Leita í fréttum mbl.is

Valur B.Arnarson skýtur breiðsíðum

hverri eftir annarri á ráðlausan flota vinstri manna. Hann rekur svik þeirra með tilvísunum í staðreyndir sem þeir geta í engu svarað. Þeir bara treysta á slagorðavaðalinn eins og Píratar sem yfirleitt aldrei geta sagt satt orð um sjálfa sig hvað þá aðra. Nú ætla þeir að gera allt fyrir alla bara ef þeir komast í kjötkatlana. Þvílíkt og annað eins er að lesa loforðalistana þeirra!

Valur skrifar m.a. á sitt blogg:

"Nú þegar innan við 2 vikur eru til kosninga, eru Dagur B. og félagar hans í meirihlutanum í Reykjavík orðnir stressaðir, því helsti keppinautur þeirra – Sjálfstæðisflokkurinn – kemur með hverja aðra snilldarhugmyndina sem leysa myndi bæði húsnæðis- og samgönguvandann í borginni.

Dæmi um upphlaup meirihlutans, er þegar Sjálfstæðisflokkurinn lýsti því yfir að bíllaus byggð í Örfirisey væri sniðug hugmynd sem vert væri að vinna lengra. Dagur B. og félagar hófu samstundis stórskotahríð að hugmyndinni og gera þar með lítið úr vinnu nemenda í skipulagsfræðum sem hugmyndin er grundvölluð á.

Annað dæmi er þegar Sjálfstæðisflokkurinn lýsti því yfir að stefnan væri að friða Elliðaárdalinn en Samfylkingin hefur gefið vilyrði fyrir 13.000 m2 lóð undir atvinnuhúsnæði þar – með aðstoð frá umhverfisflokknum VG.

Það sem er þó mest athyglisvert af öllu er að Samfylkingarfólk er ekki í meirihluta þeirra sem leggjast á árnar með Degi B.. Þar í hópi eru mest Píratar og VG-liðar – litla, litla, nice, nice, krúttí, krúttí liðið. Augljóst er að Dagur B. hefur einhverskonar skoðunarvald; ekki bara meðal sinna flokksmanna, heldur virðast VG-liðar ásamt Pírötum elta hann í einu og öllu. Enda ætla þessir 3 flokkar að vinna saman að kosningum loknum fái þeir til þess umboð. Viðreisn á svo að henda inn ef með þarf.

Það er mikilvægt að kjósendur átti sig á þessu.

Þessi umræða leiðir hugann svo að öðru máli, og það eru afsakanir Dags B. um húsnæðismálin – og hvers vegna gengið hefur jafn hægt og raun ber vitni með afhendingu tilbúinna íbúða í Reykjavík. Hér á þessari bloggsíðu hefur það verið ítarlega reifað hvernig núverandi meirihluti hefur vanrækt skyldur sínar í þessum málaflokki.

Dagur B. heldur því annars vegar fram að hæg uppbygging skýrist af samstarfsörðugleikum við Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn, og hins vegar af skorti á verktökum í byggingavinnu.

Hvorugt stenst skoðun – en Viðreisn og Píratar hafa verið áberandi með undirtektir undir þessi sjónarmið.

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hafði þetta að segja um meint ósætti milli Bjarna Benediktssonar og Dags B. Eggertssonar:

Það er með ólíkindum að Píratar í borgarstjórn reyni að breiða yfir eigið getuleysi með því að kenna sjálfstæðismönnum í ríkisstjórn um húsnæðisvandann í Reykjavík. Þann vanda má fyrst og fremst rekja til húsnæðisstefnu Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna. Borgin ræður sjálf yfir nægu landi til að leysa húsnæðisvandann ef réttri stefnu væri fylgt. En það eru hrein ósannindi að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi ekki viljað afhenda borginni ríkislóðir til uppbyggingar eins og eftirtalin dæmi sýna:

Árið 2014 afsalaði ríkið sér fasteignum og leigulóðarréttindum á svokölluðum Sementsverksmiðjureit til Reykjavíkurborgar svo borgin gæti hafið uppbyggingu þar. Bjarni Benediktsson var þá fjármálaráðherra.

Árið 2015 náðist samkomulag milli ríkisins og Reykjavíkurborgar um mikla uppbyggingu á reit Ríkisútvarpsins við Efstaleiti. Bjarni Benediktsson var þá fjármálaráðherra og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Framkvæmdir standa nú yfir á reitnum.

Í júní árið 2017 samþykkti ríkisstjórn undir forsæti Bjarna Benediktssonar viljayfirlýsingu um íbúðauppbyggingu á ríkislóðum í borginni. Á grundvelli þeirrar yfirlýsingar er nú verið að ganga frá samkomulagi milli ríkis og borgar um Veðurstofureit og Sjómannaskólareit. Fleiri lóðir eru í skoðun.

Ríkið hefur um árabil verið reiðubúið að selja borginni stórar lóðir við Ánanaust (Landhelgisgæslureitinn) og Þorragötu, sem henta vel til íbúðauppbyggingar. Verðmat sameiginlegra matsmanna ríkis og borgar á lóðunum liggur fyrir en borgin hefur ekki enn viljað ganga til samninga á grundvelli þess.

Ríkið hefur um árabil verið reiðubúið að selja borginni land sitt við Keldur og Keldnaholt á grundvelli ábataskiptasamnings. Ekki hefur enn orðið af þeirri sölu þar sem núverandi meirihluti hyggst ekki byggja upp á þessum svæðum í nánustu framtíð.

Um hina ástæðuna sem Dagur B. gefur upp, þ.e. um meintan skort á verktökum, hef ég þetta að segja:

Ef skortur á verktökum er þannig að ekki er hægt að halda eðlilegri uppbyggingu húsnæðis gangandi, hvernig á þá að ráðast í framkvæmdir við borgarlínu og Miklubraut í stokk á kjörstímabilinu ? En báðar þessar framkvæmdir eru mannfrekar í meira lagi.

Ef menn ætla að koma með afsakanir, þar sem öðrum er kennt um þeirra eigin vangetu, er æskilegt að þær séu trúverðugar. Það er ekki raunin hér.

Viðreisn og Píratar mega svo eiga mikla skömm fyrir að taka þátt í aumkunarverðum blekkingaleik Dags B. Eggertssonar – og því greinilegt að greitt atkvæði til þeirra er ekkert annað en beinn stuðningur við Dag B. og það sama gildir um VG."

Dagur reyndi líka að koma með það sem skýringu að byggingakranar væru ófáanlegir um þessar mundir, þess vegna hefði hann byggt minna en hann lofaði.

Verði Reykvíkingum að góðu ef þeir kjósa þetta vinstra lið yfir sig aftur. Það verður hinsvegar afleitt fyrir nágrannabyggðirnar að sitja upp i stórt núll í miðju höfuðborgarsvæðisins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það væri full vinna að svara öllu bullinu í ykkur hægriöfgakörlunum sem búið í Kópavogi en hafið greinilega engan áhuga á ykkar eigin sveitarfélagi. cool

Því sem mestu máli skiptir hefur hins vegar verið svarað mörgum sinnum, meðal annars á þessu hægriöfgabloggi.

Þorsteinn Briem, 14.5.2018 kl. 16:57

2 Smámynd: Valur Arnarson

Takk fyrir að deila þessu Halldór, en ég er með smá leiðréttingu. Ég er ekki Bergþóruson eins og Dagur :)

Annars lít ég á það sem hrós að fá titilinn hægri-öfgakarl, frá undrabarninu honum Steina Briem :)

Valur Arnarson, 14.5.2018 kl. 17:19

3 identicon

Sæll Halldór - sem og aðrir gestir, þínir !

Halldór Verkfr. !

Hvaða illzku: sem má oftlega má heimfæra uppá Píratana, skulum við ætíð minnast:: fullir þakklætis að sjálfsögðu, þegar einn þeirra, Björn Leví Gunnarsson átti drjúgan þátt í, að fletta ofan af víðtækum Benzín þjófnaði Ásmundar ökumanns Friðrikssonar, sem og húsnæðis kostnaðar stuldum Steingríms J. Sigfússonar fyrir skömmu:: allar götur aftur til ársins 1983, meira að segja, í tilviki Steingríms J.

Þyrfti ekki - að efla flokk manna, sem tilbúnir yrðu til, að ganga til liðs við Björn Leví / til þess að fletta enn frekar, ofan af þjófnuðum Engeyjar ætttarinnar einnig, hinni dæmafáu fjölskyldu Bjarna Benediktssonar og þess gengis, sem að því liði býr að baki líka t.d., Halldór minn ?

Það er víðar: en í kringum lyga Bárðinn Dag B. Eggertsson, og hið illa klemmda spillngar hyski kratanna, sem þarf að taka til hendinni, Verkfræðingur vísi.

Rotnand Mykjuhauga - hinnar yfirgengilegu og dragúldnu hjarðar íslenzka embættis- og stjórnmála liðins, er all víða að finna:: þá, grannt er skoðað, fornvinur góður !

Með beztu kveðjum: sem endranær, engu að síður, af Suðurlandi /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.5.2018 kl. 21:59

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvar í ósköpunum varð mér á svona óheppilg skissa.Fyrirgefðu fjórtán sinnum Valur.

Halldór Jónsson, 15.5.2018 kl. 11:09

5 Smámynd: Valur Arnarson

Allt í góður Halldór, B-ið fer bara ágætlega í nafninu :) En þetta gæti misskilist þannig að ég sé bróðir Dags Bergþórusonar cool

Valur Arnarson, 15.5.2018 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 3418166

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband