Leita í fréttum mbl.is

Umferðin í SanDiego

er minn umferðarfróði vinur fyrir vestan að kynna sér.

Hann skrifar mér svo:

"Sæll

 
Við fórum í bíltúr í gær meðfram höfninni. Ókum til að byrja með Harbour drive, sem ég kallaði Hafnarstræti. Gatan er 6-8 akreinar og liggur m.a. meðfram flugvellinum, San Diego International Airport. Ég bendi á að hér væru menn ekkert að loka Hafnarstræti eins og í Reykjavík.
 
Auk þess væri flugvöllurinn rétt við miðborgina og engum dytti í hug að flytja hann. Það fara um 20 milljón farþegar um völlinn á ári, eða meir en tvöfalt á við Keflavíkurflugvöll. Auðvitað er kvartað yfir hávaða frá flugumferð. Svar yfirvalda við því eru ákveðnar "Noise Abatement Measures".
 
Auk alþjóðaflugvallarins er "Executive Airport", sem er umkringdur byggð. Einnig eru hér 2 herflugvellir, annar á eyju við höfnina, hinn í útjaðri byggðar.
 
Bíltúrinn um höfnina endaði við endann á skaga (Point Loma), þar sem er minnismerki um Juan Rodriguez Cabrillo, sem kom hingað fyrstur Spánverja 1542 og reisti hér spænska fánann og Spánverjar leggja í framhaldinu undir sig Kaliforníu. Mjög fallegt útsýni frá minnismerkinu (styttunni) yfir höfnina og borgina. 
 
Ég var óhress með skoðanakönnunina um borgarlínuna. Ég átti svo sem von á því að meirihluti á höfuðborgarsvæðinu væri fylgjandi henni, þar sem allir flokkar á svæðinu hafa látið plata sig út í þetta. En fylgið mun örugglega fara minnkandi á næstu vikum, þar eð Eyþór Arnalds tók eindregna afstöðu á móti borgarlínunni í prófkjörinu og aðeins Áslaug tók eindregna afstöðu með henni. Svo hefur Sigmundur Davíð mælt á móti henni, þannig að ég er bjartsýnn á að staðan batni verulega í kosningabaráttunni."
 
Þannig háttar nú til út í hinum stóra heimi Hér þurfa íslenskir vinstrimenn að finna upp hjólið í samgöngum og þurfa ekki á flugumferð að halda hvað þá bílum eða mislægum gatnamótum fyrir þá.
 
Hefðu þeir ekki gott af að fara til SanDiego og kynna sér málin þar við yndislegustu hjólreiðaaðstæður sem fyrirfinnast nokkurs staðar.
 
Í SanDiego velja 90 % íbúanna einkabílinn sem sinn ferðamáta en ekki Borgarlínur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athyglisvert að andstæðingar borgarlínu og fylgjendur flugvallar þurfi að fara hálfa leið kringum hnöttinn, í tíu sinnum stærri borg þar sem aldrei snjóar og sjaldan rignir, til að finna málstað sínum rök. Sérstaklega í ljósi þess að í nágrannalöndunum er enginn skortur á borgum sem eru sambærilegar að stærð, með sambærilegt veðurfar og aðstæður. Gæti góður árangur og reynsla af borgarlínum þar verið ástæða þess að leita þurfi í land hæsta stigs bílatrúar, til San Diego syðst í Kaliforníu við landamæri Mexico?

Gústi (IP-tala skráð) 27.1.2018 kl. 13:59

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það kom fram í skoðanakönnuninni um borgarlínu að þeim mun meiri menntun sem menn hafa þeim mun líklegri eru þeir til að styðja borgarlínu. Það ver væntanlega vegna þess að þeim mun meiri mentun sem menn hafa þeim mun líklegri eru þeir til að sjá í gegnum lýðsrkum Eyþórs og annarra andstæðinga borgarlínu og átta sig á að ef menn fara ekki út í borgarlínu þá þurfi að finna aðrar lausnir á samgöngumálum fyrir 70 þúsund viðbótar íbúa höfuðborgarsvæðisins og þær eru allar mun dýrair en borgarlínan. 

Sigurður M Grétarsson, 28.1.2018 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418135

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband