Leita í fréttum mbl.is

Er einhver munur

á fyrirbrigðinu  Viðreisn og Samfylkinguni?

Þessi texti er stefna Viðreisnar:

"Bilið brúað: Fæðing­ar­or­lof skal lengt í 12 mánuði og fjöl­breytt dag­vist­un verði í boði frá 12 mánaða aldri.

● Auk­in verði heim­ild til nýt­ing­ar á sér­eign­ar­sparnaði til kaupa á hús­næði.

● Viðræðum um fulla aðild að Evr­ópu­sam­band­inu verði lokið.

● Geng­is­stöðug­leiki og lægri vext­ir tryggðir með upp­töku evru.

● Rýmkaðar verði heim­ild­ir til skatt­frá­drátt­ar ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækja.

● Af­nema á sam­keppn­is­hindr­an­ir á inn­lend­um mörkuðum."

Hvað er nýtt í þessu miðað við það sem við höfum heyrt áður frá Samfylkingunni?

Er einhver munur?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Munurinn liggur í "branding" og markaðssetningu.

Vegna "svika" VG á vinstrivængnum, þá færir Samfylkingin sig til vinstri, og ætlar að sópa upp óánægjufylgi vinstra afturhaldsins. 
Viðreisn á svo að sækja inn á eldri mið Samfylkingar og annarra horfinna krataflokka, og treysta á að þeir kratar sem gáfu Samfylkingu og Bjarta framtíð upp á bátinn, sjái þarna pólitíska jómfrú.

Menn hafa sennilega metið það sem svo, að í kraðaki vinstriflokka sé betra að nota vörumerki sem eru þekkt, þó svo að þau séu sködduð, heldur en að markaðssetja ný. Þegar markaðssetir eru nýjir flokkar, þá er venjan að þar sé í forsvari einhver eða einhverjir áhugaverðir frambjóðendur, og/eða áhugaverðar nýjungar. Ekkert slíkt er í boði í þessum tveim flokkum og líklega yrði á brattann að sækja að laða til liðs fólk sem hefur brennandi áhuga.

Sem sagt, Samfylkingin hefur yfirtekið No borders liðið, aðdáendur íslam og gyðingahatarana, og Viðreisn tekur við Jóni Ásgeiri, Vísi og gömlu stefnuskrá Samfylkingar.

Hilmar (IP-tala skráð) 11.3.2018 kl. 19:36

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er sannarlega kaldhæðnislegra en tárum taki að gamla kúlulánadrottningin og útrásarmakinn skuli farin að flokka sig sem vinstrimanneskju, tala nú ekki um engeyinginn og bankabraskarann Benedikt.

Evruupptakan á sér nú samt rætur hjá Kaupþingi og hafði sá banki í hótunum og stóð í opinberum malaferlum til að ná því í gegn.

Að vinstrimenn skuli orða sig við Evrópusambandsaðild er sömuleiðis mikil kaldhæðni. Þar ræður kapítalískur supranationalismi þar sem lýðræðinu er úthýst og þjóðum drekkt í reglugerðarfargani. Evrópusambandið er fyrir aðalinn og atvinnurekendurna en ekki litla manninn. Ókjörnir embeættismenn ráða þar lögum og lofum. 

Þetta er einhverskonar pólitískur geðklofi.

Nú á að nota vinstrimenn til að vinna að evropusambandsaðild. Eftir það mega þeir svo éta það sem úti frýs. Þarna er eini möguleikinn fyrir stuðningi við stefnumálið eina. Því er siglt umdir fölsku flaggi nú. Hið retta eðli þessa öfgaflokks kemur svo í ljós ef þeim tekst þetta.

Éf er nú samt á því að Viðreisn sé að fremja pólitískt harakírí í beinni nú með þessum málflutningi og nokkuð garanterað að þessi örflokkur hverfur í næstu kosningum. Þeir seldu sig inn á þing í byrjun með að nefna evrópusambandið ekki á nafn og því álpuðst einhverjir til að kjosa þá.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.3.2018 kl. 20:20

3 Smámynd: Halldór Jónsson

"Ég er nú samt á því að Viðreisn sé að fremja pólitískt harakírí í beinni nú með þessum málflutningi og nokkuð garanterað að þessi örflokkur hverfur í næstu kosningum. Þeir seldu sig inn á þing í byrjun með að nefna evrópusambandið ekki á nafn og því álpuðst einhverjir til að kjosa þá."

Eg held al þú sért með þetta Jón Steinar

Halldór Jónsson, 11.3.2018 kl. 21:24

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég get ekki séð neinn mun;

báðir stefna á esb og báðir tralla með gaypride-trúðum.

Jón Þórhallsson, 12.3.2018 kl. 08:16

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Viðreisn er ekki stjórnmálaflokkur, Halldór. Þetta er hópur fólks sem leitar eftir völdum og í þeim tilgangi er tínt til allt sem hljómar fagurt í eyrum kjósenda. Að þessi hópur hyggist síðan standa við þau loforð, ef hann nær völdum, er fráleitt að ætla.

Tilurð Viðreisnar er öllum kunn og ætti að segja fólki allt sem það vill vita. Hópur fólks innan Sjálfstæðisflokk undi ekki stefnu flokksins í ESB málum, gekk því úr flokknum og stofnaði Viðreisn.

Þessi hópur hefur einungis eitt markmið, að koma landinu undir ESB, annað hvort með beinni aðild eða með því að nýta EES samninginn og færa landið þannig smátt og smátt undir ESB. Hvort þessi hópur er á launum frá Brussel get ég ekki fullyrt, en þetta eru sannkallaðir Kvislingar Íslands.

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 12.3.2018 kl. 08:19

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Vel og einarðlega mælt að vanda Gunnar Heiðarsson

Halldór Jónsson, 12.3.2018 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.12.): 682
  • Sl. sólarhring: 872
  • Sl. viku: 8308
  • Frá upphafi: 2412228

Annað

  • Innlit í dag: 552
  • Innlit sl. viku: 6755
  • Gestir í dag: 507
  • IP-tölur í dag: 491

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband