Leita í fréttum mbl.is

Borgarlína

og léttlestir náðu athygli umferðarfróðs vinar míns á ferð vestur í Bandaríkjunum.

Hann skrifar mér:

"Ég er strax farinn að stúdera samgöngukerfið hérna. Íbúafjöldi í San Diego er 1.300.000 og ca. 3.100.000 á stór San Diegosvæðinu. Flottar hraðbrautir með mislægum gatnamótum þvers og kruss um allt svæðið.

Umferðarástandið er þó eitthvað verra en í Reykjavík, hér eyða bílstjórar að meðaltali um 35 tímum á ári í umferðarteppu. Það er þó betra en í Osló, þar sem bílstjórar eyða 46 tímum á ári í umferðarteppu, og miklu betra en í Los Angeles, þar sem menn eyða um 100 tímum á ári í umferðarteppu.

Hér eru 3 léttlestarlínur og 2 hraðvagnalínur. Öðru megin við blokkina okkar stoppar léttlest og hinum megin hraðvagn. Þrátt fyrir þessar fínu "borgarlínur" er hlutur almenningssamgangna í ferðum til og frá vinnu aðeins 3,5 %.

7 % vinna heima hjá sér, ca. 3 % ganga og um 1 % hjóla.

Þannig að af þeim sem ekki vinna heima hjá sér, þá fara um 90 % í vinnuna á fólksbíl.

Hér er slæmt veður ekki afsökun fyrir því að nota einkabílinn. San Diego er ein veðursælasta borg í USA. Samgönguyfirvöld ætluðu að láta eina hraðvagnaleiðina fá sérakrein, þ.e. taka 1 + 1 akrein frá fólksbílunum. Því var harðlega mótmælt og sáu samgönguyfirvöld sæng sína útbreidda.

Ég held að Hjálmar ætti að koma hingað til að messa yfir íbúum San Diego." (um ágæti Borgarlínu og ómislægra ljósastýrðra gatnamóta, innskot bloggara) 

Hér uppi á Íslandi hafa kommatittirnir höndlað stórasannleika í umferðarmálum hundraðþúsund manna.

Um það og Borgarlínuna verður væntanlega kosið í maí næstkomandi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 3418134

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband