Leita í fréttum mbl.is

Alltaf krónan

þegar talað er um vanda ferðamannaiðnaðarins.

Bláalónsforstjórinn fer þá iðulega fremstur í að heimta gengisfall þegar allt hjá honum kostar svo að Íslendingar fara ekki að heimsækja hann.

Jón Magnússon lögmaður skrifar svo um þetta kostnaðarmál:

"Í fréttum í kvöld var sagt að mikið væri um afbókanir erlendra ferðamanna. Framkvæmdastjóri bændaferða sem rætt var við, var ekki í vanda með að finna blórabögglana sem væru þessu valdandi. Að hans mati þá eru vandamálin tvö:

Sterk króna og svört atvinnustarfsemi.

Hér á landi þurfa menn almennt ekki að rökstyðja sitt mál og fréttamenn spyrja sjaldnast áleitinna spurninga. 

Eðlileg spurning til framkvæmdastjórans hefði t.d. verið. Með hvaða hætti getur svört atvinnustarfsemi orsakað það að ferðamenn afbóki sig. Það er ekkert orsakasamhengi þar á milli. Svört atvinnustarfsemi hefur ekkert með afbókanir að gera. 

Þegar krónan styrkist þá verða aðföng keypt erlendis frá ódýrari. Sterk króna ætti því að gera aðilum í ferðaþjónustu kleift að selja þjónustuna ódýrari. Sterka krónan er notuð sem til að afsaka það gegndarlausa okur, sem er í landinu. Okur sem stafar að hluta til vegna þess, að stjórnvöld hér hafa aldrei talið sig eiga skyldum að gegna við neytendur þessa lands. Þess vegna komast seljendur upp með hluti sem þeir gera ekki í nágrannalöndum okkar. 

Öllum sem hafa fylgst með hefur verið ljóst að okrið í  ferðaþjónustunni hefur verið gegndarlaust. "Ódýr" bændagisting kostar iðulega meira en 5 stjörnu hótel í erlendum stórborgum. Matur á veitingahúsum er svo dýr, að ferðamenn flykkjast í lágvöruverslanir til að kaupa sér vistir. Bílaleigubílar og hvað sem er kostar margfalt meira en í okkar heimshluta. Þetta veldur íslenskum stjórnmálamönnum ekki andvökum. Þeirra helsta áhyggjuefni hefur fram að þessu verið með hvaða hætti hægt er að skattleggja ferðamenn enn meir en þegar er gert.

Ferðaþjónustan er gríðarlega mikilvægur atvinnuvegur. Við vorum í fyrra mesta ferðamannaland í Evrópu hlutfallslega miðað við fólksfjölda. Viðfangsefni þeirra sem stýra málum innan ferðaþjónustunnar sem og stjórnvalda ætti að felast í, að stuðla að því að þjónusta hér verði seld ferðamönnum sem og íslenskum borgurum á samkeppnishæfu verði. 

Það mun valda þjóðhagslegri kreppu ef ferðamönnum fækkar verulega. Stundum betra að græða minna í einu en meira til lengri tíma litið og okra ekki á fólki eins og engin sé morgundagurinn. 

Afbókanir erlendra ferðamanna er okri seljenda að kenna ekki krónunni eða svartri atvinnustarfsemi. 

Vinur minn sem fer víða sagði mér um daginn, þá nýkominn frá Bandaríkjunum, að öðruvísi en áður var, þá vissu allir eitthvað um Ísland og það væri áhugavert land, en það væri hins vegar hræðilega dýrt. Af hverju vita Bandaríkjamenn það. Vegna þess að landar þeirra sem hafa sótt Ísland heim hafa þá sögu að segja. Líka frá þeim tímum þegar krónan var mun veikari.

Hvað var þá að? "

Leitar ferðamaður ekki skiljanlega að leiðum til að spara? Eða má hann það ekki?

Étur frekar samlokur heldur en plokkfisk á 40 dollara.. Maður fær hakkbollur frá ORA með kartöflumús og grænmeti tilbúið í upphitun á 10 dollara og skammturinn er nægur fyrir 2. Af hverju að fara á veitingahús og borga 50 dollara fyrir 2 fyrir mat sem er ekkert betri en bakkinn frá ORA?

Tryggvi, af hverju kaupi ég einbýlishús í Florida með tveggja bíla bílskúr á 250.000 dollara meðan það kostar  pí sinnum meira hér á Íslandi eða bara líklega frekar tvöpí sinnum meira hér en þar. Hundraðþúsundkall fermetrinn á móti 4-800.000 kall hérna. Hús sem stenst íslenskt veður auðveldlega.

Af hverju kostar bensínlítrinn meira hér en gallónið á FLorída?

Er þetta allt endilega túristavænt? 

Af hverju eru öll vandræði Íslendinga krónunni að kenna?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418212

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband