Leita í fréttum mbl.is

Hvað er eiginlega að?

hjá okkur? Af hverju eru þessi hælisleitendamál í svona ólestri?

Björn Bjarnason spyr:

" Í frétt frá útlendingastofnun segir að 82 einstaklingar hafi sótt um alþjóðlega vernd (hælisleitendur) á Íslandi í maí. Samanlagður fjöldi umsókna á fyrstu fimm mánuðum ársins var 370. Það eru tæplega 60% fleiri umsóknir en bárust á sama tíma á síðasta ári. 50 einstaklingar höfðu sótt um vernd 14. júní og er því heildarfjöldi umsókna það sem af er ári 420. Fjölgunin samanborið við árið 2016, bendir enn til þess að fjöldi umsókna um alþjóðlega vernd á árinu geti orðið á bilinu 1700 til 2000.

Umsækjendur í maí voru af 17 þjóðernum, flestir komu frá Albaníu (29) og Írak (12), 46% umsækjenda komu frá ríkjum Balkanskagans. 78% umsækjenda voru karlkyns og 22% kvenkyns.

Um 545 einstaklingar njóta þjónustu í verndarkerfinu á Íslandi um þessar mundir, þar af eru um 235 manns í þjónustu hjá félagsþjónustu Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðarbæjar og Reykjanesbæjar, á grundvelli þjónustusamninga við útlendingastofnun. Móttöku- og þjónustuteymi útlendingastofnunar veita um 310 einstaklingum þjónustu í búsetuúrræðum stofnunarinnar.

Þessar tölur sýna að ekki hefur enn tekist að ná æskilegri stjórn á ólöglegum straumi fólks til landsins, fólks sem kemur frá „öruggum“ löndum á Balkanskaga.

Fyrir rúmum mánuði sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra að gert hefði verið „áhlaup“ á Ísland frá Balkanskaganum. Hún taldi fyrstu tölur ársins um komu hælisleitenda þaðan ekki endilega gefa rétta mynd af því sem verða mundi. Niðurstaðan á miðju ári er önnur.

Skýringin sem gefin er á fjölda einstaklinganna sem „njóta þjónustu í verndarkerfinu á Íslandi“ er að hver hælisleitandi njóti þess réttar að mál hans sé skoðað til hlítar. Þegar þetta er sagt vaknar spurningin um hvers vegna unnt er að afgreiða mál Afgana í Noregi á 48 tímum en ekki hér á landi. Má rekja það til minni réttarverndar í Noregi en hér á landi? Þegar nýju útlendingalögin hér voru í smíðum var sagt að fyrirmyndin væri sótt til Noregs. Hvað gerist á leiðinni yfir hafið?"

Af hverju er þetta svona?

Er skýringin að það séu tómar verklausar kellingar í Útlendingastofnun? Hvað er eiginlega að hjá okkur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það hlýtur að hafa letjandi, ef ekki lammandi áhrif á starfsfólk Útlendingastofnunar að búa við sífellt niðurrif og áfellisdóma "Góða fólksins" sem vill framlengja sem lengst veru þessara hælisleitenda í landinu og helzt að gera þá að íslenzkum ríkisborgurum á endanum. Margir, einkum lögfræðingar og Rauðakross-fólk, eiga hér einnig mikilla atvinnuhagsmuna að gæta, enda kostar þetta batterí nokkra milljarða á þessu ári einu sér, jafngildi allt að tveggja Dýrafjarðarganga!*

Björn Bjarnason reynir sem fyrr að tala máli skynseminnar. En vinstri græn ætla sennilega að láta sína óvinsælu afstöðu keyra flokk sinn niður, eins og Samfylkingunni tókst með því að taka öfgakenndan málflutning Semu Erlu upp á arma sína og galt þann stuðning dýru verði.

* http://utvarpsaga.is/kostnadur-vegna-haelisleitenda-a-vid-ein-dyrafjardargong-a-ari/

Jón Valur Jensson, 16.6.2017 kl. 18:33

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

... lamandi áhrif !

Jón Valur Jensson, 16.6.2017 kl. 18:34

3 identicon

Sæll Halldór

Ekki fyrir löngu kom ég til Noregs frá Austur-Evrópu. Enginn fór inn í flugstöðina nema að undangenginni vegabréfaskoðun. Mér er sagt að þar sé jafnan dómari á vakt. Sama hefur ótal sinnum gerþar st þegar ég hef komið frá Austur-Evrópu til Bretlands.

Hvers vegna er þetta ekki gert hér er mér hulin ráðgáta. Kannski er Rauði krossinn ekki í sömu herferðinni gegn lögunum og á Íslandi?

EINAR S. HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 16.6.2017 kl. 18:47

4 identicon

Sæll Halldór

Ekki fyrir löngu kom ég til Noregs frá Austur-Evrópu. Enginn fór inn í flugstöðina nema að undangenginni vegabréfaskoðun. Mér er sagt að þar sé jafnan dómari á vakt. Sama hefur ótal sinnum gerst þar þegar ég hef komið frá Austur-Evrópu til Bretlands.

Hvers vegna er þetta ekki gert hér er mér hulin ráðgáta. Kannski er Rauði krossinn ekki í sömu herferðinni gegn lögunum og á Íslandi?

EINAR S. HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 16.6.2017 kl. 18:49

5 Smámynd: Hörður Þormar

Ef ég man rétt, þá lýsti Óttar Proppé því einhvern tíma yfir að hann vildi að íbúafjöldi Íslands verði kominn upp í 800 þús. árið 1950.

Er það leyndur liður í stjórnarsáttmálanum að þessi ósk hans verði uppfyllt?

Hörður Þormar, 16.6.2017 kl. 20:12

6 Smámynd: Hörður Þormar

Auðvitað átti ég við 2050

Hörður Þormar, 16.6.2017 kl. 20:13

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Kannski Hörður en ekki fjölgar   Íslendingum,nema ríkisstjórnin hætti að kaupa allt sem heitir getnaðarvarnir.-- 

Helga Kristjánsdóttir, 17.6.2017 kl. 00:40

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Íslendingum FÆKKAR með tímanum, meðan fæðingar eru hér aðeins 1,75 á hverja konu á barneignaaldri í staðp 2,10 eins og nuðsynlegt er, til að þjóð haldist við jafnstór áfram.

Óforsjálir vinstri menn vilja leysa málið með innflutningi múslima umfram allt, þótt það sé, miðað við reynslu annarra, uppskrift að margvíslegum vandræðum síðar meir.

Þeir láta jafnan sem þeir séu svo víðsýnir og opnir fyrir fjölmenningu, en hefur trúlega ekki litizt á blikuna að sjá uppeldisaðstæður dætra Sophiu Hansen í Istanbúl í all-vandaðri mynd Sjónvarpsins í kvöld.

Íslendingar, vaknið og standið með sjálfum ykkur!

Jón Valur Jensson, 17.6.2017 kl. 03:07

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og gleymið ekki að fjölga mannkyninu! laughing

Jón Valur Jensson, 17.6.2017 kl. 03:09

10 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það skiptir engu þótt  við fjölgum ekki sem skildi en meira skiptir að við hleypum ekki inn ótakmarkað vinnuafl fyrir alþjóðafyrirtækin sem ráða orðið ferðinni. Ísland getur verið sjálfbært land án aðkomu erlends fjármagns. Hér er óstjórn á öllum sviðum og ástandið hefði verið kallan anarkismi þar sem engin getur tekið í taumanna og allir ráða.   

Valdimar Samúelsson, 17.6.2017 kl. 10:23

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Valdimar, þú hefur lög að mæla finnst m ér. Af hverju endalaust að stækka og breiða? Hvað er að því að reka lítið fyrirtæli með hagnaði eða bara stórt með tapi?

Halldór Jónsson, 17.6.2017 kl. 12:24

12 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já, hvað skyldi eiginlega vera raunverulega að?

youtube:

Chemtrails Fully Explained! MUST SEE!!.... SHARE THIS INFO!!!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.6.2017 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 3417957

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband