Leita í fréttum mbl.is

Leikur með tölur

er stundum góður til skilningsauka manni sjálfum.

Vigdís Hauksdóttir skýrði frá því að Dagur B. Eggertsson með byrjunarhjálp Jón Gnarrs, hefði aukið skuldir Reykjavíkurborgar um 100 milljarða.

Ég skil ekki þessa stærð á krónum  til fulls enda aldrei komist í snertingu við svoleiðis. En ef ég brýt þetta niður í venjulegar stærðir sem maður sýslar með sjálfur, þé eru þetta 24.000 kall á mínútu. Það er stöðug skuldaaukning Reykjavíkurborgar á hverri  mínútu sem hefur liðið frá valdatöku Dags B.  um mitt ár  2010?

Nærri ein og hálf á klukkustund: Wá. Mánaðarkaup Forsetans kannski?

Já glærusýningar, framtíðaruppbygging og miðlægar skrifstofur kosta sitt. En svifryk og fjöruskolp bíður síns tíma.

Enda eiginlega bara tölur á blaði eins og þegar Nóbelsskáldið velti þeim fyrir sér.

"Spurt hef ég tíu milljón manns 
Séu myrtir í gamni utanlands, 
sannlega mega þeir súpa hel, 
ég syrgi þá ekki, fari þeir vel.

En aftur á móti var annað stríð, 
í einum grjótkletti forðum tíð, 
það var allt út af einni jurt, 
sem óx í skjóli og var slitin burt.

Því er mér síður svo stirt um stef 
ég stæri mig lítt af því sem ég hef 
því hvað er auður og afl og hús 
ef engin jurt vex í þinni krús."

Tölurnar eru svo afstæðar eftir því til hvers maður er að brúka þær. Og þegar kemur að æðri geimvísindum þá þarf maður leiðsögn manna eins Stephen Hawking til að átta sig hvað tölur þýða.

Jón Ásgeir í Baugi sagði einshversstaðar að mig minnir að það hefði tekið sig dálítinn tíma að hætta að verða hræddur við tölur.

Líklega er það eins með Dag. B. Eggertsson. Skuldatölur Reykjavíkurborgar eru jú bara tölur á blaði þegar allt kemur til alls en  hugsjónin um jurtina og krúsina er það eina sem skiptir þig máli til framtíðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

1,8  milljónir á hvern Reykvíking sem mætti á kjörstað 2014

3,0 miljónir á hverja reykvíska fjölskyldu.

Guðmundur Jónsson, 13.4.2018 kl. 11:33

2 identicon

Hreinar vaxta­ber­andi skuldir sam­stæðu borg­ar­innar voru 263 millj­arða króna í árs­lok 2011 og vaxta­ber­andi skuldir eru nú (2017) 169 millj­arðar króna.

Stundum eru myndir betri þegar tölur bara rugla fólk.

Gústi (IP-tala skráð) 13.4.2018 kl. 13:56

3 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

"Gústi" sem er hver? Myndin sýnir skuldir samstæðu Rvk. Þannig að bætt staða OR vegna gengis skýrir kannski muninn, eða hvað? Það læðist að mér grunur um að "Gústi" sé í Samfylkingunni. Og þar er sannleikurinn í besta falli afstæður.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 13.4.2018 kl. 18:46

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Appelsínuliturinn er dulítið ógnvekjandi í súluritinu, eða er ég að misskilja eitthvað? Hlutfall hans, miðað við bláa litinn hlýtur  að vekja ugg. Þannig sér auli eins og ég þetta allavegana, en ég er mjög slakur reikningshaus, svo það er ef til vill ekkert að marka.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 13.4.2018 kl. 21:09

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Hvernig gengur það upp, að fyrirtæki sem skuldsetja sig verulega, jafnvel ofboðslega, greiði arð til eigenda sinna? Bókhaldsbrellur hefði þetta einhverntímann verið kallað. Jafnvel skálkaskjól. 

 Legg til að hætt verði að tala um milljarða. Talað verði um þúsundir milljóna. Jón Ásgeir var dulítinn tíma að hætta að verða hræddur við tölur og allir vita hvernig það fór.

 Núverandi meirihluti í höfuðborginni hefur greinilega ekki náð þeim vafasama þroska ennþá og því hætt við að áframhaldandi valdatíð hennar endi með ósköpum, þar sem enginn muni lengur hafa efni á "Diet Kóki".

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 13.4.2018 kl. 21:48

6 identicon

"Hvernig gengur það upp, að fyrirtæki sem skuldsetja sig verulega, jafnvel ofboðslega, greiði arð til eigenda sinna?" Eins og Halldóri Agli er full ljóst þá gera nær öll fyrirtæki það. Spölur tók lán til að bora göngin og hefur greitt af lánunum og borgað eigendum arð á hverju ári frá opnun gangnanna. Icelandair kaupa tugi flugvéla á lánum og greiðir hluthöfum arð. WOW, Grandi, Hampiðjan, Marel o.s.frv. eru allt fyrirtæki sem eru með miklar skuldir en skila eigendum sínum arði á hverju ári. Fyrirtæki geta verið vel rekin og skilað eigendum góðum hagnaði þó skuldsett séu.

Það sem hefur verið gagnrýnt er þegar fyrirtæki höfðu ekki neinn hagnað til að greiða arðinn og þurftu að taka lán til þess. Það mætti kalla ýmsum nöfnum.

Gústi (IP-tala skráð) 14.4.2018 kl. 02:06

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Almenn skynsemi segir fífli eins og mér, að ef fyrirtæki skuldi meira en það á, geti trauðla verið um hagnað að ræða. Hagnaður af rekstri verður ekki til í raunveruleikanum, fyrr en skuldlaust fyrirtækið telst. Rétt eða rangt,  Gústi?

Halldór Egill Guðnason, 14.4.2018 kl. 02:47

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Þó mikil skuldsetning teljist "eðlilegir viðskiptahættir" og öll fyrirtæki greiði arð, óháð skuldsetningu er verið að "gambla" með hlutafé eigenda. Í Reykjavík er skuldsetningin óheyrileg, alveg óháð "arðgreiðslum" fyrirtækja í eigu borgarinnar. Hvert einasta mannsbarn í Reykjavík skuldar meira en það á skilið. Þar er engu öðru um að kenna en fávitahætti í rekstri borgarinnar. Síðan má þvæla fram og til baka um bókhaldstrix. Reykjavíkurborg er hvorki Hampiðjan, né Marel Gústi. Þar liggur munurinn. Af einhverjum ástæðum virðast dagsholuhjálmarsaðdáendur ekki skilja það.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 14.4.2018 kl. 03:15

9 identicon

"Hagnaður af rekstri verður ekki til í raunveruleikanum, fyrr en skuldlaust fyrirtækið telst. Rétt eða rangt,  Gústi?"  Rangt. Eignir mínus skuldir er eignastaðan. Eignastaða í upphafi árs mínus eignastaða í lok árs er hagnaðurinn. Hagnaður er eignaaukning. Þú átt meira í lok árs en í byrjun, sama hvort lán hafi hækkað eða lækkað.

Þú ferð til útlanda og borðar steik á sunnudögum þó þú sért skuldugur. Þú ert samt að eignast meira í íbúðinni á hverju ári ef þú borgar af lánunum, þú ert að hagnast. Þú mundir telja lottóvinning hagnað þó þú sért með lán á íbúðinni þinni. Hvað þú gerir við þann hagnað breytir því ekki.

Gústi (IP-tala skráð) 14.4.2018 kl. 13:52

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Einar S, kommarnir tala auðvitað um nettoskuldir að frádregnum pemningalegum eignum.Þá lítur þetta betur út heldur en að brúttóskuldirnar komi fyrir augu kjósenda.Þær eru miklu hærri.

Halldór Jónsson, 15.4.2018 kl. 21:10

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Svo minnast þeir heldur aldrei á lífeyrisskuldbindingarnar eins og þær komi stöðunni ekkert við

Halldór Jónsson, 15.4.2018 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband