Leita í fréttum mbl.is

Fuglsminni

er það kallað þegar menn eru of fljótir að gleyma nýliðinni biturri reynslu.

Jón Baldur Lorange rifjar eftirfarandi upp:

" Það fennir fljótt yfir sporin í stjórnmálum - í huga okkar kjósenda. 

Eru ekki allir búnir að gleyma allsherjarráðherranumSteingrími J. Sigfússyni og umhverfisráðherranum Svandísi Svavarsdóttur í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur 2009-2013. Eða Árna Páli Árnasyni, sem er helst þekktur fyrir setningu Árna Páls ólaganna sem gáfu veiðileyfi á hundruð fjölskyldna í landinu, sem börðust í bökkum eftir fjármálahrunið?

Og hvað er langt síðan Vinstri grænir sögðu aldrei ESB fyrir alþingiskosningar, en voru svo búnir að skrifa upp á aðildarumsókn að Evrópusambandinu korteri eftir kosningarnar? Eru bara 8 ára síðan? Getur það verið?

Nú, eða heilögu Jóhönnu sem ætlaði að segja verðtryggingunni og skattsvikurum stríð á hendur, eða gerði svo ekkert í þeim málum þegar hún var komin í forsætisráðuneytið? 

Og voru það ekki vinstri flokkarnir í hreinu vinstri stjórninni 2009-2013 sem ætluðu að tryggja sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni, þannig að fleiri fengju notið hennar en fáir útvaldir? Í fjögur ár gerðist heldur ekkert í þeim málum. En auðvitað var þetta allt vondum sjálfstæðismönnum að kenna. Líka framsalið og lögin um veðsetningu aflaheimilda á sínum tíma.

Og ekki skulum við gleyma skjaldborginni um heimili landsmanna sem vinstri flokkarnir lofuðu að reisa fyrir alþingiskosningarnar 2009, en reistu í staðinn skjaldborg um hrægammasjóði.

Og Icesave samningarnir börnin góð. Það er ekki laust við að það fari ískaldur hrokkur um mann við tilhugsunina, ef Steingrímur og Svavar hefðu borið sigur úr býtum. Þá væri hér grískur veruleiki. 

Og svo voru það skattahækkanirnar sem komu eins og á færibandi út úr stjórnarráðinu. Gleymum þeim ekki. 

Læt þetta nægja að sinni af upprifjun og hef örugglega gleymt fjölmörgu í þessari upptalningu.

Hollt að hafa þetta í huga í kjörklefanum."

100 skatta hækkaði Steingrímur Jóhann í sinni ráðherratíð. Halda menn að lífskjör almennings muni batna með endurupptöku sykurskattsins og fleira í þeim dúr eins og Katrín Jakobsdóttir hefur boðað berum orðum? Mun stóraukin sertæk skattheimta á sjávarútveginn stuðla að uppbyggingu í greininni? Munh raforkuverð til almennings lækka við skattlagningu Landsvirkjunar?

Nú er ekki nein Icesave vá yfirvofandi. En Svandís er ekki komin til að styðja við virkjanir á Vestfjörðum eða stóriðjuuppbyggingu í fiskeldi þar eða annarsstaðar á landinu. Brosið á Katrínu er ekki sama og það sem Svandís og Steingrímur Jóhann hyggjast framkvæma. 

Vonandi hugsa menn sitt ráð um framtíðina í stað þess að láta tilfinningamál sín ráða. Heildarstefnan er þýðingarmeiri en hvað manni finnst um einstaka menn. Það gildir jafnt um Bjarna Benediktssson og Katrínu Jakobsdóttur. Hverju eru þau líkleg til að koma í framkvæmd og halda menn að þau séu ein í framboði?

Fuglsminni er ekki farsælt ef rifja á upp gerðir síðustu vinstri stjórnmar og ráðherra hennar sem nú eru tvíefld á leið í Stjórnarráðið á ný.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Góðan sunnudag Halldór.

Talandi um fuglsminni á þessum fallega degi, er það þá misminni mitt að draumaprinsinn hann Bjarni þinn og einir tíu aðrir úr þingflokki ykkar samþykktu ískaldir greiða síðasta ICESAVE samninginn?

Við verðum hreinlega að moka flórinn og sameinast um að velja nýtt vammlaust fólk til starfa, því spillingin og óheilindin eru orðin yfirgengileg hvert sem litið er. Ekki satt Halldór?

Jónatan Karlsson, 8.10.2017 kl. 11:44

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Að auki verð ég að ráðleggja þér og öðum sem geta tekið undir ágætar skoðanir þínar að kjósa framboð á borð við Flokk fólksins, Íslensku þjóðfylkinguna eða í versta falli Miðjumoð Sigmundar og Kænugarðs fíflsins.

Jónatan Karlsson, 8.10.2017 kl. 11:58

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Jónatan minn, eyddu ekki atkvæði þínu á lítinn flokk eða vonlausa sem enga reynslu hafa.

Bjarni vildi borga eftirstöðvar af Icesave sem honum og fleirum fannst það lítil upphæð að það væri ekki áheættunnar virði að halda áfram málaferlum sem gætu skilað verri niðurstöðu. Þetta fór öðruvísi. Það gera allir mistök og það má ekki dæma menn til eilífrar útlegðar fyrir það. Bjarni er langrum hæfari en nokkur stjórnmálaður sem í boði er, það lýstur þú að sjá sjálfur með því að bera hann saman við Pírata eða svoleiðis.

Halldór Jónsson, 8.10.2017 kl. 12:35

4 identicon

Sæll Halldór

þetta á væntanlega að vera "ískaldur hrollur ..." en ekki hrokkur :) annars er þetta nýyrði, ég hef ekki séð þetta orð fyrr. En svo maður fylgi nú á eftir þessu að þá er skemmtilegur þáttur um þessi mál á ÍNN þar sem Ingvi Hrafn fer einmitt í gegnum þessi mál fyrir kosningar, það er hollt fyrir óákveðna að kynna sér það

Bjarni (IP-tala skráð) 8.10.2017 kl. 13:14

5 identicon

Sæll Halldór - sem og aðrir gestir, þínir !

Halldór og Jónatan !

Virðum fyrir okkur: uppbyggingu Lýðveldisins Kína á Taíwan, undir styrkri stjórn Herstjórans Chiangs Kai- shek (1887 - 1975) og Kúómingtang hreyfingar hans, forðum.

Þar fóru: og fara / alvöru HÆGRIMENN.

Ekkert Miðju- moðs hálfkák í vinnubrögðum (samanber alkunnan aulahátt Sjálfstæðis- og Framsóknarflokka), hérlendis, þar sem vinstra liðinu er gefið frítt spil, á nokkurra ára fresti.

Því: er svo málum komið, sem raun ber vitni piltar, þar sem sérgæzka uppstrílaðra snobb klúbba, hefur fengið að leika lausum hala / og Halldór:: er ekki eitthvað mikið að, þar sem Stalínisti eins og Steingrímur J. Sigfússon hefur fengið að sprikla í stjórnkerfinu, síðan árið 1983,, óáreittur ?

Hvað þarf til Halldór Verkfræðingur - að þú sjáir, hvers lags mannskapur fær að vasazt hér með völd:: sbr. flokk þinn o.fl., sem ÁTÖLULAUST hleypir Múhameðskum rumpulýð inn í landið reglulega, til þess eins, að grafa undan því samfélagi, sem Jón heitinn Þorláksson collegi þinn, auk fjölda annarra áttu stóran þátt í að byggja upp, á sínum tíma ?

Lítum: til Ungverja / Tékka / Slóvaka og Pólverja, sem mynda hinn virðulega Visegrad ríkjahóp Mið og Austur- Evrópu, og ÞORA að storka Brussel og Berlínar regluverkinu (innan ESB), ólíkt íslenzku Mél- Ráfunum t.d., sem KOKGLEYPA hvert EES bleðla þvaðrið, sem reglubundið er sent til hræðzlu safnaðar Reykjavíkur stjórnar nefnunnar, sunnan frá Brussel !

Þessir vonarpeningar þínir - Bjarni Benediktsson og liðsfólk hans í öðrum Miðju- moðs og vinstri flokkum, eru nú ekkert sérstaklega tignarlegt lið, Halldór minn.

Sjáum: m.a., deyfð þeirra Bjarna, við áskorunum mínum, um LÖNGU TÍMABÆRA slöktun Lífeyrissjóða Mafíunnar, hérlendis.

Jú:: Ásmundur Friðriksson, HINN EINI þinna flokks félaga, sem sendir mér hvatningar kveðjur / af og til, en, ....... svo ekki söguna meir, Verkfræðingur góður.

Þetta er nú ekkert - til þess að hrópa Húrra fyrir, Halldór !!!

Þér: og ykkur Jónatan og öðrum / að segja !

Með beztu kveðjum samt - af Suðurlandi /

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.10.2017 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband