Leita í fréttum mbl.is

Það eru 65 ár síðan

að bandarískur landhermaður hefur fallið fyrir óvinaflugvél.Slíkir hafa yfirburðir bandarísku flugherjanna verið í lofti,

Bandarískur offursti (ret) Keith Zuegel óttast að Bandríkjamenn verði ekki svo heppnir önnur 65 ár. Ástæðan er sú að endurnýjun flugflotans er orðin langt á eftir þörfinni.

Fimmtu kynslóðar orrustuvélar með felueiginleikum þarf í dag til að lifa af í loftvarnaumhverfi og aðeins F35 Lightning ll Joint Strike Fighter er eina vélin sem er í framleiðslu meðal bandalagsþjóðanna allra sem getur uppfyllt þessar kröfur.

Rússland og Kína hafa þegar náð Bandaríkjunum í fimmtukynslóðar vélum og tölvuöryggi og eru komnir fram úr þeim í ofurhraða flugskeytum og tækni. 

Bandaríkin hafa núna elstu og minnst viðbúnu orrustuflugsveitir í sögunni.Síðan í Flóabardaga hefur flugflotinn dregist saman úr 134 flugsveitu í 55.Þeir eru aðeins að kaupa 56 F-35 í ár þegar þarf að fá 80-110 á hverju ári.

Hvaðan á okkar öryggi á Vesturlöndum  að koma á næstu árum? Lýðræðisríkin eiga í vök að verjast gagnvart einræðisríkjunum eins og fyrr sem geta kúgað þegna sína til undirgefni með ofbeldi.

Við verðum að horfast í augu við ógnirnar sem stafa af vaxandi yfirgangi Kínverja meira heldur en Rússanna sem er ekki í friðsamlegum tilgangi gerður. 

65 ár bandarískra yfirburða í lofti geta verið liðin hjá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Já er það ekki alveg að verða tímabært að þeir sjálfir fái að finna til tevatnsins?

Jónatan Karlsson, 20.4.2018 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband