 25.5.2017 kl. 21:54

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 723
  • Sl. sólarhring: 777
  • Sl. viku: 6040
  • Frá upphafi: 2106837

Annađ

  • Innlit í dag: 637
  • Innlit sl. viku: 4808
  • Gestir í dag: 625
  • IP-tölur í dag: 609

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband