Leita í fréttum mbl.is

Á að leyfa bófaflokkum að kollvarpa stöðugleikanum?

Flugvirkjar mynda stéttarfélag og vinna 300  þeirra bara hjá Icelandair. Icelandair er í eigu fjölda manna. Þeir eru varnarlausir gagnvart þessu félagi. Stéttarfélög eru meðal annars mynduð til að vinna að menntun framgangi og virðingu félagsmanna. En þau hafa líka þann tilgang að taka vinnuveitendur sína til fanga, sem eru nauðbeygðir að semja við það um kauptaxta og afsala sér þar með undir hótunum rétti til að ráða aðra en félagsmenn til starfa.Er ekki svona félag farið að líkjast gíslatakandi bófaflokki? Eru öll verkalýðsfélög ekki orðin ábyrgðaraus bófalokkaígildi? Hvernig á að semja um kaup og kjör yfirleitt?

Þeir  í stéttarfélögum taka líka heil þjóðfélög og hagsmuni allra þegna þeirra í gíslingu í fjárkúgunarskyni og hegða sér þar með eins og ótíndir bófaflokkar í gíslatöku. Stöðva rekstur vinnuveitanda sínna og geta neytt hann í gjaldþrot. Sem væri líklega heimskulegt þar sem þá væri apinn að saga greinina sem hann situr á.

En getur svona háttalag yfirleitt gengið í nútíma samfélögum?  Hvar endar réttur eins og annars byrjar? Hvar byrjar réttur þess með byssuna og hvar byrjar réttur þess sem miðað er á?

Það er ríkisvaldsins að skapa lagaumhverfið sem þessi forneskja gengur eftir.Ríkisvaldinu ber að vernda þegna sína gegn ofbeldi misyndismanna. Ræningjum sem taka menn í gíslingu og heimta lausnargjald yrði svarað af vopnaðri lögreglu og þætti sjálfsagt. En bófaflokksígildi sem er búið að skrásetja sig sem stéttarfélag leyfist að taka þjóðfélag í gíslingu? Er einhver mismunur á þessu tvennu í raun og veru?

Ráðherrann okkar Sigurður Ingi er fljótur til að lýsa því yfir að fyrr láti hann þjóðfélagið sporðreisast og hundraðþúsund þegna þess þjást endalaust en að hann eða ríkisstjórnin skipti sér af þessu. Gat hann nokkuð annað sagt? En skapar hann sér álit fyrir þetta?

Verðum við ekki að fara að taka þessi gamaldags og úreltu lög  frá því fyrir stríð um stéttarfélög og vinnudeilur til endurskoðunar? Finnst einhverjum að þetta eigi heima í nútímanum?

Auðvitað geta öll svona félög hjá okkur vísað í kjararáðsvitleysuna sem Alþingi samþykkti fyrir sig af því að þeir fengu 47 % kauphækkun afturvirkt fyrir sig. En allir aðrir mega helst ekkert fá eins og það er nú sniðugt hjá þessum þingmönnum að hesthúsa þetta hyrst sjálfir af almannafé sem eiga að gæta hagsmuna heildarinnar?

Halda menn að Guðríður Arnardóttir verði eitthvað hógværari fyrir kennara? Eða náttúrfræðinga? 

Þetta flugvirkjaverkfall er prófraun nýrrar ríkisstjórnar sem hún að öllum líkindum fellur á Ef hún leyfir áfram hverju svona ígildi fámennra bófaflokka að kollvarpa stöðugleikanum hjá allri þjóðinni þá er vá fyrir dyrum með stöðugleikann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Skora á flugvirkja að fara fram á 45% kauphækkun og hafa kaup hækkunina afturvirka til þriggja ára.

Ef Icelamdair hefur ekki efni á þessum kröfum, þá getur ríkissjóður greitt mismuninn sem Icelandair getur ekki greitt.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 13.12.2017 kl. 19:15

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Jók sagði Jón Gnar

Halldór Jónsson, 13.12.2017 kl. 20:13

3 Smámynd: Kristmann Magnússon

Goður Halldór í dag 

og við þennan Las Vegas mann vildi ég bara segja - - Ef flugvirkjar eru svona áánægðir með launin sín - af hverju fá þeir aér ekki bara betur launaða vinnu EF þeir finna hana ??

Kristmann Magnússon, 13.12.2017 kl. 23:04

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég held að eg hafi aldrei lesið eins vitleysis lega spurningu eins og kemur frá Kristmanni.

Love it or Lease it, þetta motto er hægt að nota um allflest launakjaramál og fleirri mál reindar.

Af hverju fara ekki eldri borgarar og öryrkjar eitthvað annað ef þeir eru svona óánægðir með þau skammarlegu kjör sem þeir fá á Íslandi? Þetta auðvitað væri úrlausn Kristmanns Magnússonar.

Marga vitleysuna hef ég heyrt og lesið en þessi úrlausn Kristmanns Magnússonar á flugvirkja kjaramálum er algjörlega út í höttt.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 14.12.2017 kl. 01:59

5 identicon

Icelandair er í eigu fjölda manna. Þeir eru ekki varnarlausir gagnvart þessu félagi. Þjónustan sem félagsmenn þess selja er veitt um allan heim og flugvélar fljúga milli landa. Ekkert er til fyrirstöðu að kaupa þessa þjónustu annarstaðar, ekkert nema það að Íslenskir flugvirkjar eru lægst launuðu flugvirkjar á vesturlöndum. Sé hægt að þvinga þá til að vera áfram langt undir töxtum annarra græða hluthafarnir hverja krónu sem sparast í laun til starfsmanna. Og sé hægt að fá aðra launþega til að snúast gegn þessum launþegum, þeim mun betra fyrir eigendurna og vinnuveitendur almennt. Fátt vekur meiri gleði og ánægju hjá vinnuveitendum en að sjá launþega vinna skítverkin.

Ef vinnuveitendur haga sér eins og launamenn séu þrælar sem eiga að vera þakklátir fyrir það sem að þeim er rétt, þá kemur upp sú staða að launamenn fara í verkfall. Það er ekki flóknara en það. Undirlægjur vinnuveitenda, mannleysur með hland í æðum, væla svo um glæpagengi, lausnargjald o.s.frv. eins og við er að búast.

Og Kristmann, það er ekkert að því að reyna að fá hærri laun áður er farið er í aðra vinnu. Fyrstu viðbrögð eiga ekki að vera að hætta. Sérstaklega ekki ef fordæmi eru fyrir umbeðnum hækkunum. Ef vinnuveitandi er ekki tilbúinn til að greiða þau laun sem starfsmaðurinn sættir sig við þá er líka ekki nema sjálæfsagt að hann leiti annað. Rétt eins og læknar, hjúkrunarfólk, kennarar og fleiri stéttir eru að gera.

Gústi (IP-tala skráð) 14.12.2017 kl. 02:42

6 identicon

Það má segja að flugvirkjar haldi Iceland Air í spennitreyju svo er reyndar um aðrar stéttir líka, flugmenn og flugfreyjur. Það er rangt hjá Gústa að segja að hluthafar græði einhvern mismun sem að grundvallast á lægri launum. Það hefur ekkert með málið að gera og sýnir ákveðið skilningsleysi og ber vott af sleggjudómum.

Á meðal hluthafa í Iceland Air eru stærstu lífeyrissjóðir landsins og um leið tug þúsundir launamanna í íslensku samfélagi. Þetta er staðreyndin í málinu.

Menn verða að horfa á heildarmyndina. Íslenskir flugvirkjar hjá Iceland Air eru sennilega með launahærri stéttum í landinu. Ekkert við það að athuga en kröfurnar verða að taka mið af því umhverfi sem við lifum og störfum í. Ég sem hluthafi í Iceland Air hef áhuga á að félagið greiði samkeppnishæf laun og tryggi jafnframt góð starfsskilyrði og vinnuöryggi. Enda sést það glögglega að starfsmenn eru með langan starfsaldur hjá félaginu og það er mikill fengur fyrir þá.

Það er kannski kominn tími til þess að menn endurskoði vinnumarkaðsmódelin. Að farið verði í fyrirtækjasamninga sem taka mið af því hvernig félagið gengur og umbuna fólki í formi kauprétta. Ef Iceland Air hagnast ekki nægjanlega þá er það sjálfgert að segja upp fólki. 

Það er nokkuð sérstakt að Gústi tali um erlenda launamenn og íslenska í sömu andránni. Ef íslensku félögin myndu ráða tóma erlenda starfsmenn þá væri ljóst að það myndist heyra hljóð úr strokki. 

Guðmundur (IP-tala skráð) 14.12.2017 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband