Leita í fréttum mbl.is

Á hvaða öld?

og hvar býr þetta fólk sem Morgunblaðið segir frá í dag?

"Hjón sem búa við Nönnugötu í Reykjavík skrifuðu nýlega bréf til umhverfis- og skipulagsráðs og kvörtuðu yfir hávaðamengun í mið- borginni vegna flugumferðar.

Fulltrúar meirihlutans bókuðu áhyggjur af áhrifum flugumferðar.

Hjónin sem um ræðir heita Guðrún Kristjánsdóttir og Ævar Kjartansson. „Hávaðinn sem umferð flugvéla orsakar í miðbæ Reykjavíkur er orðinn slíkur að hvunndagurinn verður á einhvern óljósan hátt óttablandinn. Sérstaklega á góðviðrisdögum, því þá fer hávaðinn yfir öll velsæmismörk,“ segja þau í upphafi bréfsins. Þau segja að hávaði sem mengun hafi lítið verið í umræðunni hér á landi, en talinn mikil umhverfisvá í ýmsum löndum í kringum okkur.

Þau hjónin hafi búið við Nönnugötu í rúmlega 45 ár. Á þessum árum hafi hávaðinn og olíuþefurinn (í vissri vindátt) angrað þau mismikið en nú í sumar hafi keyrt um þverbak. „Á sólríkum dögum má oft telja smárellur og þyrlur sem taka á loft á 4-5 mín. fresti og valda ólýsanlegum hávaða. Í brekkunni frá Hallgrímskirkju niður í Hljómskálagarð er hávaðinn sennilega hvað mestur, en allur miðbærinn er undirlagður,“ segir í bréfinu.

Flugvélahávaðinn byrji eldsnemma á morgnana og nái fram yfir miðnætti svo erfitt sé að sofna. Umferð þyrlna hefur aukist stórlega og útsýnisflug og/eða kennsluflug einnig.

Barnið hrökk upp af blundi

„Í fyrrasumar fundum við betur en ella hve mikil áhrif þessi hávaði hafði á hversdagslífið þegar við vorum að passa ungt barnabarn sem hrökk aftur og aftur upp af eftirmiddagsblundi sínum þrátt fyrir að gluggar væru lokaðir, “ segja þau og hvetja borgina til taka á þessu stóra máli.

Fulltrúi Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar; VG og Pírata segja í bókun að full ástæða sé til að hafa áhyggjur af þeim áhrifum sem flugumferð hefur á borgarumhverfið.

Bréfinu var vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða."

Skyldi þetta fólk hafa komi til Orlando í Ventura hverfið sem liggur undir brautarstefnunum á McCoy flugvöll. Þar buna stórflugvélarnar niður á mínútu fresti með milljónir dollara innanborðs fyrir íbúana. Umferðin streymir á sexföldum breiðstrætum allan sólarhringinn. Skyldi eitthvert barn geta hrokkið upp af síðdegisblundi við svona viðurstyggilegt borgarlíf?

Hvernig sér þetta fólk fyrir sér Reykjavíkurborg eftir sinn dag sem brátt er að kveldi kominn? Stöku hjólhest á götunni, engan flugvöll og varla nokkurn bíl á ferð?

Getur nokkur yfirleitt búið á Nönnugötu áfram á næstu öld?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rugl sem hentar vinstra liðinu, þeim sem vilja ekki virða meirihluta Reykvíkinga sem óska þess að hafa flugvöllinn áfram. Hjóla-Hjálmar hlýtur að komast við af þakklæti og Dagur-að-kveldi-kominn að svífa á bleiku skýi.

En hús í Norðurmýrinni eru í háu verði. Þessi fjölskylda getur bara fengið sér góða fasteign annars staðar. Hún keypti ekki flugvallarleysi með húsinu.

Jón Valur Jensson, 23.9.2017 kl. 11:16

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Halldór, þetta fólk býr á söguöld en hefur bara ekki áttað sig á því ennþá.

Magnús Sigurðsson, 23.9.2017 kl. 11:52

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef þetta er Ævar Kjartansson dagskrárgerðarmaður RUV og eðalkommi, þá mötti segja mér að bréfið væri pantað. Allavega er það ótrúleg tilvíljun að hann skuli allt í einu finna hjá sér, einn af öllum íbúum höfuðborgarinnar að senda inn þessa kvörtun.

Þetta er of hentugt til að meika sens. ;)

Jón Steinar Ragnarsson, 23.9.2017 kl. 12:40

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Jón Steinar, mér var búið að detta þetta í hug en þorði ekki að ympra á því þar sem mður er þá úthrópaður fasisti

Halldór Jónsson, 23.9.2017 kl. 13:48

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Jón Valur, húsið sem þau búa í er líklega eldra en flugvöllurinn

Halldór Jónsson, 23.9.2017 kl. 13:48

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Of it's too good to be true, it probably is. ;)

Jón Steinar Ragnarsson, 23.9.2017 kl. 14:00

7 identicon

Sæll Halldór - sem og aðrir gestir, þínir !

Ævar Kjartansson: er með einum, hinna ógeðfelldari áhangenda Heimskommúnisma Leníns og Stalíns, og ætti þetta útspil hans ekki að koma neinum á óvart, svo sem.

Þessi leiðindaskarfur (Ævar) - hefur verið rótfastur tilberi, á jötu Ríkisútvarpsins:: allar götur frá árinu 1972 a.m.k., misminni mig ekki.

Þess utan: er hann lagsmaður loddarans Ögmundar Jónassonar, um sumarbústaðar sameign í Grímsstaða landinu nyrðra (eða hefur alla vegana verið), og því ekki að undra, að hann hafi lagst á árar með Ögmundi, í andófinu gagnvart Huang Nopu, Kínverska kaupsýslumanninum og Skáldmæringnum og Kattavininum, hér: um árið, þá Kínverjinn vildi hazla sér völl, þar nyðra.

Ævar og Ögmundur: steinhalda aftur á móti kjapti, þegar Svíar / Svisslendingar og Þjóðverjar t.d., eru að kaupa upp fjölda jarða hér á landi: oftlega.

Skyldi þó ekki vera - að það stafaði af ''réttum'' litarhætti þeirra / sem og uppruna, piltar ?   

Ævar Kjartansson - líkt Ögmundi / Steingrími J. Sigfússyni og Katrínu Jakobsdóttur, væri því bezt niðurkominn austur í Norður- Kóreu, í ''sæluríki'' vanvitans, sem þar fer með öll völd, nú,, um stundir !

Með beztu kveðjum: sem oftar - af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.9.2017 kl. 14:26

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Meða því að lengja austur-vestur braut vallarins og gera hana að lengstu braut hans má draga úr umferð um norður-suðurbrautina um meira en helming. 

Síðan passar ekki fullyrðingin um aukinn hávaða smáflugvela við þá staðreynd að meirihluti kennsluvéla eru nýjar og nær hljóðlausar smávélar. 

Ómar Ragnarsson, 23.9.2017 kl. 17:38

9 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég tek undir að um pantaða kvörtun sé að ræða varðandi þetta bréf Ævars og co. Flugumferð hér kallar ekki á slíka dramatík sem þarna er borin á borð. Ég hef búið í flugstefnu norður-suður brautar í liðlega 45 ár og finnst það bara heimilislegt, jafnvel þegar öll samskipti flugmanna og flugturns tóku yfir stjórn sjónvarpsins í svefnherbergi mínu. Það var bara nokkur tilbreyting í því og maður beið spenntur eftir að einhver "missti" eitthvað óvarlegt út úr sér. Sem aldrei varð.

Núna sakna ég vorboðanna, þegar smárellurnar flugu hringi yfir borginni. Hljóðið, þegar smávélarnar klufu ískalt mars loftið var ekki síðra í mínum eyrum en dirrindí lóunnar. Ómar Ragnarsson þekkir manna best þessar smávélar og veit að bréfið inniheldur ýkjur því nýju vélarnar eru nánast hljóðlausar. Og það finnst mér miður.

Ragnhildur Kolka, 23.9.2017 kl. 18:35

10 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Váá...

Flugvél að fljúga...!!???

Held að Ævar ætti að flytja eitthvert

annað, þar sem ekki er í boði þessi

hávaðamengun sem fylgir því að búa í

stórbrog. Og þá á ég við ef við köllum

Reykjavík stórbórg á alheims mælikvarða.

Það vill svo til, að hafa búið í 101,

að mín mestu ónot og hávaði, voru bremsuhljóðin

í strætisvögnunum. Þau ónot og hávaðamengun,

ef slíkt skyldi kalla, voru alveg nóg til

að æra óstöðugan...!!

Síðan skal ekki gleyma helgunum. Þar sem

misfullir einstaklingar, svo gott sem pissuðu 

upp á rúðu hjá manni, ældu og jafnvel 

gerðu mismunandi þarfir í görðunum hjá manni.

Það er í lagi.

Svo les maður svona komment og kvörtun.

Skítt með allt hitt. Sóðamengun, umhverfisósómi,

næturrölt og morgunpartý í götum eða í görðum

hjá fólki. Það er í lagi.

Greinlegt að þessi kvörtun er búin til

og pöntuð, því flugvélaþytur og hávaði, yfir hundrað og

einum, er svo gott sem enginn.

Frátök og lendingar eru svo gott sem allar á þeim

brautum sem ekki styggja þessi göfurmenni eins og

Ævar. Hann kýs næturlífið um helgar fram fyrir

flugumferð, sem nb. má ekki iðka eftir klukkan

tíu á kvöldin og til sjö á morgnana.

Talandi um rétttrúnaðarvitleysu, þá er þetta

eitt af þeim.

Sigurður Kristján Hjaltested, 23.9.2017 kl. 23:11

11 identicon

Þetta bréf Ævars komma er uppfullt að fullyrðingum sem standast ekki. Hjá Isavia er hægt að sjá upplýsingar um lendingar og flugtök, bæði kennsluflugs og atvinnuflugs. Flugvöllurinn lokar klukkan 23:00 og lendingar (sem ekkert heyrist í) og flugtök bannað. Best fyrir Ævar að fá sér betra gler og ekki að passa börn um miðjan daginn. Svo mætti hann láta banna umferð um Njarðargötuna, svo barnabörnin vakni ekki upp!

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 24.9.2017 kl. 11:16

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Örn, mig minnir að snertlur séu bannaðar eftir 18:00?

Halldór Jónsson, 24.9.2017 kl. 15:54

13 identicon

Jón Valur.  Reykvikingar kusu fligvöllinn burt í sérstakri kosningu um málið.  Nú veit ég að margir hér vilja örugglega ekki muna eftir þeirri kosningu en hún var líðræðisleg og eftir henni á að fara eins og niðurstöðum úr öðrum kosningum.

Brynjar (IP-tala skráð) 25.9.2017 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband