Leita í fréttum mbl.is

Ögmundur í stríð!

boðar hann í grein í Fréttablaðinu. Þar birtir gamli byltingarmaðurinn þau gömlu sannindi jafnaðarmennskunnar að kjör séu bara afstæð. Ef allir hafi það jafn skítt þá sé allt í lagi.

Sjálfur er hann búinn að maka krókinn í gegn um Kjararáð. Nú emjar hann yfir því að sumir vilji rúlla bitlingunum til baka til þess að geta lækkað kröfurnar hjá öðrum. Þá vill hann binda lægstu launin við þriðjung af forstjóralaunum. Þá eru hans þreföldu forréttindi væntanlega tryggð umfram Salek.

Niðurlag greinarinnar er:

" En aftur að Kjararáði og tillögu sem ég set hér með fram. Okkur er sagt að stóri vandinn sé skortur á upplýsingum um kjör og þróun viðmið- unarhópa, og þá væntanlega einnig þeirra sem Kjararáði ber að miða við.

Væri ekki ráð að hver og einn einstaklingur sem sæti á í stjórn Viðskiptaráðs opni veski sitt og sýni þjóðinni hvað þar er að finna. Þau sem tjá sig eins ákaft um kjör annarra og þetta fólk gerir, geta varla vikist undan því að ræða eigin kjör. Þetta ætti að vera einfalt og fljótvirkt. Þar með hefði Kjararáð við miðunarhópinn til að styðjast við.

Varnarvísitala láglaunafólks

Þegar þessar staðreyndir lægju á borðinu væri rétt að hefja umræðu um hver væri siðferðilega boðlegur kjaramunur. Ég hef stungið upp á einn á móti þremur og flutt um það þingmál. Óþarflega mikill munur kann einhver að segja og virði ég það sjónarmið. En ég legg engu að síður til að við byrjum þarna.

Ef við sammæltumst um þetta og á daginn kæmi að viðsemjendur SA og Viðskiptaráðs væru með minna en nemur þriðjungi af þeirra kjörum, þyrfti að gera annað tveggja, hinir hæstu lækki eða hinir lægstu verði hækkaðir þannig að hlutfallinu verði náð. Þarna væri komin varnarvísitala láglaunafólks.

Ef ekki fylgir með í SALEK pakkanum formúla af þessu tagi, þá er bara ein leið fær:

Barátta og aftur barátta!"

Formannsframbjóðandi V.R. í Eflingu  vill verkföll sem fyrst. Formaður framhaldskólakennara þarf varla langa brýningu til aðgerða.Flugumferðarstjórar eru líklega í kallfæri, náttúrufræðingar,geislafræðingar og margir aðrir. Enda er þessi sífelldi hagvöxtur og sterkt gengi orðinn illþolandi og Oddi búinn að loka. 

Þarna er kominn öflugur baráttuhópur fyrir "kjaraleiðréttingum".

Niður með krónuna! Upp með verðbólguna! "Gömlu tímana gefðu mér" söng hann Ómar einu sinni.

Fram í stríð Ögmundur! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er ekki hægt að tala um "siðferðilega boðlegan" kjaramun. Kjörum er ekki útdeild af drottni almáttugum heldur ráðast þau af framboði og eftirspurn ásamt fjölmörgum fleiri þáttum. Munur á kjörum fólks hefur ekkert með siðferði að gera.

Þorsteinn Siglaugsson, 31.1.2018 kl. 20:46

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég minnist þess ekki úr mínum uppvexti fyrir 70 árum að það sjónarmið væri uppi að ríkið yrði að sjá rónunum fyrir spritti og plássi til að drekka það annarsstaðar en á hótel blikki á Arnarhóli. Að ríkið ætti að borga mér fyrir að vera í Gaggó Aust en ekki að vinna niðri á höfn.

Foreldrar mínir voru ekki auðfólk og fæst af kunningjafólkinu sem kom í vísitt á kvöldin. En þau sáu vel fyrir okkur systkinunum og við bjuggum við gott atlæti og aldrei skorti neitt. Mamma var heimavinnandi en pabbi stritaði úti á daginn og teiknaði á kvöldin og stundum um helgar.

Ég vissi vel um sódarana án þess að hafa fengið fræðslu í skólanum né heima.Við urðum sjálfir að passa okkur strákarnir. Við reyktum stundum spanskreyr og reyndum að kíkja á gluggana í kjallaranum á Sundhöllinni. En vorum ekki teknir í sálfræðimeðferð fyrir það.Við vorum ekki ókurteisir eða vondir við stelpurnar enda skotnir í sumum þeirra. Nú er þetta víst allt breytt.

Halldór Jónsson, 1.2.2018 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband