Leita í fréttum mbl.is

Afvegaleiddur

er hann gamli vinur minn Einar Benediktsson þegar kemur að Evrópusambandinu og stöðu Íslands gagnvart því.

Einar hefur ritað margt um alþjóðamál af mikilli yfirsýn og þekkingu. En það er eins og að hann geti aldrei séð heiminn nema innafrá úr ESB.

Í Mogga í dag ritar hann enn eins greinina í þeim hefðbundna stíl:

Þar segir m.a.:

".... Þetta kallar á stöðuga vinnu þýðingarmiðstöðvar utanríkisráðuneytisins, sem auk starfsliðs í Reykjavík rekur litlar starfsstöðvar á Akureyri, Seyðisfirði og Ísafirði.

Fullur skilningur verður að vera á því, að ekki getur verið um það að ræða að Ísland velji sér eitthvað úr þessu viðskiptafrelsi en hafni öðru.

Á sínum tíma varð Ísland þátttakandi í allri fríversluninni í EFTA til að geta notið tollfrelsis fyrir sjávarafurðir, sem var lítill hluti alls samningsins þótt mikill væri fyrir okkur. Það sama á vissulega við um EESsamninginn.

 

Þátttaka í Evrópusamstarfinu kostar sitt en skilar sér margfalt í viðskiptalegum ávinningi.

Þá hlýtur Ísland sem fullvalda ríki í samfélagi þjóðanna ávallt að vera öðrum jafningi. Látum ekki eitthvert holtaþokuvæl um smæð og einangrun hrekja okkur af þeirri leið...."

Hversvegna getur Einar ekki útskýrt fyrir okkur hversvegna við getum ekki sagt upp EES samningnum sem er okkur verulega íþyngjandi á ýmsum sviðum? Af hverju getum við ekki staðið á eigin fótum og verslað við þá sem við okkur vilja versla? Halda menn að enginn vilji kaupa af okkur fisk? Halda menn að enginn vilji selja okkur neitt?

Fyrir mitt leyti er ég sannfærður um að við þurfum ekkert á því að halda að vera að þýða gerðir og og tilskipanir ESB. Okkur varðar bara ekkert um þær í flestum tilvikum.

Ef þær verða áfram gefnar út á ensku, sem er ekkert sjálfgefið eftir Brexit, þá getum við haft fólk í að lesa þær. Þó færri skilji frönsku og þýsku þá er hægt að fá þær líka á dönsku.

Við getum tekið það upp sem til almenningsheilla horfir en sleppa hinu ruglinu sem okkur varðar ekkert um.

Hversu sem Einari finnst það fúlt þá erum við ekki á leið inn í Evrópusambandið. Við verðum sjálfstæð þjóð og gefum aldrei frá okkur landið okkar og auðlindir þess.

Krateríið um alþjóðavæðinguna á ekki hljómgrunn meðal Íslendinga. Við höfum aldrei haft neitt gagn af Evrópumálum meginlandsins nema til að græða á illdeilum þjóðanna þar.Í einstaka tilfellum hafa þó áhrif frá ESB náð að minnka skaðann af heimsku, heimóttarskap og einangrunarhyggju okkar embættismanna og kjörinna fulltrúa óupplýstra kjósenda. En það er orðið mun minna en það var og fer minnkandi með auknum ferðalögum til umheimsins og fróðskaparöflun internetsins. Einangrun og átthagafjötrar Íslands hafa verið rofnir og koma ekki aftur. 

Einar ætti að reyna að fara að gera sér þessi grunnatriði ljós í stað þess að reyna að afvegaleiða bæði sjálfan sig og aðra í úreltri kreddufestu eins og strangtrúarmenn ríghalda í Kóraninn og Biflíuna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 3418140

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband