Leita í fréttum mbl.is

Björn Bjarnason

ritar fróðlega grein um varnarmál í Morgunblaðið í dag. Þar koma ýmsar áhugaverðar upplýsingar fram. Í niðurlagi segir svo:

"... Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði þegar hann kynnti samþykkt varnarmálaráð- herranna:

„Við verðum að styrkja innviði eins og

vegi, brýr, járnbrautir, flugbrautir og hafnir.

NATO vinnur nú að því að laga borgaraleg mannvirki að hernaðarlegum kröfum.

“ Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvar nýju herstjórnirnar tvær verða. Þjóðverjar hafa lýst áhuga á að flutninga-herstjórnin verði í landi þeirra. Portúgal, Spánn, Frakkland og Bandaríkin hafa komið til álita fyrir Atlantshafsherstjórnina.

Stjórnarsáttmáli

Þegar ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks var mynduð vorið 2013 gleymdist að minnast á NATO-aðildina og öryggi þjóðarinnar. Nú sitja formenn þessara flokka að viðræðum um myndun stjórnar

með formanni Vinstri grænna sem sögðu fyrir kosningar að þeir vildu Ísland úr NATO.

Mikilvægt er að NATO gleymist ekki nú í viðræðum um stjórnarsáttmála og þar verði skýrt tekið fram að ríkisstjórn Íslands sé aðili að aðgerð- um bandalagsþjóðanna til að tryggja öryggi á N-Atlantshafi og þar með Íslands."

Skyldi ekki vera hægt að vekja athygli Nató á þörfinni á endurbótum á flugvöllum á Íslandi? Egilsstaðaflugvelli, nýjum flugvelli á Suðurlandi, endurbótum á Reykjavíkurflugvelli. Má ekki ætla að hernaðarmikilvægi Íslands í Norður-Atlantzhafi hafi ekki breyst?

Hverju breytir það að yfirlýstur Nató-andstæðingur er að verða forsætisráðherra Íslands? Er bíð að semja um afstöðu nýrrar ríkisstjórnar til Nató?

Er nema von að sá glöggi maður Björn Bjarnason velti slíku fyrir sér?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband