Leita í fréttum mbl.is

Óli Björn

hugsjónalegur Sjálfstæðismaður eins og raunar Eykon var einna mestur allara. Annar sannur hugsjónamaður, Hrólfur Hraundal, skrifar eins og Óli Björn í Morgunblað dagsins og er farinn að bila í trúnni á að hugsjónir okkar Sjálfstæðismanna geti ræst.

Hrólfi finnst greinilega að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki lengur það sem hann var. Enda enn ekki vitað hvort næsti Landsfundur flokksins verður minni poppsamkunda en sá síðasti varð með þeim skrílslátum sem þar fóru fram undir forsæti Áslaugar Örnu og Unnar Brár. Sá flokkur þarf að fara í hugsjónalega tiltekt innandyra eigi hann að komast úpp úr því hjólfari sem hann er greinilega búinn að spóla sig fastan í með fjórðungs fylgi eða svo.

En hugsjónir innblásinna manna einar eru ekki nóg meðan spillingin grassérar í samfélaginu og gefur öllum draumsýnum Eykons, Óla Bjarnar og Sjálfstæðisflokksins langt nef.

Óli Björn skrifar svo í niðurlagi sinnar greinar :

"..... Það er í takt við grunntón í stefnu Sjálfstæðisflokksins að beita sér fyrir því að innleiða að nýju skattalega hvata til hlutabréfakaupa. Hin einfalda leið er að veita heimild til að draga frá tekjuskattsstofni ákveðna fjárhæð vegna hlutabréfakaupa líkt og áður, eða innleiða svipaða reglu og gildir í Svíþjóð. Það væri við hæfi að slíkur afsláttur tæki gildi á komandi ári þegar hálf öld er frá því að Eyjólfur Konráð Jónsson kynnti hugmyndir sínar í áðurnefndri bók.

Hlutabréfaafsláttur og almenningsvæðing bankakerfisins er í anda Eykons. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hefur gefið fyrirheit um almenningsvæðinguna. Við sjálfstæðismenn gáfum kjósendum loforð um að landsmenn eignist beinan hlut í bönkunum. Með almenningsvæðingu eykst aðhald að fjármálakerfinu, tortryggni minnkar, hlutabréfamarkaður styrkist og eignastaða heimilanna styrkist enn frekar.

Hið sama á við um aukna þátttöku launafólks í atvinnulífinu. Almenningsvæðing og hlutabréfaafsláttur eru leið til aukinnar valddreifingar, líkt og Eykon barðist fyrir og um leið eykst jöfnuður þegar tugþúsundir Íslendinga verða eignamenn."

Það er fallegt að trúa á hugsjónir hinnar ómenguðu Sjálfstæðisstefnu eins og við Óli Björn gerum báðir. En hvað stoðar okkar barnatrú gegn raunveruleikanum? 

Allar tilraunir til auðstjórnar almennings stranda á því að allt samfélagið er sýkt af fjárhagslegu krabbameini sem spennir þræði sína um allt samfélagið. Það er viss hópur Hallbjarna, Friðrika, Ólavíusa, Lýða og andlitslausra lifeyrissjóðafursta sem hafa forgang að öllu fjármagni landsmanna af því að þeir eru þegar í fremstu röð. Þessi lýður sölsar allt sem þann kærir sig um undir sig og veður um í skjóli aðgangsins að fjármagninu því það er nefnilega vitlaust gefið þegar þú spilar við ríkið eins og Steinn Steinar áttaði sig á.

Almenningur má sín einskis gegn þessu fólki sem telur honum trú um að samrunar á þeirra vegum  séu hagræðing til hagsældar fremur en samsæri gegn almenningi.Skoðið bara listann um þá sem komu svindilleiðina sem Seðlabankinn bjó til handa þeim. Hvað getur almenningur eða Óli Björn gert gegn þessu liði? Það gerir það sem því sýnist og gefur öðrum puttann.

Þetta fólk myndi leggja undir sig eignarhluti almenning í bönkunum á örskotsstund þó að Óli Björn ætli að afhenda öllum almenningi einhvern hluta af þýfi ríkisins í bönkunum sem það stal af mér og öðrum hluthöfum í Landsbankanum í hruninu. Þetta fólk gerir það sem því sýnist innan tukthúsa eða utan þeirra. Almenningur hefur ekkert í þessa menn og selur þeim hluti sína fyrir hálft orð  því að einn fugl í hendi er betri en þrír í skógi hvað sem hugsjónum líður. Sjáið Sundabyggðina og örlög Sundabrautar? Eru almannahagsmunir einhversstaðar settir fram fyrir einkahagsmuni þó að einhverjir sjálfútnefndir fulltrúar fólksins séu við völd?

Því miður eru hugsjónir Eykons og Sjálfstæðisflokksins líklega bara draumsýnir í því samfélagi klíku og skipulagðra bófaflokka sem við erum búnir að skapa og afhenda öll völd á Íslandi með regluverkjum um lífeyrissjóðina, bankana og stjórnsýsluna sem ekki verður undið ofan af í einni hendingu og verður líklega seint úr þessu.

Óli Björn þarf að átta sig á því að við lifum ekki í Shangríla heldur fremur í einskonar bófasamfélagi þar sem enginn jöfnuður ríkir en kjaftavaðall er notaður til að strá sandi í svefndrukkin augu almennings þegar kosningar nálgast.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður er Óli Björn ekki lengur það sem hann segist vera ... og heldur ekki það sem hans fólk var á Króknum í denn.  

Það mótar meira líf hvers og eins hver er makinn.  Og hans kona er hátt sett innan banka í eigu erlendra vogunarsjóða, Arion banka. Sá banki var áður hinn alræ´mdi hrunbanki Kaupþing!  

Það segir allt sem segja þarf hverra erinda sá annars góði drengur, hér áður fyrr var.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.7.2017 kl. 10:59

2 identicon

Hverra erinda sá annars ágæti drengur, a.m.k. hér áður fyrr, gengur.

Tek því heils hugar undir áhyggjur þínar Halldór.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.7.2017 kl. 11:01

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skattafslátturinn verður til lítils ef verið er að narra almenning til að kaupa hlutabréf í fyrirtækjum sem fara kannski á hausinn í haust!

Jón Valur Jensson, 19.7.2017 kl. 11:29

4 identicon

Sæll Halldór.

Þetta er þörf áminning
og ástæða til að hvetja alla
til að láta ekki blekkjast
af fagurgala þessum.

Sveiattan!

Húsari. (IP-tala skráð) 19.7.2017 kl. 11:40

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta skrifar Villi Birgis á Akranesi um Ólavíus:

"Hérna kemur að mínu áliti enn eitt hneykslismálið upp en eins og allir vita þá fékk Ólafur Ólafsson afskrifaða skuld uppá 64 milljarða í hruninu en á sama tíma og þessi afskrift átti sér stað kom félag í eigu Ólafs með tæplega tvo milljarða króna til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands í desember 2012. Miðað við núverandi gengi gæti félagið hans Ólafs innleyst um 809 milljónir í gengishagnað, samkvæmt útreikningum Markaðarins sem birtist í dag.

Mér sýnist þessi fjárfestingarleið Seðlabankans toppa vitleysuna og ruglið í þessu þjóðfélagi en svo virðist vera að sumir hafi getað fengið 20% frá Seðlabankanum í bónus fyrir að koma heim með þýfið!

Það er algjörlega magnað að ekki megi upplýsa almennig um hverjir það voru nákvæmlega sem nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabankans og fengu 20% bónus frá Seðlabankanum á sama tíma og okkur öllum þykir eðlilegt og sjálfsagt að álagningarskrár um tekjur allra íslendinga liggi frammi á hverju ári.

Ótrúlegt að Seðlabankinn vilji ekki upplýsa um þá sem nýttu sér þessa fjárfestingarleið Seðlabankans og fengu veglegan bónus fyrir það eitt að koma heim með fjármuni til að hjálpa alþýðunni, almenningi og heimilum við að ná fótfestu eftir hrunið en eins og allir vita voru það ekki alþýðan, almenningur eða íslensk heimili sem báru ábyrgð á hruninu. Hins vegar voru það þau sem þurftu að taka skellinn!"

Fréttablaði ðe er einmitt með yfirlit yfir það sem Villi er að biðja um í dag:

Fyrirtæki og fjárfestar Upphæðir í milljónum króna

Íslensk erfðagreining / Kári Stefánsson 9.267

Bakkavararbræður 5.150

Jón S. von Tetzchner 4.809

Actavis 3.201

Samherji 2.423 Arius ehf. /

Ólafur Ólafsson 1.990

Elkem 1.794

Norðurál 1.506

Húsasmiðjan 1.421 A

rnar Þórisson og Þórir Kjartansson 962

Eimskip 760 I

celand Incoming ferðir / Benedikt Kristinsson 718

Nitur ehf. / Hilmar Þór Kristinsson 661

Skúli Mogensen 655

Hjörleifur Jakobsson 613

Fyrirtæki og fjárfestar U

pphæðir í milljónum króna I

celand ProTravel / Guðmundur Kjartansson 554 J

ón Ólafsson 507

Róbert Guðfinnsson 473

Kjartan Þór Þórðarson (Saga Film) 408

Jabb á Íslandi 387 Kristinn Aðalsteinsson 369

Pétur Stefánsson útgerðarmaður 322

Bjarni Ármannsson 300

Sigurður Arngrímsson 290

Aztiq Pharma / Róbert Wessman 255

Karl Wernersson 240

Þorsteinn Sverrisson 215

Heiðar Guðjónsson 209

Auðun Már Guðmundsson 190

Fyrirtæki og fjárfestar

Upphæðir í milljónum króna

Jónas Hagan Guðmundsson 187

Rudolph Lamprecht /

Friðrik Pálsson 183

PWC 173

Björgvin S. Friðriksson 161

Iceland / Jóhannes í Bónus 160

Stafnar Invest / Ólafur Björn Ólafsson 150

Ármann Þorvaldsson 141

Jón Helgi í Byko 139

Guðmundur Ásgeirsson í Nesskip 139

Pétur Björnsson 121

Algalíf 111

Reykjavík Geothermal ehf. 107

Samtals 42.421 F

 

Þarna eru ýmsir þeskktir tukthúslimir á meðal og væntanlega kvittir sið samfélagið.og vel að þessum gjöfum  komnir.

Halldór Jónsson, 19.7.2017 kl. 11:57

6 identicon

Lesning um innanmein Sjálfstæðisflokksins.
Landsfundur flokksins hefur nú verið  kölluð poppsamkunda undir stjórn Áslaugar Örnu, og  Unnar Brá.  Unnur  sem fékk premíu fyrir popptilburði sem hún sýndi á síðasta landsfundi flokksins.Kjósendur í kjördæmi hennar höfnuðu henni, en stjórn flokksins færði hana upp um eitt sæti sem dugði til þess að hún gæti sýnt popptilburði hjá flokknum í framtíð.Því miður fyrir sanntrúaða sjálfstæðismenn sem hafa augu og eyru opin er flokknum stýrt af fólki sem heldur vermd yfir spillingu, lifir og nærist síðan af henni. Hugmynd um skattafslátt og kaup fólks á hlutabréfum,  með því næðist dreyfð eignaraðild að fyrirtækjum.  Dreifð eignaraðild.        Launþegar landsins eiga um 40-50 % í flestum fyrirtækjum landsins í dreyfði eignaraðild í gegn um lífeyrissjóðina.  Landsmenn vita hvernig er farið með þá dreyfðu eignaraðild.

Hver er framtíð Sjálfstæðisflokksins ?  Hann mun eyðast innanfrá vegna dug og áhugaleysis.  Þegar ekki verður lengur til  fólk innan flokksins til að halda vermd yfir spillingaröflum, þá verður stutt í algjört hrun flokksins.  Hvergi má sjá betur framtíð flokksins en nú.  Nú eru tæpt 1. ár til borgarstjórnarkosninga.  Hvergi er hægt að sjá lífsmark hjá sjálfstæðisfólki vegna borgarstjórna kosninganna.

Eðvarð Lárus Árnason (IP-tala skráð) 19.7.2017 kl. 12:31

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er náttúrlega leitt fyrir flokkinn þegar svona fýlpokar eins og þú Eddi lögga bara sitja á fjósbitanum og henda skít í þá sem eru á gólfinu að reyna að gera eitthvað. Þú ættir nú að reyna að leggja einhverju lið í staðinn. Flokkurinn er bara fólkið sem í honum er, ef enginn reynir að andæfa þá fer eins og þú spáir. Sjáðu Samfó, hún er dauð af þvi að enginn nennir að starfa fyrir hana lengur öðruvísi en að fá borgað eins og alikratinn Ingibjörg Sólrún. Það eru svo andskoti fáir hugsjónamenn eftir í pólitíkinni.

Halldór Jónsson, 19.7.2017 kl. 13:38

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Sýnast þér Skjóni, Þorgerður Katrín  eða Benni í Viðreisn vera hugsjónafólk ?

Halldór Jónsson, 19.7.2017 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418215

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband