Leita í fréttum mbl.is

Bjarni Jónsson

rafmagnsverkfræðingur vekur athygli á bloggi sínu á grein sem sendiherra Noregs skrifaði um málefni EES. Bjarni segir m.a.:

"

Sendiherra kveður sér hljóðs

Það var ánægjulegt að sjá grein í Morgunblaðinu þann 10. marz 2018 um sameiginleg viðfangsefni okkar og Norðmanna í EES-samstarfinu.  Grein Cecilie Landsverk, sendiherra Noregs á Íslandi, bar heitið:

"EES-samningurinn, okkar sameiginlega velferð",

og þar tjáir sendiherrann bæði opinbera stefnu ríkisstjórnar Noregs og sína eigin.  Það er fengur að þessari grein núna á tímum vaxandi efasemda í Noregi og á Íslandi um gildi og framkvæmd EES-samningsins.  Efasemdirnar stafa aðallega af vaxandi tilætlunarsemi ESB (Evrópusambandsins) um, að EFTA-ríkin 3 í EES hagi sér eins og ESB-ríki. 

Það ríkir þó alls ekkert jafnvægi á milli EFTA og ESB í EES-samstarfinu.  EFTA-ríkin eru í hlutverki niðursetningsins á höfuðbólinu. Það átti að vara til bráðabirgða, en hefur nú varað í aldarfjórðung, svo að kominn er tími til að binda endi á þetta óeðlilega samband; ekki með inngöngu í ESB, heldur með uppsögn EES-samningsins.  Stefna norsku ríkisstjórnarinnar er þó fremur hið fyrrnefnda, en góður meirihluti norsku þjóðarinnar er á öndverðum meiði.  Jafnframt virkar lýðræðið með ófullkomnum hætti í Noregi að þessu leyti, því að þar er staðfest gjá á milli þings og þjóðar.

EFTA-ríkin hafa ekki atkvæðisrétt í stofnunum ESB á borð við ACER-Orkustofnun ESB, sem ESB heimtar, að fái að ráðskast með orkuflutningsmál EFTA-ríkjanna innanlands og á milli landa, eins og um ESB-ríki væri að ræða.  Það er þó óhugsandi án þess að framselja ríkisvald til yfirþjóðlegrar stofnunar, sem stjórnarskrár Íslands og Noregs heimila ekki. Stjórnskipulegar gervilausnir á borð við ESA sem millilið fyrir fyrirmæli ACER til útibúa sinna (Norðmenn kalla það RME-reguleringsmyndighet for energi) á Íslandi og í Noregi eru hlálegur kattarþvottur.

Sendiherrann skrifar:

"EES-samningurinn veitir okkur einnig aðgengi að 900 milljörðum norskra króna úr Evrópusambandskerfinu, gegnum hins ýmsu verkefni, sem Noregur er hlutaðeigandi í."

Fjárupphæðin, sem sendiherrann nefnir, 900 miaNOK/ár, dreifist á öll EES-ríkin.  Norðmenn eru um 1,0 % af mannfjöldanum á EES-svæðinu, en því fer fjarri, að í hlut þeirra komi nokkurn tíma 9,0 miaNOK/ár, því að ríkustu þjóðirnar í EES fá tiltölulega lítið í sinn hlut.  Hlutfallslega mest af fjármunum ESB fer til Austur-Evrópu. ..."

Þetta er kjarni málsins fyrir okkur Íslendinga. Eigum við að hlaupa eftir öllu sem Evrópusambandið vill eða eigum við að vera sjálfstæð þjóð eins og Bjarni Jónsson vill greinilega ásamt mörgum öðrum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 3418164

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband