Leita í fréttum mbl.is

Frárennslið var ekki nóg

hreint drykkjarvatn er líka það sem Borgarstjórnarmeirihlutinn getur ekki tryggt kjósendum.

"

Fjölg­un jarðvegs­gerla hef­ur mælst í kalda vatn­inu í Reykja­vík. Í til­kynn­ingu frá Veit­um kem­ur fram að tvö sýni sem Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur tók 12. janú­ar stóðust ekki viðmið í reglu­gerð.

„Í varúðarskyni mæl­ir Heil­brigðis­eft­ir­litið með því að neyslu­vatn í viss­um hverf­um borg­ar­inn­ar sé soðið ef um neyt­end­ur er að ræða sem eru viðkvæm­ir,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. Með viðkvæm­um er átt við þá sem eru til dæm­is með lé­legt ónæmis­kerfi, ung­börn, aldraða eða fólk með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma.

Hverf­in sem meng­un­in nær til eru öll hverfi borg­ar­inn­ar nema Grafar­vog­ur, Norðlinga­holt, Úlfarsár­dal­ur og Kjal­ar­nes auk Mos­fells­bær, sem fá vatn frá öðrum svæðum í Heiðmörk þar sem ekki hef­ur mælst gerla­fjöldi yfir viðmiðun­ar­mörk­um.

Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri í Reykja­vík, seg­ir í sam­tali við mbl.is að hann sé með öll gögn und­ir hönd­um og muni kynna sér þau vel og að brugðist verði við með viðeig­andi hætti, meðal ann­ars með því að hafa sam­band við smit­sjúk­dóma­lækni. 

Lík­leg ástæða fyr­ir frá­viki í gerla­magni er mik­il hlákutíð und­an­farið í kjöl­far langs frostakafla. Við slík­ar aðstæður get­ur yf­ir­borðsvatn kom­ist í grunn­vatn og flutt með sér gerla. Ef gerla­magn í bor­holu mæl­ist yfir mörk­um er vatnstöku úr henni hætt.

„En nú er sú staða kom­in upp að búið er að taka það marg­ar hol­ur úr rekstri Veitna að ekki er hægt að anna vatnsþörf viðskipta­vina ef þær verða fleiri. Því þurf­um við nú að nýta eina holu þar sem fjöldi jarðvegs­gerla hef­ur mælst yfir mörk­um. Í þeirri holu hafa ekki fund­ist E. coli-erl­ar,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Sýni verða tek­in áfram dag­lega, bæði úr bor­hol­um af Veit­um og af Heil­brigðis­eft­ir­lit­inu úr dreifi­kerf­inu, þar til ástand neyslu­vatns­ins er viðun­andi. „Til­kynnt verður þegar ástand vatns­ins stenst reglu­gerð nr. 536/​2001 en skv. henni er um óeðli­legt ástand að ræða og er vís­bend­ing um að of­an­vatn hafi borist í vatnið,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Heil­brigðis­eft­ir­liti Reykja­vík­ur."

Er þetta fyrirhyggja sem íbúar þurfa að spyrja um í næstu kosningum?

Voru frárennslisvandamálin á Ægissíðunni ekki nóg?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband