Leita í fréttum mbl.is

Ingibjörg Sólrún

minnir á sig í DV um helgina.

Ingibjörg á fjölbreytta lífsreynslu að baki,27 ára stjórnamálasögu, erfið veikindi og fjölbreytt störf erlendis. Ég og faðir hennar vorum góðir vinir enda var Gísli frá Haugi með skemmtilegustu mönnum og fyrrum Sjálfstæðismaður sem fylgdi samt skiljanlega dóttur sinni frekar en sínum gamla flokki.

Ég dreg enga dul á það að mér var talsvert uppsigað við Ingibjörgu Sólrúnu sem stjórnmálamann. En ég dáðist líka að henni á vissan hátt fyrir ótrúlega ósvífni hennar, Það er eðlilegt að hún hatist svo við Davíð Oddsson sem glögglega kemur fram að það eiginlega rýkur úr viðtalinu. Ástar-hatur samband finnst mér líklegt. Davíð var nefnilega líka geiglaus og hiklaus í póltík en var hinsvegar líka það sem Ingibjörg náði aldrei en það var að vera líka skemmtilegur húmoristi. Ingibjörg var oftar frekar hundleiðinleg í málflutningi og húmorlaus. Saug að sér langt sog og sagði "En Sjálfstæðismenn..." sem hún komst upp með að nota sem rök fyrir því að hún sviki ekki meira en þeir. Og svo var hin takmarkalausa ósvífni hennar í málflutningi sem henni tókst aldrei að fara með eins og Davíð fór svo léttilega með ef þess þurfti og hún skiljanlega öfundar hann svona af því. Ógleymanlegt er mér að minnsta kosti þegar hún sagði í Ríkisútvarpið að Borgarsjóður væri nú rekinn hallalaus. Það var svo rekið ofan í hana nokkrum dögum seinna að það væri nærri milljarðs halli á Borgarsjóði. Þá svaraði hún bara: Ja það var undirliggjandi halli. Og vinstri pressan lét hana komast upp með þessa skýringu sem sjálfsagða á því bókhaldsfalsi sem hún stóð fyrir í pólitík að þessu sinni.

En það sem vekur athygli mína á þessu viðtali hversu gersamlega sjálfhverf hún er. Hún vorkennir sjálfri sér einhver ósköp fyrir að hafa verið orðuð við það að verða dregin fyrir Landsdóm eins og Geir Haarde sem henni þykir samt svona vænt um. Samúð með Geir er hinsvegar engin. En Geir var sektaður um málamyndaskítaupphæð af pólitískum og lélegum dómurum svo hann gæti ekki áfrýjað. Og hver var sökin? Hann upplýsti ekki Samfylkingarráðherrana um tiltekin viðkvæm ríkisleyndarmál vegna hrunsins sem var að hellast yfir. Sem hann gat ekki vegna svikaeðlis kratanna í ríkisstjórninni sem öllu láku tafarlaust í blöðin. Það dugar einhverjum að minnsta til þess að treysta aldrei krötum framar í pólitík. Við sprengjum og sprengjum sagði einn formaðurinn þeirra og lýsti eðlinu rétt.Enda eru þeir kratar líka að verða útdauðir af sjálfu sér þar sem þeir eru búnir að sanna sig í augum kjósenda að verða aldrei treystandi. 

Nú er Ingibjörg Sólrún komin í feitt, líklega  skattfrítt kratískt embætti á vegum Evrópusambandsins. Það felur henni að elta uppi rangar skoðanir hér uppi á Íslandi. Hér má ekki hafa sterkar skoðanir á hælisleitendum eða múslímum án þess að Ingibjörg geti gripið inn til að stöðva hatursorðræðu. Þá vitum við það að Pétur Gunnlaugsson og útvarp Arnþrúður Saga verður undir smásjá Ingibjargar og aðstoðarmannsins í Póllandi þar sem þar er sá eini vettvangur sem slík mál eru rædd upphátt. Á vettvangi kerfisflokkanna verður væntanlega skipulögð þögn hér eftir sem hingað til. Og  þar hefur henni þó ratast satt á munn um eðli kerfisflokkanna gömlu. "Hjá því kvað Beygur..."

Ég ætla svo að taka fram að hugsanlega ævisögu Ingibjargar Sólrúnar mun ég aldrei lesa þó hún verði skrifuð. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þarfur pistill um kratískt eðli nú þegar skotleyfi hefur verið gefið á skoðanir.

Ragnhildur Kolka, 5.8.2017 kl. 11:13

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir Kolka.

Hvernig var hún sagan þegar hún svaraði aðspurð um svik sín með því að segja bara: Það var þá!

Halldór Jónsson, 5.8.2017 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.12.): 36
  • Sl. sólarhring: 1246
  • Sl. viku: 3733
  • Frá upphafi: 2080377

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 2861
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband