Leita í fréttum mbl.is

Masokismi

held ég að þjái íslensku þjóðina þegar hún virðist ætla að kjósa VG og Katrínu Jakobsdóttir til að leiða sig til boðaðra sjálfspyndinga sinnar.

Óli Björn fer yfir það í Morgunblaðinu hvers megi vænta í ljósi fyrri reynslu af Katrínu og Steingrími Jóhanni á ráðherrastólum.

Óli Björn segir:

"Katrín Jakobsdóttir og Vinstri grænir eru á harðahlaupum undan eigin stefnu í skattamálum. Þetta kom vel í ljós í leiðtogaumræð um í Ríkissjónvarpinu síðastliðið sunnudagskvöld. Í maí var ljóst að VG vildi breyta fjármálaáætlun til næstu fimm ára og auka skattheimtu um alls 334 milljarða eða nær eina milljón á hvert mannsbarn.

Um leið var stefnan sett á að auka útgjöld ríkissjóðs um 295 milljarða. Í umræðum á þingi um fjármálaáætlun fór ekkert á milli mála. Vinstri grænir vildu stórhækka skatta og auka útgjöld gríðarlega. Í aðdraganda kosninga vill formaður Vinstri grænna sem minnst ræða um skattahugmyndir flokksins og gefur út þá yfirlýsingu að skattar verði ekki hækkaðir á almenning en það verði „hliðrað“ til í skattkerfinu.

Það er erfitt að fá útskýringar á því í hverju „hliðrunin“ er fólgin og hvernig eigi að afla aukinna skatttekna.

Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, varð lítið ágengt þegar hann gekk á eftir svörum. Hann benti á að Vinstri grænir vildu fara „í 53 milljarða tekjuráðstafanir á næsta ári sem myndu síðan vaxa upp í 75 milljarða á ári“. Þetta er álíka mikið og öll fyrirtækin á landinu borga á ári í tekjuskatt.

Svör Katrínar Jakobsdóttur gerðu lítið til að hjálpa kjósendum að átta sig hvernig sækja ætti auknar tekjur: „Já, já, við höfum auðvitað sett fram hugmyndir um það hvernig mætti afla þessara tekna með sanngjarnari hætti en gert er undir þeirri stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur rekið, þannig að það leggist t.a.m. í gegnum gjöld á auðlindum, t.a.m. í gegnum hátekjuskatta eða einhverskonar stóreignaskatta – horfum bara á misskiptinguna í íslensku samfélagi – það eru hér ríkustu 10% sem eiga 2/3 af öllum eignum.

Við skulum líka átta okkur á því að við þurfum auðvitað að fara varlega, það er enginn að tala hér um að ráð- ast í einhverja gríðarlega þenslu í ríkisfjármálum. Við erum að tala um það að horfa til lengri tíma.“

Í ljósi sögunnar

Fyrst formaður Vinstri grænna vill ekki eða getur ekki gefið kjósendum skýra mynd af því hvað felst í áformum flokksins í skattamálum er aðeins ein leið til: Að leita aftur til sögunnar.

Árið 2008 var tekjuskattsprósentan 22,75% og meðalútsvar 12,97%. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna – „norræna velferðarstjórnin“ 2009-2013 – kollvarpaði kerfinu, hækkaði skattprósentur og tók upp þrjú þrep. Árið 2013 var skattprósentan í staðgreiðslu eftirfarandi:

22,90% af tekjum 0 – 241.475 kr. + 14,42% meðalútsvar: Alls 37,32%

25,80% af tekjum 241.476 – 739.509 kr. + 14,42% meðalútsvar: Alls 40,22%

31,80% af tekjum yfir 739.509 kr. + 14,42% meðalútsvar: Alls 46,22%

Þannig var tekjuskattskerfið gert flóknara og dýrara jafnt fyrir ríkissjóð sem skattgreiðendur. Launafólk með meðaltekjur var sérstaklega hart leikið.

Listinn er enn lengri

Ekki var það nægjanlegt fyrir vinstri stjórnina að hækka tekjuskatt:

Heimild til frádráttar iðgjalda frá tekjuskattsstofni vegna viðbótarlífeyrissparnaðar var lækkuð um helming; fór úr 4% í 2%.

Fjármagnstekjuskattur einstaklinga var hækkaður í áföngum árin 2010 og 2011, fyrst úr 10% í 18% og síðan í 20%.

Auðlegðarskattur lagður á árið 2009 og átti að vera til þriggja ára. Skatturinn var í upphafi 1,25% á eignir einstaklinga yfir 90 milljónir króna að frádregnum skuldum en 120 milljónir hjá hjónum/sambýlisfólki.

Auðlegðarskatturinn var framlengdur til ársloka 2014 og skatthlutfallið hækkað í 1,50%. Frímörk eigna voru lækkuð úr 90 milljónum í 75 milljónir hjá einstaklingum og úr 120 milljónum í 100 milljónir hjá hjónum. Nýtt þrep var innleitt þannig að á hreina eign einstaklings umfram 150 milljónir króna og hreina eign hjóna umfram 200 millj- ónir leggst 2% skattur.

Almenna virðisaukaskattþrepið var hækkað úr 24,5% í 25,5%. Olíugjald var hækkað um 1,65 krónur á lítra og bensíngjald hækkað um 2,5 krónur.

Bifreiðagjöld voru hækkuð um 0,85 krónur fyrir hvert kíló af eigin þyngd bifreiðar allt að 1.000 kíló og um 1,15 krónur á hvert kíló af eigin þyngd bifreiðar umfram það að 3.000 kg og um 2,82 kr. af hverju byrjuðu tonni af eigin þyngd bifreið ar umfram 3.000 kg.

Hlutfall erfðafjárskatts hækkaði úr 5% í 10% auk hækkunar á frí- eignamörkum.

Auðvitað er ofangreindur listi ekki tæmandi og ógetið skattahækkana á fyrirtæki. Listinn gefur hins vegar góða innsýn í það við hverju er að búast ef vinstri stjórn tekur við völdum að loknum kosningum.

Ekki mun standa á Samfylkingunni að tryggja framgang skattahækkana. Píratar verða örugglega tilbúnir enda líta þeir á heimili og fyrirtæki sem „hlaðborð“ fyrir ríkissjóð.

Hægt en örugglega

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn frá 2013 og frá þeim tíma hafa verið tekin markviss skref í átt að lægri sköttum. En verkefninu er langt í frá lokið og enn er eftir að lagfæra margt í skattkerfinu sem vinstri stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna eyðilagði með nær 200 lagabreytingum.

Skattar á fyrirtæki voru hækkaðir, skattar á launafólk einnig og innleiddur marg- þrepa tekjuskattur sem verst fór með millistéttina.

Tryggingagjaldið var hækkað í 7% og loks í 8,65%. Eldra fólk varð sérstaklega fyrir barðinu á því þegar lagður var á auðlegðarskattur – eignaupptökuskattur – þar sem einstaklingar urðu að sæta því að greiða jafnvel hærri skatta en nam tekjum.

Auðlegðarskatturinn lagðist einnig þungt á sjálfstæða atvinnurekendur sem neyddust til að ganga verulega á eigið fé eða stofna til skulda til að standa undir skattgreiðslum.

Forystumenn stjórnmálaflokka eru kannski ekki tilbúnir til að leggja öll spilin á borðið. Þeir koma sér undan því að svara óþægilegum spurningum, líkt og formaður Vinstri grænna síðastliðinn sunnudag um skatta.

Sagan kennir hins vegar hvar kjósendur hafa Vinstri græna líkt og sagan sýnir hvernig Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja að hófsemdar sé gætt í opinberum álögum. Það er vissulega hægt að gagnrýna okkur í Sjálfstæðisflokknum fyrir að hafa ekki gengið rösklegar til verka, en gert hefur verið, við að létta álögum af einstaklingum og fyrirtækjum.

En margt hefur verið gert:

Neðra þrep tekjuskatts einstaklinga var lækkað. Milliþrep tekjuskatts var afnumið.

Almenn vörugjöld voru felld niður.

Efra þrep virðisaukaskatts lækkaði úr 25,5% í 24%.

Tollar felldir niður af flestum vörum.

Tryggingagjald lækkað úr 7,69% í 6,85%.

Skattaafsláttur vegna hlutabréfakaupa tengdra nýsköpun gefinn.

Skattleysi séreignarsparnaðar vegna íbúðakaupa.

Þak á kostnað sjúklinga með greiðsluþátttökukerfi.

Þegar litið er til reynslunnar eru þeir valkostir sem kjósendur standa frammi fyrir skýrir. Öllum er ljóst að skattar og álögur hækka ef ríkisstjórn vinstri flokkanna tekur við völdum að loknum kosningum.

Eina fyrirstaðan er Sjálfstæðisflokkurinn. "

Ekki skortir Katrínu bandamenn í skattlagningarstefnu. Svo mælir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar:

" „Samneyslan skapar flestumlandsmönnum frelsi. Hún tryggir stærstum hluta almennings áhyggjulítið og innihaldsríkt líf. Við gætum þó með sanngjarnara skattkerfi gert enn betur. Hægt væri að tryggja öllum betri skólagöngu, ódýrari heilbrigðisþjónustu, áhyggjulaust ævikvöld og margvísleg önnur lífsgæði.

[…] Því fullyrði ég […]:

Skattgreiðslur eru skynsamlegasta fjárfesting langflestra Íslendinga á ævinni. Í samneyslunni birtist það fallegasta í mannlífinu; samkennd og samhjálp. […] Við þurfum líka fóður fyrir andann. Því verða stjórnvöld líka að hafa metnað fyrir hönd íþrótta, menningar og lista. Ekki líta á þær sem einhvern lúxusvarning eða afgangsstærð.“

 

Að öllu þessu athuguðu og fylgi landsmanna við nýja vinstri stjórn þá sé eg enga skýringu aðra en að landsmenn séu eins og gamli sorry Gráni í kvæði Megasar sem leitaði jafnan þangað sem hann var kvaldastur.

Illar náttúrur ættmenna Bjarna Benediktssonar,hans sjálfs og umræðan um Panamaskjöl og samúð með æruuppreisn barnaníðinga skipta þjóðina mklu meira máli en aukin skattheimta sem er bara tóm sæla samkvæmt formanni Samfylkingar. það er samneyslan sem skiptir unga fólkið og kvenþjóðina svona miklu máli að allt annað yfirskyggir.

Ég hefði freistast til að kalla þetta Masókimsa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

að er vert að nefna líka að Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skuldir rikissjóðs. Það er mikilvægt í ljósi þess að góðærið varir ekki að eilífu heldur er óhjákvæmilegt að niðursveiflur og jafnvel einhverskonar hrun verði á álþjóðlegum fjámálamarkaði.

Lækkun ríkisskulda er besta leiðin til að styrkja stöðu okkar þegar á móti blæs. Ef ekki þá á rikið fáa aðra kosti en að selja ríkiseignir til hæstbjóðenda, sem hugsanlega eru sömu braskarar og valda fjármálahruni yfirleytt.

VG og Samfó geta ekki hugsað hlutina í neinu orsakasamhengi, sem leiðir til þess aftur og aftur að þeir spila upp í hendur hrægammanna.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.10.2017 kl. 09:26

2 Smámynd: Kristmann Magnússon

Jón - - Sjálfstæðisflokkurinn VILL ekki bara lækka skuldir rísins han HEFUR lækkað suldir rísisins 

Kristmann Magnússon, 11.10.2017 kl. 14:38

3 identicon

Hér: http://blog.pressan.is/indridih/2013/03/02/ad-laekka-skatta-ii-throun-skattbyrdi-1980-til-2011/ sést að skattar hækkuðu mest á tímabilinu frá 1994 til 2008. Hverjir voru við völd þá?

Yfirhagfræðingur Sjálfstæðisflokksins virðist hafa gleymt hækkun á neðra þrepi virðisaukaskatts. 

Jonas Kr. (IP-tala skráð) 11.10.2017 kl. 15:14

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

"Í samneyslunni birtist það fallegasta í mannlífinu" Á mannamáli merkir þetta að í skattlagningu birtist það fallegasta í mannlífinu. Þessi fjarstæða er grundvöllurinn í mannfjandsamlegri stefnu sósíalista. Það er svo sannarlega siðferðilega rétt að gefa af því sem maður sjálfur á, þeim sem á þurfa að halda. En það er jafn siðferðilega rangt að svíða það út úr öðrum sem þeir eiga, til að afla sér vinsælda þeirra sem maður blekkir til að trúa því að fengurinn renni til þeirra en ekki gæðinga eigin flokks. Svei attan!

Þorsteinn Siglaugsson, 11.10.2017 kl. 23:52

5 identicon

Þetta er hárrétt ályktað Halldór. Ekki bara vegna þess að fólk ætli að kjósa VG heldur vill fólk einnig ríghalda í lífeyrissjóðina sem vinna mjög harkalega gegn hagsmunum almennings. Það er eins og fólk vilji ekki bæta kjör sín. Að leysa upp lífeyrissjóðina væri mesta kjarabót fyrir almenning sem völ er á. Þetta hlítur að vera MASOKISMI.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 12.10.2017 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 3418156

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband