Leita í fréttum mbl.is

Ingibjörg Skaptadóttir

var afasystir mín. Mig langar að kynna hana aðeins hérna vegna þeirrar miklu umræðu sem nú er um málefni kvenna.

Ingibjörg er nefnilega einn fyrsti kvenritstjóri landsins ásamt móður sinni, sem var dóttir Þorsteins prests á Hálsi og fetuðu þær þar með í fótspor Skapta Jósepssonar ritstjóra Austra sem var þarmeð langafi minn og faðir ingibjargar systur afa míns Tryggva Halldórs sem hét svo í höfuðið á báðum hjónum þeim Tryggva Gunnarssonar og Halldóru konu hans,  en milli þessa fólks var mikill vinskapur.

Skapti var landsþekktur maður og eldaði grátt silfur við Pál Ólafsson skáld og alþingismann, sem var hálfbróðir annars langafa míns Jóns Ólafssonar ritstjóra, ásamt vini sínum séra Birni á Dvergasteini.Orti Páll margar níðvísur og ljótar um þessa tvo merkismenn.Er furða þó að ritræpugen leynist svona aftanað að manni?

Ég veit ekki hvort þetta verður læsilegt í snip jpeg.

ingibjörg SkaptadóttirÞetta er þá bara tilraun þangað til ég get lagað textann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Það var fróðlegt að vita. Móðuramma mín, sem var Austfirðingur, þekkti þessi systkini og talaði oft um þau, bæði Ingibjörgu og Þorstein, bróður hennar, ristjórann, og hans ágætu konu, Þóru Matthíasdóttur, skálds Jochumssonar, en þau bjuggu á Seyðisfirði þann tímann, sem móðurforeldrar mínir voru þar, en afi minn var kaupfélagsstjóri á Seyðisfirði í byrjun síðustu aldar, og móðir mín var fædd á Seyðisfirði. Mér fannst amma mín alltaf halda mikið upp á Ingibjörgu. Þetta hefur líka verið sómakona í alla staði. Það er gaman að þessu. Þetta sýnir líka, hvað Ísland er lítið, og maður þarf ekki að fara langt til þess að hitta einhvern, sem maður getur rakið tengsl til.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2017 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418215

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband