Leita í fréttum mbl.is

Dagblöðin

í dag eru athygli verð. Fyrst vil ég nefna Reykjavíkurbréf Davíðs í Morgunblaðinu. Þar er sannarlega tekið málefnalega á þeirri ákvörðun íslenskra stjórnvalda að greiða atkvæði gegn Bandaríkjunum um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og flytja sitt sendiráð þangað frá Tel Aviv. 

reykjavikurbréfÞað er ástæða til að hvetja fólk til að lesa þetta vandlega.

Það eru þarna færð rök fyrir því að Jerúsalem getur sem best verið höfuðborg Ísraels sem og Palestínumanna án þess að vandræðum valdi. Miklu frekar gæti manni dotti í hug að þessi ákvörðun Trumps gæti dregið úr líku á árásum hermdarverkamanna á Jerúsalem sem þar væru fleiri þjóðir samankomnar.

Davíð rifjar upp heimsóknir sínar til Ísraels á árum áður þegar allar valdastofnanir ríkisins var þar að finna þó ekki væri Jerúsalem formlega viðurkennd sem höfuðborg.

En fíflagangur vinstrimanna hafði yfirhöndina í utanríkisstefnu Íslendinga  og við eltum þá út í þá skömm að snúast gegn mestu vinaþjóð okkar Bandaríkjunum samkvæmt  antiTrump stefnu 101-elítunnar  sem birtist á miðopnu þess í dag:

Það er einkennandi að yfirskrift greinar Guðmundar Steingrímssonar er "Staða Fíflagangsins". 

Er orðaval þingmannsins fyrrverandi ekki allvel einkennandi fyrir bæði höfundinn, blaðið og leiðaraskrifin sem lýsa þekktri vanmetakennd vinstrimanna gagnvart réttkjörnum Bandaríkjaforseta Donald Trump og því að hann reynir að standa við orð sín fyrir kosningar sem eftir þær.

fíflagangur fréttó

Leiðarafrúin kallar Donald Trump trúð. Hvaðan kemur henni umboð til að fella svona dóma yfir mörg hundruð milljóna þjóð sem kaus Trump í ýðræðislegum kosningum?

En sem betur fer er Fréttablaðið aðeins æsifréttablað sem er skoðanalega óábyrgt með öllu og aðeins gefið út til að fleyta risagjaldþroti sínu fram frá degi til dags með því að moka auglýsingamarkaðinn með risanotkun á pappír án tillits til hvort fólk ber blaðsíðurnar augum eða ekki.

Allt að órannsökuðu máli auglýsingastofanna sem stjórna honum. Þær hafa ekki rannsakað það hversu margir sjá auglýsingu í Fréttablaðinu eða Morgunblaðinu og hversu margi sjá auglýsingu í til dæmis landsbyggðarblaðinu Sámi fóstra sem er dreift af Íslandspósti í hverja póstlúgu á sínu  útgáfusvæði en ekki fleygt í hrúgur eða aðeins til þeirra sem borga. Samt starfa þær eins og að þær þekki niðurstöðuna upp á hár.

Trumpofóbís íslenskra vinstrimanna ætti ekki að ráða afstöðu ríkisstjórnar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum gagnvart ákvörðun Bandaríkjaforseta um viðurkenningu Bandaríkjanna,fyrir sitt leyti aðeins, á Jerúsalem sem höfuðborgar Ísraels  frekar en að elta fáránlegt  viðskiptabann Evrópusambandsins á Rússland án þess að kanna vilja meirihluta íslensku þjóðarinnar í því máli.

Íslensk dagblöð mættu láta sig þessi mál meira varða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 3418208

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband