Leita í fréttum mbl.is

Beina lýðræðið

sem hann Styrmir Gunnarsson og fleiri tala gjarnan um sem lausn lýðræðisvanda Íslendinga blasir ekki beint við mér.

Það voru að berast tíðindi af því að vellaunuð stétt flugvirkja ætlar sér að gefa lítið fyrir nauðsyn stöðugleika í þjóðarbúinu og hafa boðað ótímabundið verkfall fyrir jól.

Hvað má bein lýðræðis þjóðaratkvæðagreiðsla sín gegn hagsmunasamtökum eins og flugvirkjum?  Eða Bandalagi Háskólamanna, félögum Náttúrufræðinga og svo framvegis?

Myndi þjóðin samþykkja afnám eða takmörkun  hins heilaga kjarasamningsréttar í  atkvæðagreiðslu?

Mun ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur áræða að taka á málefnum flugvirkja eða svipaðra félaga og hindra það að efnahagslegum stöðugleika verði kollvarpað af þeim eða öðrum hópum? 

Eru aðilar við slík tækifæri sem létu ákvörðun Kjararáðs fram ganga sjálfum sér til 46 % kjarabóta í einu stökki trúverðugir til að fara svo fram gegn öðrum hópum?

Mun ríkisstjórnin ekki verða að horfast í augu við frumraun sína núna þegar flugvirkjar láta sverfa til stáls og bjóðast til að kollvarpa ferðamannaiðnaði Íslendinga  með einu slagi fyrir jól?

Hvernig hugsa menn sér að beina lýðræðið geti ráðið hjá þjóð sem aldrei hefur reunverulega viðurkennt rétt meirihlutans til að ráða heldur ávallt gefist upp fyrir ofbeldi margskonar minnihlutahópa og sérsinnafjölmenningu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Koma þessi mál ríkinu eitthvað við?

Eru ekki öll flugfélögin hér á landi í einka-eigu?

Mætti ekki likja flugvirkjum við bifvélavirkja?

Ekki eru bifvélaverstæði almennt í eigu ríkisins.

------------------------------------------------------

Mætti ekki láta flugvirkjana bjóða í sín störf með sama hætti og smiðir bjóða í verk?

Hvað vilja flugvirkjar fá í laun fyrir að vinna X margar stundir í mánuði og svo ættu allir látnir skila inn TILBOÐUM í lokuðum umslögum. 

=Þannig er lögmálið um framboð og eftirspurn látið leysa málið.

Jón Þórhallsson, 10.12.2017 kl. 11:45

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú misskilur þetta herfilega, Jón. Flugvirkjar, eins og flest launafólk, eru í stéttarfélagi. Það hefur samningsumboðið og semur við atvinnurekendann. Þannig ganga kjarasamningar fyrir sig. Ekkert útboð á vinnunni, engin hrossakaup. Þetta á við um flest launafólk.

Þetta kemur því ekki ríkisstjórninni beint við, en afleiðingarnar gætu sannarlega gert það. Þetta skiptið eru það flugvirkjar sem leiða kjarasamninga í landinu. Þeir miða auðvitað við nýlegustu kjarabæturnar, þ.e. kjarabætur þingmanna, ráðherra og fleiri aðila, sem eru undir kjararáði.

Staða flugvirkjanna er sterk og afleiðingar verkfalls hjá þeim gætu orðið nokkuð dramatískar fyrir þjóðarbúið. Nái þeir fram umtalsverðum kjarabótum munu næsti hópur launafólks krefjast hins sama og svo koll af kolli. Þá verður ekki spurt hvort viðkomandi atvinnugrein geti borgað hærri laun, einungis krafist þess sama og aðrir fá. Því er ljóst að þó ríkisstjórnin eigi ekki beina aðkomu að kjarasamningum á frjálsa markaðnum, munu afleiðingarnar lenda á þeirra borði. Auk þess eru flestir kjarasamningar ríkisins við sitt launafólk lausir.

Vandi ríkisstjórnarinnar er því stór og gæti stækkað enn meira. Þar er fyrst og fremst um að kenna síðasta þingi, sem ekki hafði dug til að leysa vandann í fæðingu. Launahækkunin sem kjararáð ákvað til handa alþingismönnum, ráðherrum og fleirum var gjörsamlega út úr kortinu og í algerri andstöðu við raunveruleikann. Fjöldi fólks benti á þetta og vöruðu við, ekki síst fulltrúar launafólks. Nú er þetta glappaskot kjararáðs og dugleysi þingmanna síðasta þings, farið að bíta.

Kannski mun núverandi þing hafa dug til að snúa á rétta leið og afstýra þannig algjöru kaosi á launamarkaði. Enn er ekki farið að reyna á verkgetu þessa fólks, en miðað við hvernig unnið var í myndun ríkisstjórnarinnar má gera ráð fyrir hinu versta. M.a. hældu þau sig af því að hafa talað við fulltrúa launþega. Og við hvern var talað? Jú Gylfa Arnbjörnsson, þann mann innan verkalýðshreyfingarinnar sem enginn launþegi treystir!!

Hitt er svo hárrétt hjá síðuhafa, að það er vandséð hvernig beint lýðræði getur haft þarna áhrif.

Gunnar Heiðarsson, 10.12.2017 kl. 12:20

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir Gunnar þína skörpu greiningu að vanda. Ég tel að Styrmir verði að gera grein fyrir því hvernig hann sér þetta beina lýðræði á að virka í ljósi þessa?

Halldór Jónsson, 10.12.2017 kl. 12:40

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Launaákvarðanir kjararáðs byggðu á almennum hækkunum auk verulegrar lækkunnar launa þingmanna og ráðherra í tíð Jöhönnu Sig. Sýndarmennsku sem engu skipti, en við erum að bíta úr nálinni með nú. Þakkið Jóhönnu og Steingrími ósköpin. Ef frá er talin leiðretting þessarar lækkunnar, þá er hækkun kjararáðs nokkuð normal.

Lýðskrumið kostar.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.12.2017 kl. 12:44

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það lækkuðu laun alls launafólks í hruninu, Jón, ekki bara þingmanna og ráðherra. Telji kjararáð að nú sé rétti tíminn til að leiðrétta þá skerðingu þingmanna og ráðherra, er ekki óeðlilegt að launafólk í landinu vilji sömu leiðréttingu.

Svo er bara spurning hvort þjóðfélagið hefur efni á slíku. Telji ríkisstjórnin svo vera, mun hún væntanlega ekki skipta sér af kjaraviðræðum, að öðru leiti en því að hækka laun rísstarfsfólks til þeirrar leiðréttingar.

Gunnar Heiðarsson, 10.12.2017 kl. 13:47

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

GH

Hvenær voru laun "alls launafólks" lækkuð í hruninu?

Flugfreyjan og jarðfræðineminn skertu með ósvífnum hætti laun þingmanna, auk margra annarra starfsmanna ríkisins. Hvenær og hvernig gerðist það með beinni skerðingu með annað launafólk eins og þú vísar í?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.12.2017 kl. 16:19

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Cachoetes

Þegar fátæk móðir Jóns heitins Sólness bankastjóra þynnti mjólkina með vatni þá vissi hann að þrengst hafði í búi.

Í hruninu var mjólkin hjá okkur þynnt með vatni. Gengið féll með öðrum orðum og lífskjörin rýrnuðu hjá öllum. Sama lögmálið að verki og heima hjá Jóni litla.

Halldór Jónsson, 11.12.2017 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 3417959

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband