Leita í fréttum mbl.is

Grín úr gömlum myndum

dettur manni í hug þegar maður virðir fyrir sér samskipti fyrrum pólitískra bólfélaga úr Pírata-og Gnarrflokkunum. Engin situr á sárshöfði við annan og allt virðist þetta snúast um að krækja sér í aura. Enda var víst ekki úr háum tekjusöðli að detta hjá þeim flestum, sem eiga það hinsvegar sameiginlegt að að fyrirlíta efnamenn sem fara í pólitík eins og Sigmund Davíð, Bjarna Ben eða Trump. Menn sem fara í pólitík til að koma einhverju til leiðar fyrir kjósendur sína en ekki bara til að láta bylja í sér og blaðra um heima og geima og fá borgað fyrir.

Pólitík á Íslandi hefur yfirleitt ekki verið ábatasöm og hugsjónamenn hafa ekki mikið efnast á störfum sínum Það er því ágætt að menn séu bjargálna fyrir stjórnmálastörf. Slíkir menn eru líklegri til að hafa raunverulega köllun til að bæta samfélagið en þeir sem þangað fara í von um vel launaða innivinnu. Sem sagt fara í stjórnmál til að efla eigin hag fremur en umbjóðendur sína.

Framboðsgerið sem er orðin lenska fyrir hverjar kosningar er bein afleiðing af því að ríkið fór að styðja stjórnmálaflokka. Það hefur leitt af sér að í stjórnmál hópast allskyns lukkuriddarar sem eygja von í krækja sér í fleiri aura en þeir hafa og eitthvað skárri tilveru en hversdagsleg  leiðindabasl sitt.

Ef maður lítur á Bandaríkjaþing, þá sér maður uppábúið fólk sem er aðallega úr stóru flokkunum tveimur.  Horfir svo á Alþingi Íslendinga og sér samsafn af allskyns tötrughypjum sem maður þekkir ekki í sjón eða fyrir hvaða flokk þeir er sem labba á sokkaleistunum og flakandi að framan í ræðustól og blaðra um heima og geima og jafnvel kvarta yfir því að Alþingi sé ekki nægur sómi sýndur.

Nú horfir maður á átökin innan þessara skyndiflokka eins og til dæmis Pírata. Stofnandinn farinn úr flokknum og kominn á opinbert framfæri hjá Vinstri Grænum eftir að hafa orðið fyrir ágangi fyrri félaga og fengið neitun um hluta af ríkispeningunum. Hugsjónirnar farnar fyrir bí og þörfin til að láta gott af sér leiða. Og þeir eru ekki einsdæmi um tilgangsleysið því árangur þeirra er enginn fyrir neinn nema þá sjálfa.

Ég held að ástandið í íslenskum stjórnmálum lagist ekki fyrr en stjórnmálaflokkar eru teknir af opinberu framfæri og sagt að sjá um sig sjálfir fjárhagslega. Þá koma dugnaðarmenn til þeirra eins og til dæmis Albert Guðmundsson sem safnaði liði úr fleiri flokkum til að byggja Valhöll. Nú er þar víst mest á hausnum allt og meira hugsað um að eyða en afla þar sem ríkið borgar. Ef ríkið hætti að styrkja framboð þá yrði skárra ástand á Alþingi með fækkun framboða og fólk þyrfti ekki að skammast sín fyrir Alþingi og Alþingismenn sem eru bara margir eins og grín úr gömlum myndum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Smá athugasemd við orðalag: Að sitja á sárs höfði þýðir að eiga í illdeilum. Ef "enginn situr á sárs höfði" eins og sagt er hjá þér, þýðir það að engar illdeilur séu. 

Ómar Ragnarsson, 6.4.2018 kl. 13:21

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir Ómar, ég er bara svona vitlaus. Er nokkurn tímann sagt að sitja á sátts höfði?

Halldór Jónsson, 7.4.2018 kl. 14:35

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Líklega eru lesendur bloggsin míns frekar vinstri menn en hægri. Mér finnst það á undirtektum að ef ég ekki hrósa vinstri mönnum þá er þögn líklegri en hitt.

Halldór Jónsson, 7.4.2018 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband