Leita í fréttum mbl.is

Hvað nú ungi maður?

getur maður spurt sig eins og skáldið þýska þegar nokkurn veginn liggur fyrir að hið pólitíska landslag  á Íslandi  er orðið gerólíkt því öllu sem við höfum áður þekkt. Við erum sem þrumulostin og vitum eiginlega ekki hvað hitti okkur. En við vorum hitt afgerandi í höfuðið.

Engin sterk flokkabandalög eru lengur möguleg eða sterkar ríkisstjórnir eins og við áður þekktum þær.  Ástandið er orðið einna líkast því sem mann minnir úr æsku sinni að hafi verið á á Ítalíu eftir stríðið. Mússólíni var farinn sem hinn sterki leiðtogi. Chiccolina Pornodrottning átti eftir að fara á þing við miklar vinsældir. 

Mann minnir að  flokkafjöldi á Ítalíu hafi verið slíkur og kosningatíðni að við áhorfendur uppi á Íslandi skildum næsta lítið í hvernig þeir leystu úr þessu Rómverjarnir sem voru engir sannarlega engir byrjendur í pólitík sem hið mikla heimsveldi sem þeir voru í eina tíð.

Ég veit ekki hvernig þeir fóru að eða hvernig þetta vinnur núna hjá þeim.  En hugsanlega geta þeir verið okkur Íslendingum einhverjar fyrirmyndir.  Og huganlega þurfum við að hugsa okkar ráð þar sem okkar núverandi kerfi kemur ekki með neinar auðveldar lausnir.

Þurfum við einhverskonar forval fyrir kosningar um það hverjir geti komið til greina sem framboðsflokkar?  Er við að búast að við getum búið við 10 flokka stjórnir sem geta sprengt samstarf fyrirvaralaust? Eða þarf handjárn og hlekki við árarnar eins og var á rómversku galeiðunum þegar heimsveldið stefndi fram sem einn maður að einu skilgreindu marki undir forystu keisarans? Sem gat svo verið myrtur í öldungaráðinu þegar tilfinningarnar risu sem hæst?

Ekki veit ég svörin á þessari stundu um óttubil. En þau munu líklega þurfa að finnast innan ekki svo langs tíma.

Ég hef ekki trú á að eitthvað nýtt stjórnlagaþing að hætti okkar fyrri spekinga sem hátt fara jafnvel vikulega muni finna á þessu lausnir.  Heldur verði menn hugsanlega að sætta sig við að breyta kerfinu sjálfu. Jafnvel taka upp einhverskonar óvenjulegar lausnir svo sem einhverskonar einmenningskjördæmi þar sem minnihlutar fá enga áheyrn og minna fari fyrir allskyns málamiðlunum og sérhagsmunum?.

Hugsanlega í líkingu við það sem við sjáum virka í Bretlandi með öllum sínum augljósum göllum? Þar sem Nigel Farage fær hvergi þingsæti í hlutfalli við atkvæðafjölda sinn? Sé áhrifalaus þó að hann hafi unnið stórsigur í atkvæðum?  Hversu hrópandi ósanngjarnt sem okkur virðist slíkt vera þá er þetta hugsanlega nauðsynlegt?

En varla mun ég koma að slíkum ákvörðunum héðan af vegna kemmitölunnar svo ég ætti líklega að láta mér í léttu rúmi liggja. Það verða aðrir sem það verða leysa.

Okkar kerfi var  hinsvegar greinilega ekki að virka í þessum flausturslegu kosningum. Það virkar heldur ekki þó að við kjósum aftur og aftur. Verðum við ekki að breyta kerfinu sjálfu? Verður það ekki verkefnið sem okkar unga lýðveldi þarf að hugleiða á fyrsta hundrað ára afmæli sínu á næsta ári. Því elfur tímans áfram rennur og saga okkar og líf sem þjóðar fylgir með.

Hvað nú ungi maður?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband