Leita í fréttum mbl.is

Jörgen Peder Steffensen

frá Niel Bohr Institute er með fyrirlestra á YouTube sem enginn sem lætur sig loftslagsvísindin varða ætti að láta fram hjá sér fara.

Maðurinn er auk innihaldsins skemmtilegur fyrirlesari og manni leiðist ekki þótt þetta taki nokkra klukkutíma að hlusta á þetta.

En hver er niðurstaðan í stuttu máli?

Jörgen hefur rannsakað ískjarna frá Grænlandi og Suðurskautslandinu sem ná 800.000 ár aftur í tímann. Það var einum þremur gráðum heitara á þessum tíma en það er í dag. Hvar er þá hin manngerða hlýnun sem Katrínu Jakobsdóttur er svo mikið í mun að hemja? Það verður að draga úr CO2 útblæstri með öllum ráðum segir hún og spara hvorki fé né fyrirhöfn. 

steffensen4

 Þarna sést hversu  hitastigið á Grænlandi var um þremur stigum hærra en það er núna fyrir 800.000 árum.Ferlarnir frá Antarticu eru svipaðir nema hliðraðir til vinstri.

Þá var enginn CO2 útblástur. En magn CO2 í loftinu fylgir hitastiginu nokkuð nákvæmlega. Hitni í andrúmsloftinu eykst magnið og öfugt.

 

 

 

 

ssteffensen2

Línurit af hitastiginu á Grænlandi síðustu 800.000 árinu sést  sést á myndinni. Litli lárétti kaflinn lengst til vinstri spannar alla mannkynssöguna.

Já hún er ekki lengri en þetta í hlutfalli.

Hún er öll á heitum kafla jarðsögunnar.Ef við drögum lárétta línu í gegnum allt kortið þá sjáum við hversu sjaldan hefur verið svona hlýtt.

Á kannski hundraðþúsund ára fresti var hlýrri stuttur kafli.

Annars var kaldara á Grænlandi.

Og fyrir hundrað þúsund  árum var þremur gráðum hlýrra á Grænlandi en er núna. Af hverju skyldi það nú hafa verið? Hverju skyldu þau Katrín Jakobsdóttir og Al Gore svara til um það? 

Hversvegna eigum við að leggja píslir á okkur fyrir eitthvað sem ekki stendur neinum vísindalegum fótum í raunveruleikanum? Manngerð hlýnun er ekki staðreynd heldur tilgáta á á vafasömum grunni. Jafnvel óvísindalegum alhæfingum IPCC.

Væri úr vegi að hlusta líka á Jörgen Peder Steffensen?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Halldór frændi.Ég raðaði vídeóklippum frá fyrirlestrinum á vefsíðu til þæginda.

Fyrsta myndbandið er mjög stutt yfirlit, aðeins 4 mínútur. Næstu þrjú eru frá fyrirlestrinum, en hið fjórða er með ljúfum tónum í lok fyrirlestursins.: 


http://www.agust.net/wordpress/2017/11/24/jorgen-peder-steffensen-hja-niels-bohr-institute-hlyrra-a-graenlandi-fyrir-arthusundi-en-i-dag/



Ágúst H Bjarnason, 16.12.2017 kl. 17:54

2 identicon

Augljóslega blekking og þótt það væri raunveruleikinn þá toppar þann raunveruleika sem flokksfélagi þinn sem flokksfélagi hefur til Shengen sattmalans

L. (IP-tala skráð) 17.12.2017 kl. 00:03

3 identicon

Halldór og Ágúst.

Ég hef skoðað slitrur úr erindi Jörgens Steffensen og er sammála ykkur um að það er fróðlegt og stórskemmtilegt.

Ekki hef ég enn skoðað innlegg hans í loftslagsumræðuna, en hafið bestu þakkir fyrir ábendinguna.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 17.12.2017 kl. 00:45

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Á meðan Al Gore og co eru upptekin við að hræða jarðarbúa með mýtunni að hlýnun jarðar sé af manna völdum þá fljóta um höfin og þó einkum í Kyrrahafinu breiður af plasti og öðrum úrgangi sem þekur fleiri hundruð ferkílómetra. Þessum köppum væri nær í samráði við Sameinuðu þjóðirnar að safna liði og hreinsa hafsflötinn af þessum ófögnuði.

Málið er að með boðskap sínum með aðkomu SÞ er verið að leggja grunn að því að hræða fólk svo auðvelt verði að stjórna því hvernig það lifir. Heims elítan vill stjórna fólki, en fyrst þarf að ná til ríkisstjórna og þjóðþinga því í gegnum stjórnmálamennina munu elítan koma sínu fram. Katrín Jakobs og Vinstri grænir eru því miður ekki þau einu sem fallið hafa fyrir þessari blekkingu.

Tómas Ibsen Halldórsson, 17.12.2017 kl. 01:08

5 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Man ekki betur söguna en svo, að í landnámi var hér

allt skógi vaxið frá fjöllum til sjávar..!!

Ekki voru til rafhjól eða bílar þá.

Ekki voru víkingaskipin púandi með einhvern útblástur.

Samt hvarf skógurinn.

Þetta hljóta að vera helvítis beljurnar sem tókst

að útrýma þessum skógum með sínu prumpi.

Miðað við elju þessa fólks, sem vill skattleggja allt

í nafni útblásturs, þá er komin tími til að beljur og

annar búfénaður, sem skilar mun meiri hættulegri blæstri

út í andrúmsloftið en bílar sé skattlagt.

Þarna er komin ný leið fyrir þetta öfgatrúarfólk að skattleggja

prumpið.

Ef þú rekur við, þá þarft þú að borga.

Það veðrur gaman að sjá þá mæla sem almenningur þarf

að hafa á sér þá...:)

Sigurður Kristján Hjaltested, 17.12.2017 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband