Leita í fréttum mbl.is

Látum ekki braskarana beygja okkur

og heimila innflutning á hráu kjöti. Núverandi fyrirkomulag hefur dugað vel í áratugi og því skyldum við breyta því endilega núna?

EFTA dómstóllinn hefur ekki lögsögu yfir okkur heldur Alþingi.Ísland er ekki aðili að stefnu ESB í landbúnaðarmálum.Dómurinn hefur því enga lögsögu yfir okkur Íslendingum í neinum af okkar fullveldismálum hvað sem kratískir kramarar vilja halda öðru fram til að fá að flytja inn erlent hrákjöt að eigin vild. Við Íslendingar eigum allt of mikið undir til að taka slíkt í mál og taka þá gífurlegu áhættu sem okkar fremstu vísindamenn vara eindregið við. 

Svo segir Jón Bjarnason í Bændablaðinu frá því síðasta nóvember:

"Við höfum lög frá 2009 sem við settum við innleiðingu matvælalöggjafar ESB og sem kveða á um að viðhalda banni á innflutningi á hráum kjötvörum, mjólk og eggjum voru samþykkt mótatkvæðalaust. Þau lög standa þar til og ef Alþingi hugsanlega breytir þeim. Til þess að svo verði þarf sterkari og víðtækari röksemdir en dóm EFTA-dómstólsins varðandi viðskipti með almennar framleiðslu- og iðnaðarvörur. Íslenskum stjórnvöldum ber því að standa fast í þessu máli, ákveðið og pólitískt og mega alls ekki gefa neinar væntingar um að því verði breytt."

13.grein EES-samningsins heimilar okkur beinlínis til að grípa til aðgerða "til verndar heilsu manna og dýra." Slíkt er um að ræða í þessu tilviki.

Látum ekki braskarana beygja okkur til að fremja heilbrigðislegt sjálfsmorð með innflutningi á hráu pestarkjöti!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

13.grein EES-samningsins heimilar okkur að grípa til aðgerða "til verndar heilsu manna og dýra."  Til þess að virkja þá grein þurfa aðeins að koma fram haldbær rök. Slíkt er ekki um að ræða í þessu tilviki. Ekki hafa nein haldbær rök komið fram sem sýna slíkt. Þess vegna tapaðist málið.

Hættan sem sögð er vera yfirvofandi er ekki byggð á vísindum og gögnum heldur trú og sannfæringu. Og flokkast því með fyrirbærum eins og álfatrú Íslendinga. Og mótbárurnar við innflutningi byggðar aðallega á því að viðhalda einokun bænda og óvild í garð innflutningsaðila.

Gústi (IP-tala skráð) 3.12.2017 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 3418159

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband