Leita í fréttum mbl.is

Íslenskir vísindamenn

eins og Vilhjálmur Ari Arason og Margrét Guðnadóttir eru einhuga um hættuna af því að Íslendingar hlýði dómi ESB dómstólsins um að okkur beri að flytja inn hrátt ket frá Evrópu skv. EES samningnum.

dr. Vilhjálmur Ari skrifar merka grein um vandamálið sem þessu getur fylgt. Þar segir hann m.a.:

"......... Samfélags-MÓSAR eru sem betur fer ekki þekktir í okkar almennu manna- og dýraklasakokkaflóru á Íslandi og sýkingar tengdir þeim sem betur fer sjaldséðar hér á landi. Þessu er öðruvísi farið í öðrum löndum þar sem hlutfall slíkra sýkinga getur verið allt að 40% af öllum klasakokkasýkingum. Upphafleg uppspretta slíkra sýkla er að hluta í landbúnaði tengt dýraeldi og kjötrækt og þar sem sýklalyfjanotkun er sumstaðar mikil. Allt að 80% fersk svínakjöts til manneldis hefur þannig mælst smitað af Samfélags-MÓSUM í Danmörku og rannsóknir hafa sýnt að allt að þriðjungur svínabænda þar bera MÓSA í nefi. Þanning komnir í normalflóruna þeirra og sem smitast geta auðveldlega líka til annarra. Í Danmörku einni greinast um 4000 tilfelli MÓSA-sýkinga á ári hverju (svipað og allar alvarlegar sárasýkngar af öllum toga hér á landi)…

Að flytja inn ferskt kjöt erlendis frá, smitað af sýklalyfjaþolnum flórubakteríum dýrsins og beint í kjörborð kaupmannsins er álíka og sérpanta slíkan ófögnuð og ógn við lýðheilsuna, í sérútbúnum neytendaumbúðum til dreifingar sem víðast. Helsta vörn okkar á Íslandi og annar staðar hefur verið að halda sýklalyfjanotkun niðri meðal meðal manna og í landbúnaði m.a. til að auðvelda ekki sýklalyfjaþolnum bakteríunum útbreiðslu. Vel hefur tekist til í landbúnaðinum þar sem sýklalyfjanotkunin mælist ein sú minnsta í heiminum. Þökk sé líka hreinu landi og vatni og einangrunar Íslands í miðju Atlandshafi og þar sem fyrri athuganir sýna að sé ein besta og hreinasta matvara í heimi. Sýklalyfjanotkun manna hefur hins vegar verið meiri en á hinum Norðurlöndunum og sem greiða þá leið sýklalyfjaþolinna bakteria í flóruna okkar.

Nú ógna markaðslögmálin og auðveldur flutningar á ferskvöru sérstöðu okkar og forskoti á flestar þjóðir. Fyrri rannsóknir á öðrum sýklalyfjaónæmum flórubakteríum, pneumókokkum í öndunarvegi barna fyrir um tveimur ártugum, sýna ótrúlega hraða og mikla útbreiðslu meðal þeirra (allt að 20%) og háa tíðni alvarlegra sýkinga sem þeir ollu og aðeins var hægt að meðhöndla með sterkustu sýklalyfjum í æð á Barnadeild Hringsins. Snúum bökum saman í vörninni gegn MÓSUNUM með stórbættu eftirliti á allri innfluttri hrávöru (kjöti, eggjum og grænmeti). Látum Samfélags-MÓSANA ekki eina ráða ferðinni í markaðsherferð verslunar og þjónustu hér á landi og þá síðar hugsanlega stóraukinni tíðni alvarlegra sárasýkinga vegna MÓSA næstu áratugina. Gróðasjónarmið verslunarinnar (SVÞ) þá gegn hugsanlega dýrmætustu hagsmunum neytendanna og lýðheilsunni og þar sem hagsmunirnir ættu að vera sameiginlegir. Gleymum ekki að landbúnaðarmál og innflutningsmál eru samofin heilbrigðismálunum sem nú eru í forgangi hjá stjórnvöldum, til allrar hamingju."

Greinilegt er að Samfylkingin ætlar að styðja þessar fyrirætlanir af fyllstu tryggð og er studd til þess af evrópska auðvaldinu. Spurning er hvort íslensk stjórnvöld hafi þrek til taka sjálfstæða ákvörðun byggða á áhættumati og þjóðhollustu fremur en blindri krataþjónkun við EES eða hlusta á okkar færustu íslensku vísindamenn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er vinsælt að gefa öllum sem í háskóla hafa gengið stimpilinn vísindamaður þegar gefa þarf einhverju sem þeir halda fram gildi. Og Vilhjálmur Ari Arason heimilislæknir verður seint talinn einn af okkar færustu vísindamönnum. En hann er með skoðanir á flestum málum og ekki feiminn við að viðra þær. Sumir gætu freistast til að halda að hann talaði af viti og þekkingu.

Íslensk stjórnvöld töpuðu máli fyrir stuttu sem opnar fyrir innflutning á kjöti. Íslensk stjórnvöld töpuðu því máli vegna þess að ekki var hægt að færa sönnur á fullyrðingar eins og þær sem Vilhjálmur Ari og fleiri setja fram. Engin vísindaleg rök og engar vísindalegar rannsóknir styðja þær fullyrðingar. Sögur sem við segjum okkur sjálfum um ágæti Íslenska kjötsins og skaðsemi hins Evrópska eru ekkert annað en sögur sem enginn fótur er fyrir. Dómstóllinn hlustar ekki á þannig sögur. Og stjórnvöld töpuðu málinu, eins og við var að búast.

Það hefur lengi verið vitað að eina ástæðan fyrir innflutningsbanninu voru verndarsjónarmið. Verið var að vernda bændur fyrir samkeppni. Önnur rök hafa ekki haldið vatni og verið hreinn fyrirsláttur.

Þegar Evrópska kjötið kemur þá verðum við í þeirri undarlegu stöðu að Íslenska kjötið verður það kjöt sem selt er hér á landi á undanþágum frá heilbrigðisreglum en ekki það Evrópska. Evrópska kjötið stenst heilbrigðisreglur en ekki það Íslenska.

Gústi (IP-tala skráð) 21.11.2017 kl. 00:06

2 Smámynd: Kristmann Magnússon

Gústi - Flott innlegg hjá þér 

Kristmann Magnússon, 21.11.2017 kl. 00:39

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ábyrgðarlaust af þér, Kristinn, að skrifa með þessum hætti. Ertu í tengslum við heildsala eða einhverja aðra em eiga hér hagsmuna að gæta?

Gústi þessi ætti að skrifa undir nafni. Halldór, það er of mikið um það, að vefsíða þín sé misnotuð af nafnleysingjum sem skrifa í annarlegum tilgangi og þora ekki að standa opinberlega með orðum sínum.

Það eru ýmsir aðrir en Vilhjálmur læknir (sem ég er ekkeert að bera brigður á -- og ekki kom "Gústi" með nein málefnarök gegn honum) sem vara mjög við innflutningi hrás kjöts til Íslands. Þar á meðal eru próf. Margrét Guðnadóttir, Sigurður Sigurðarson dýralæknir og fleiri, sjá það sem ritað er um málið í einu bezta blaði landsins, Bændablaðinu.

Jón Valur Jensson, 21.11.2017 kl. 00:59

4 identicon

Eru það ekki málefnaleg rök að Evrópska kjötið stenst heilbrigðisreglur en ekki það Íslenska? Eru það ekki málefnaleg rök að sýnt var fyrir dómstólum að málflutningur þeirra sem vara við innflutningi hefði ekki við rök að styðjast? Eru það ekki málefnaleg rök að Íslensk stjórnvöld höfðu ekkert sem tengdist vísindum sem studdi þeirra málflutning?

Mig grunar að ef einhverjir hafi svo mikilla hagsmuna að gæta að rangfærslur séu þeim ekki fráhverfar þá séu það helst höfundar og lesendur Bændablaðsins.

Og menn sem ekki þora að hafa sínar síður opnar en handvelja jábræður til að hrósa bullinu sem vellur upp úr þeim frekar en að þola smá gagnrýni ættu ekki mikið að vera að gagnrýna aðra.

Gústi (IP-tala skráð) 21.11.2017 kl. 02:01

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Jafnar þá Gústi, sem heitir Kristinn eða Ágúst Kristinn eða Kristinn Ágúst  og hefur netfangið gusti@gmail.com,   því að það sé hætta á að fjölónæmar bakteríur flytjist til landsins sem annars myndu síður gera það, með þessum innflutningi. Eru orð Margrétar Guðnadóttur. ef hún þá telst vísindamaður frekar en dr. Vilhjálmur Ari heimilislæknir  að mati Gústa Kristinns,þá léttvæg? Svo maður tali ekki um bullið í undirrituðum borið saman við álit Mannsa kaupmanns í Pfaff? 

Halldór Jónsson, 21.11.2017 kl. 07:58

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Eða átti Jón Valur við´Kristmann en ekki Gústa?

Halldór Jónsson, 21.11.2017 kl. 07:59

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta er nú meira andskotans bullið í þér Gústi og auðséð að þú þekkir hvorki haus né sporð á því sem þú tjáir þig um. Apar bara vitleysuna upp eftir auðvaldinu!

Íslenskur bústofn er ekki alveg laus við sjúkdóma. Riðuveiki og garnaveiki hafa verið landlægir hér á landi um langan tíma. Eftir nokkra alda baráttu er loks búið að útrýma mæðuveikinni. Einstök tilvik um veirur sem valda matvælaeitrun hefur komið upp í hvítu kjöti, hin síðari ár. Oftast eru þó ástæður slíkra eitranna raktar til annars, s.s. innflutts grænmetis eða sóðaskapar við meðhöndlun. Aðrir sjúkdómar nánast óþekktir. Ástæða þess að þessir sjúkdómar eru hér á landi er einmitt vegna innflutnings, fyrr á árum og öldum. Þetta er staðreynd og þarf ekki neina vísindamenn til að túlka, mun frekar sagnfræðinga.

Eftirlit með matvælaframleiðslu er aldrei af of stórum skammti og má alltaf bæta, jafnt hér á landi sem annarsstaðar. Samanburður á slíku eftirliti við ESB byggir á reglum ESB. Guð forði okkur og heimsbyggðinni við þeim reglum! Þær koma heilsufari og heilbrigði ekkert við, eru samdar út frá efnahagsforsendum, fyrir auðvaldið. Enda varla til sá staður í heimsbyggðinni sem leifir eins mikla notkun sýklalyfja og hormónalyfja og ESB heimilar. Hvergi hefur matvælaeftirlit mistekist jafn hörmulega og innan ESB og líður vart það misseri sem ekki koma í fréttir slíkum málum, sem oftast enda með því að gífurlegu magni matvæla þarf að eyða.

Innflutningsbannið er sannarlega byggt á verndarsjónarmiðum, eins og annarstaðar. Gleymum ekki því að frjáls sala matvæla í Evrópu nær einungis til ríkja innan ESB og EFTA. Innflutningsbann og verndartollar ESB gagnvart ríkjum þar utan eru mun harðari en hér á landi. Munurinn er þó að ESB og EFTA eru að verja sinn landbúnað fyrir samkeppni einni saman, meðan við erum að verja okkar landbúnað bæði fyrir samkeppni og ekki síst óhreinleika, þ.e. sjúkdómum sem eru landlægir í bústofnum erlendis en þekkjast ekki hér á landi og okkar búfénaður hefur engar varnir gegn.

Ef innflutningur á hráu kjöti frá Evrópu kemur í búðir hér á landi, þarf varla að spá í hvort íslenska kjötið standist svokallaðar heilbrigðisreglur ESB. Það mun hverfa af markaði. Eftir munum við sitja við það borð að þurfa að éta hormónafyllt pensillínkjöt, selt okkur á okurprís og verslunin mun fitna sem aldrei fyrr!!

Gunnar Heiðarsson, 21.11.2017 kl. 08:53

8 identicon

Vissulega er hætta á að fjölónæmar bakteríur flytjist til landsins. En sú hætta er ekki bundin við kjöt og er einna minnst frá kjöti. Bakteríur flytjast á yfirborði og gætu því eins komið á eplum, stýri bíla, kassa utan af tómatsósu eða gallabuxum. Kjöt er ekki hættulegra að þessu leiti en allur annar innflutningur. En mesta hættan er samt frá ferðamönnum, innlendum og erlendum og farfuglunum. Algert ferðabann og bann við öllum innflutningi er eina leiðin til að draga úr hættunni af fjölónæmum bakteríum. Kjötbann hefur því sem næst ekkert að segja. Kjötbann er eins og að banna allan pappír til að koma í veg fyrir eldsvoða.

Og ekki tókst þér að giska rétt á nafn mitt. Uppgefið netfang er eins mikill tilbúningur og uppgefið nafn.

Gústi (IP-tala skráð) 21.11.2017 kl. 09:30

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Enn og aftur, reyndu að kynna þér málin áður en þú tjáir þig, Gústi. Síðast athugasemd þín staðfestir fyrstu málsgrein í fyrri athugasemd minni!

Gunnar Heiðarsson, 21.11.2017 kl. 15:41

10 identicon

Merkilegt hvað margir halda að lögfræðingar og dómstólar úrskurði um náttúrulögmál.

Aðalsteinn Geirsson (IP-tala skráð) 21.11.2017 kl. 16:34

11 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Frændi:

Þú ættir að breyta stillingum bloggsins þannig að nafnleysingjar geti ekki skrifað athugasemdir. Þannig hef ég haft það hjá mér árum saman og gefist vel.

Þú ferð í Stillingar og þar getur þú valið hverjir mega skrifa athugasemdir og hvenær athugasemdir eru birtar.

Ég hef það stillt þannig:

Hverjir mega skrifa athugasemdir? [Allir skráðir notendur]
(Hér má reyndar hafa [Allir], en setja skilyrði)

Birta athugasemdir [Aðeins þegar ég hef samþykkt þær]

Í blogghausnum hef ég síðan þessa athugasemd "Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar". 

Ef þú leyfir að "allir" geti skrifað athugasemdir í stað "allir skráðir notendur" þá beitir þú hiklaust reglunni að samþykkja ekki athugasemdir frá nafnleysingjum.

Ágúst H Bjarnason, 21.11.2017 kl. 21:10

12 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll kæri Ágúst H Bjarnason.

Mæl þú manna heilastur.

Þó erum við ýmsir, ólíkt "Gústa", "Karvel" og ótal fleiri, sem erum skráðir á blog.is undir skáldanafni, sem fyrir geta legið ótal málefnalegar ástæður-sbr Jón Trausta um árið.

Við höfum þó skráð okkur hjá ritstjórn blog.is með fullu eiginnafni, kennitölu, netfangi og símanúmeri. Þannig erum við ekki nafnleysingjar í reynd, því ef við förum með fjölmæli eða annað saknæmt gegn einhverjum á blogginu, þá gefur ritstjórn blog.is löggæslunni umsvifalaust nafn okkar svo þeir sem eiga lögmæta lagakröfu á hendur okkur vegna skrifa okkar ná því ávallt til okkar.

Þá er ekki auðvelt venjulegum manni, að finna út hver "Gústi" eða "Karvel" og fleiri slíkir eru, því erfitt kann að reynast jafnvel flinkustu tölvumönnum að rekja hver skrifar raunverulega innlegg sem slíkir undirrita, þrátt fyrir aað ip-tala fylgi innleggjunum.

Mér hefur sýnst um öll þau ár sem ég hef verið virkur á blog.is, að við sem erum þessu skáldanafns marki brenndir og að vera með fulla skráningu á blog.is, höldum, flestir að minnsta kosti, okkur innan þess ramma að skrifa með allnokkru viti og höldum okkur innan velsæmis og lagarammans. Því væri illt að setja okkur með skáldanöfnin og fulla skráningu á blog.is í sama bás og Gústana og Karvelana og aðra slíka.

Ég bið mér og mínum líkum vægðar hvað varðar læsingu á bloggsíðum, nema á þann veg að okkur gefist kostur á að koma að umræðunni áfram.

Þú til dæmis hefur verið einn fárra sem skrifar fallega um blessaða Lúpínuna okkar sem og einn örfárra sem skrifar af viti um hlýnunarvitleysuna sem er að leggja velflesta stjórnmálamenn þessa heims að fótum sér illu heilli, nema Donald Trump og örfá aðra.

Haf þú hugheilar þakkir fyrir þetta og margt fleira sem þú hefur haldið á lofti.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.11.2017 kl. 22:31

13 Smámynd: Halldór Jónsson

auðvitað þarf að vernda íslenska bændur gegn samkeppni. Bara af því að sólarorkan á Íslandi stenst ekki samkeppni við sólarorkuna í heitai löndum sem þá geta frmleitt ódýrara á hverja tímaeiningu. það gefur auga leið. Við fáum hinsvegar hreinni vöru, færri pöddur, færri bakteríur. Þetta geta konmúnistar, kratar  og kaupmenn eins og Gústi og Kristmann ekki skilið og þaðan kemur allur áróðurinn sem miðar að því að útrýma íslenskum landbúnaði. bara flytja allt inn í skiptum fyrir fisk. Helst ekki framleiða neitt innanlands.

Gústi, þú hefur samt þetta netfang það er klárt þó að þú heitir ekki Kristinn. Menn geta sent þér viðeigandi tón á það og séð hvort þú epast ekki upp.

Halldór Jónsson, 21.11.2017 kl. 22:37

14 Smámynd: Kristmann Magnússon

Stend enn 100% á bak við þig Gústi minn hvað svo sem þú nú heitir.

Það verður með innflutta kjötið eins og með sementið forðum.  Þá fór nú steypan í Steypustöpðinni fyrst að batna þegar þeir fengu innflutt sement en þurtu ekki að nota þetta alkalín sement frá íslenska ríkiniu.   Sama verður með innflutt akjöltið.  Loksins fáum við samkeppni og mjög sennilega líka miklu betra kjöt en við höfum haft hingað til 

Áfram með smjörið Gústi og láttu þessa sveitadurga og predikara reyna að villa um fyrir okkur 

Kristmann Magnússon, 21.11.2017 kl. 23:06

15 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

"auðvitað þarf að vernda íslenska bændur gegn samkeppni. Bara af því að sólarorkan á Íslandi stenst ekki samkeppni við sólarorkuna í heitai löndum sem þá geta frmleitt ódýrara á hverja tímaeiningu"

Ja hérna! Það er sumsé hlutverk skattborgaranna að niðurgreiða óhagkvæma starfsemi - vegna þess að hún er óhagkvæm! Hvernig væri nú ef menn tækju þig á orðinu og hæfu niðurgreiðslur á, t.d.

... fílarækt í gróðurhúsum á Norðausturlandi

... ísframleiðslu í Sahara

... vindorkuverum innandyra

???

Þorsteinn Siglaugsson, 21.11.2017 kl. 23:36

16 identicon

Nei Halldór, ég er ekki með þetta netfang og fæ enga pósta sem þú sendir á það. Ég get sett hvaða netfang sem er í reitinn. Núna set ég til dæmis halldor.jonsson@gmail.com.....

Gústi (IP-tala skráð) 22.11.2017 kl. 00:13

17 identicon

...og núna halldor.aftur.jonsson@gmail.com

Gústi (IP-tala skráð) 22.11.2017 kl. 00:15

18 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir Gústi frændi, sem er hjá mér Ágúst H. Bjarnason. Það er hægtg að nota thor browser sem skiptir um IP tölur og ekki hægt þessvegna að læsa á sérstakar tölur hjá umræddum Gústa til dæmis. Annars er mér í sjálfu sé sama þó hann sé að skrifa sín innlegg hérna, hann hefur skánað greyið í mannasiðum við föðurlegar umvandanir mínar og hann er ekki alvitlaus heldur og veit eitt og annað þó að skoðanirnar, mannkærleikurinn  og kurteisin falli ekki öllum í kramið.

Menn hafa jafnvel lúmskt gaman að svona týpum sem sýnishorn af mannlegum karakterum. Þessvegna hef ég ekki tekið upp þína aðferð frændi að samþykkja innleggin áður en þau birtast. Því eintök eins og Gústi hleypa óneitanlega fjöri í marga með sínum eitruðu skeytum. Ég er viss um að Mannsi til dæmis upptendrast af Gústa og fleirum slíkum. Hann  hefur kannski einhverjar ástæður til að hafa  skáldanafnið Gústi, kannski opinber eða pólitísk persóna sem fær útrás í svona drullumalli eins og Skeggi og fleiri. En tkk fyrir tillögurnar frændi.

Halldór Jónsson, 22.11.2017 kl. 07:45

19 Smámynd: Halldór Jónsson

Þorsteinn, þú ert nú að stríða mér með þessu, þú veist að grundvallar fæðuöryggi landsmanna og heilsugæsla er allt annað en fílarækt og farfuglabólusetnngar.Ísland er harðbýlla land en Ítalía vegna hitastigsins ekki satt en við ræktum samt kartöflur og bruggum landa.

Halldór Jónsson, 22.11.2017 kl. 07:48

20 Smámynd: Halldór Jónsson

Já og Cachoetes er alltaf einn af mínum uppáhaldspennum því hann er skemmtilegur og málaefnalegur en hefur sína ástæðu til að nota sitt skáldanafn sem ég er ekkert að forvitnast um þó ég gæti, kallinn fer líka vel með það og er önnur týpa en Gústi sem er sérstakur dálítið.

Halldór Jónsson, 22.11.2017 kl. 07:51

21 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það mjög áríðandi að Brussel viti hverjir styðja þá á Íslandi og leggja eitthvað af mörkum svo valið verði auðveldara þegar að stöðuveitingum kemur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.11.2017 kl. 15:59

22 identicon

Ekki dettur mér að kaupa innfluttar kjötvörur, hef aldrei gert. Einstaka sinnum hefur verið til sölu nautgripahakk frá Spáni sem er talsvert ódýrara en það íslenzka. Lít ekki við því.

Úldið eða mengað kjöt hefur oft verið flutt út frá Þýzkalandi til Danmerkur með fölsuðum dagsetningarstimplum. Gin- og klaufaveiki er landlæg í ESB-ríkjum svo að allt búfé er stútfullt af sýklalyfjum. Fæstar hollenzkar kýr fá að fara út úr fjósinu á ævi sinni. Hollenzkir kálfar og kjúklingar fá svo mikið af vaxtarhormónum að þeir geta ekki staðið í lappirnar þegar stendur til að slátra þeim.

Í öllum ESB-ríkjum er halal-slátrun auk þess leyfð, sem er dýraníð af verstu sort.

ESB-óþverra? Nei, takk.

Pétur D. (IP-tala skráð) 23.11.2017 kl. 02:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 3418155

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband