Leita í fréttum mbl.is

Sundurlyndið

er viðfangsefni Styrmis Gunnarssonar í dag í Morgunblaðinu. Styrmir skrifar svo:

"...... En það liggur við að pólitísk átök séu nú persónulegri og hatrammari en þau voru þá. Hinir nýju samskiptamiðlar eiga að einhverju leyti hlut að máli. Þar telja almennir borgarar sér leyfilegt að segja nánast hvað sem er um annað fólk, sem oft er meira í ætt við kjaftasögur fyrri tíma en veruleikann í kringum okkur.

.........Þessi fjölmiðlun nútímans á þátt í að skapa hér andrúmsloft, sem oft verður beinlínis eitrað. Hatrinu virðast lítil takmörk sett. Það er tími til kominn að þeir sem hafa boðið sig fram og eru að bjóða sig fram til að annast stjórn á sameiginlegum málefnum þjóðarinnar taki þennan samfélagsvanda til umræðu, bæði sín í milli og við þjóðina. Við erum að skaða sjálf okkur með því að láta sem þessi vandi sé ekki til staðar. Hann er djúpstæður.

 Það er augljóst að það er markmið annarra flokka og framboða að útiloka Sjálfstæðisflokkinn frá áhrifum á landstjórnina. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki jafn öflugur flokkur og hann var er þó ljóst að fylgi hans hleypur á milli fjórðungs og þriðjungs kjósenda. Það er lítið vit í því að útiloka sjónarmið svo stórs hóps fólks frá áhrifum á stjórn landsins. Um leið verður sá sami flokkur að gera sér ljóst að áhrif hans eru ekki þau sömu og áður og byggjast nú fremur á sundurlyndi andstæðinga en eigin styrkleika. En gagnkvæm óvild, andúð og jafnvel hatur er komið á það stig, að nú verður skynsamt fólk í öllum flokkum að taka höndum saman um að hreinsa þetta eitur út úr þjóðarlíkamanum.

Við vissum öll að það var ljótt að skilja einhvern eða einhverja útundan á leikvellinum við skólann í gamla daga. Við eigum að hafa þroska til að skilja að á leikvelli landsmálanna, getur það ekki verið sérstakt markmið að þessi eða hinn megi ekki vera með. Við erum of fá til þess að láta það eftir okkur að standa í svona sandkassaleik. Hagsmunir okkar sem búum á þessari eyju eru að standa saman og snúa bökum saman við uppbyggingu samfélagsins. Við erum ótrúlega heppin að búa hér og að eiga svo gjöfular auðlindir sem landið og hafið í kringum það er svo ríkt að. Það er tímabært að slíðra sverðin og fara að vinna saman."

Það er ljóst hvað Styrmir er að tala um. Orðaval og dónaskapur er komi á það stig í umræðunni um nánast hvað sem er að tólfunum kastar. Það eru samfélagsmiðlarnir, bloggið og sérstaklega athugasemdir siðleysingjanna sem leika þar lausum hala undir dulnefnum sem slá taktinn.

Sem dæmi um hvað a stíl blaðamenn eru farnir að tileinka sér má tilfæra klausur úr grein Sifjar Sigmarsdóttur í Fréttablaðinu í dag:

"...Hjalti Sigurjón virðist haldinn orsakablindu á háu stigi. Það er ekki dómur götunnar sem er honum fjötur um fót. Hann er ekki að „gjalda dóms“ Hæstaréttar. Hjalti Sigurjón er einfaldlega að gjalda gjörða sinna.

Sjálfstæðisflokkurinn er haldinn sömu blindu. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar féll ekki vegna veiklyndis Bjartrar framtíðar. Ríkisstjórnin féll ekki vegna barnaníðings. Og pabba Bjarna Ben til varnar: Fall ríkisstjórnar sonar hans er ekki honum að kenna. Ríkisstjórnin féll vegna þess að einn ganginn enn gerðu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sig seka um leyndarhyggju og svívirðilegan valdhroka – ef ekki beinlínis valdníðslu.

Enn á ný sýnir flokkurinn að hann starfar hvorki í þágu umbjóðenda sinna, fólksins í landinu, né að hag þeirra.

Í stað þess að sýna þolendum kynferðisofbeldis stuðning og veita þeim svör er allt gert til að leggja stein í götu þeirra.

Og hvers vegna? Jú, samtryggingin er hornsteinn Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn starfar fyrst og fremst í þágu sín sjálfs.

Veikgeðja fúskarar

Pólitískan fnyk leggur frá Íslands ströndum til fjarlægra landa. En lyktin á ekki upptök sín hjá misvel kembdum Pírötum, sama hvað Sjálfstæðismenn reyna að klína henni á þá.

Fýlan er af þeim rotna kúltúr sem ríkir innan þeirra eigin flokks. Um leið og við skilum skömminni þangað sem hún á heima skulum við leita orsakarinnar þar sem hún liggur.

Tvennar kosningar á jafnmörgum árum eru engum öðrum að kenna en veikgeðja fúskurum sem skrumskæla lýðræðið og leggjast í vörn fyrir perra og Panama-polla svo lengi sem þeir eru í réttu liði. Höfum það hugfast er við stígum inn í kjörklefann 28. október næstkomandi."

Þetta orðaval og þessar myndlíkingar eru nýr stíll í stjórnmálabaráttunni. Menn sem eru virkir í athugasemdum á blogginu væru ekki í vandræðum með að velja höfundinum hæfileg orð sem lýsa hennar auma siðferði og sálarástandi. En ættu þeir eða aðrir að gera það?

Styrmir telur að orðaval í umræðunni sé löngu gengið út yfir það sem hollt eða hæfilegt má teljast.

Langafa mínum Jóni Ólafssyni, þeim fræga skammapenna sem var þó yfirleitt kurteis í orðum, ofbauð orðaval Alþingismanna um hvorn annan þegar hann settist á Alþingi. Hann kom því til leiðar til mótvægis að þingmenn fóru að ávarpa hvorn annan sem hæstvirtur þingmaður svo og svo til að reyna að fá skárri brag á umræðuna. Eitthvað í þessa veru þarf að eiga sér stað í almennri umræðu á Íslandi.

Það gæti vel verið að einhver hefði gaman af því að við Sif reyndum með okkur í því hvort okkar gæti svívirt hitt meira með ljótari orðum. Ég kann talsvert fyrir mér síðan í Mýrinni í gamla daga og get romsað út úr mér margvíslegum fúkyrðum um svona kvenfólk eins og Sif Sigmarsdóttir.  Og henni virðist hvergi orðavant og gæti áreiðanlega svarað í sömu mynt.  En væri það vel til fallið í kosningabaráttunni fyrir 28. október?

Er ekki sundurlyndið komið á það stig að við verðum að fara að reyna að bæta okkur eins og Styrmir bendir réttilega á?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Styrmir Gunnarsson: "Þar telja almennir borgarar sér leyfilegt að segja nánast hvað sem er um annað fólk, sem oft er meira í ætt við kjaftasögur fyrri tíma en veruleikann í kringum okkur." Er þessi  Styrmir, sá hinn sami sem kallaði íslenska þjóðfélagið ógeðslegt, enn að njósna um meðborgara sína?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.9.2017 kl. 11:34

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Æ haltu þig heima hjá þér Haukur

Halldór Jónsson, 23.9.2017 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband