Leita í fréttum mbl.is

Sósíalistar hækka skatta

hvar sem þeir hafa áhrif.

Ég hitti mann með meira en fjörtíu ára reynslu af alþjóðaviðskiptum og rekur m.a.fyrirtæki hér í Bandaríkjunum. Hann hefur reynslu af mörgum forsetum bæði demókrötum og repúblikönum. Hann sagði að skattar sem hann tiltók hefðu tilhneigingu til að vera 35 % hjá republíkönum en 48 %  hjá demókrötum. Hann sagði gersamlega tilgangslaust að ætla að skattleggja fyrirtæki. Fyrirtæki borguðu aldrei þá skatta heldur gerði almenningur það. Hækkaðu skatt á bensín og hver borgar? Hækkaðu skatt á mjólkurbú. Hver borgar? Hækkaðu veiðigjöld og hver borgar? Hækkaðu virðisaukaskatt og hver borgar? Fyrirtæki velta öllu út í verðlagið.

Svo talar sósíalistinn um umhyggju fyrir þeim verst settu. Hann elskar einstæðu móðurina en gerir bensínið dýrara fyrir hana með CO2-ethanóldellu og skapar hungursneyð í Afríku með því að nota maís í lífdísilframleiðslu. Fólkið er svo mikil fífl að að skilur ekki samhengið. Lífskjör geta aldrei batnað nema skattar lækki.Þá fjárfesta fyrirtækin og hagræða og verðlag lækkar. Ef þú mátt afskrifa fjárfestingar á fjórum árum eins og þegar repúblikanar eru við völd þá kaupa menn nýja rennibekki, vélar og tól. En demókratarnir lengja afskriftatímann í 30 ár og engin fyrirtæki fjárfesta og engin hagræðing á sér stað.

Af hverju skyldu sósíalistar ekki geta skilið gunnatriði þjóðfélagsins?Þeirra háttur er allstaðar sá sami: Skattleggja og eyða. Þess vegna hækka sósíalistar alltaf skatta en lækka þá aldrei.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Virðisaukaskattur er neysluskattur sem leggst á vörur og þjónustu en ekki fyrirtæki. Þó fyrirtækin innheimti skattinn þá er hann ekki lagður á fyrirtækin, fyrirtækin eiga ekki það sem þau innheimta fyrir ríkissjóð.

Skattar á fyrirtæki reiknast af tekjum en ekki vöruverði. Álagðir skattar hækka þannig ekki vöruverð en lækka hagnað eigenda. Skattarnir tengjast ekkert vöruverði. Kjósi fyrirtækin að hækka vöruverðið þá er það þeirra ákvörðun og hefur ekkert með skattlagninguna að gera. Enda þarf ekki skatta til að fyrirtæki hækki vöruverð sjái þau sér fært að gera það. Geti þau kennt hærri sköttum um þá er það bara til að fela græðgi og okur.

Og almenningur nýtur ekki betri lífskjara þegar mennta og heilbrigðiskerfin eru svelt og dregið úr löggæslu og ummönnun aldraðra svo fyrirtækin geti keypt nýjan rennibekk og eigendurnir bætt sín lífskjör með góðum skattlausum hagnaði.

En við þekkjum það að hér kvarta aldraðir, lögreglumönnum fækkar og heilbrigðiskerfið molnar niður meðan sjúkrahúsin verða ónothæf vegna skorts á viðhaldi, myglu- og rakaskemmda svo hægt sé að lækka skatta á fyrirtæki og auðmenn.

Gústi (IP-tala skráð) 10.3.2018 kl. 15:29

2 Smámynd: Halldór Jónsson

OH láttu bloggið mitt í friði fyrir þínum skrifum Gústi minn, ég bið þig

Halldór Jónsson, 10.3.2018 kl. 17:04

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Gústi, þú verður að gera þér grein fyrir því að ALLIR skattar eru greiddir af neytendum hvaða nafni sem þeir heita.  En því miður er útfærslan á virðisaukaskattinum þannig að hann er einhver sá "ÓEFFEKTIVATSKTI" skattur sem til er og hann gerir ekkert annað en að HÆKKA vöruverð hér á landi og auka við ójöfnuðinn.  Þið kommatittirnir ættuð frekar að hugsa um að NÝTA betur þær tekjur sem ríkið aflar en sífellt að HÆKKA þá skatta sem fyrir eru......

Jóhann Elíasson, 10.3.2018 kl. 17:31

4 Smámynd: Sigurður Antonsson

1984 var mikil verðbólga hér í stjórnartíð samsteypustjórnar, Framsóknar, Alþýðubandalags og Gunnars Thoroddsen. Þá voru skattar 55% á fyrirtæki. Gengi vel eitt árið varð að draga saman seglin það næsta til að eiga fyrir sköttum. SÍS blómstraði og  borgaði engan tekjuskatt. Afkoman leyfði það ekki en lánsfé var ótakmarkað til SÍS meðan aðrir fengu nánast ekkert lánsfé, aðeins stutta víxla.

Í kvöldfréttum ríkisins var tíundað hve vel hefði gengi fyrstu 100 hundrað dagana hjá stjórn Katrínar. Samanburður var sóttur til Norðurlanda og mikið vitnað. Einn ljóður var þó á gjöfum Njarðar. Dómsstólaráðherra ríkisstjórnarinnar var svarti sauðurinn að mati fréttamanns. Því til staðfestingar var leitað álits íslensk háskólakennara og eftir hans formælingar var ekki neinn vafi lengur. Nær allir fréttatímar eru litaðir þannig og maður spyr hvort almenningur eigi fréttaveituna. Okkar allra?

Fréttaveitunnar í Ameríku eru einnig í vinsældakeppni um athygli. Þar er Trump úthúðað. Eitthvað líkt með RÚV? Ríkisfréttaveiturnar á Norðurlöndum eru ekki svona uppmálaðar af pólitískri afskræmingu. 

Sigurður Antonsson, 10.3.2018 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 3418191

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband