Leita í fréttum mbl.is

Geldinganesið blasir við

hverjum þeim sem vill auka lóðaframboð á höfurðborgarsvæðinu.                                 

geldinganes 

Tillaga  Mörtu Guðjónsdóttur Borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins var felld með atkvæðum kommúnista-kraðaksflokkanna á fundi borg­ar­stjórn­ar Reykja­vík­ur í fyrra­sumar.

Til­lag­an var felld með 9 at­kvæðum meiri­hluta­flokk­anna í borg­ar­stjórn: Sam­fylk­ing­ar, Bjartr­ar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna gegn sex at­kvæðum Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar og flug­vall­ar­vina sem greiddu at­kvæði með til­lög­unni.

Marta Guðjóns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks, sem var flutn­ings­maður til­lög­unn­ar, sagði að mik­il­væg for­senda þess að lækka hús­næðis­kostnað væri að auka fram­boð á lóðum í eigu borg­ar­inn­ar. Úthlut­un lóða í Geld­inga­nesi myndi stór­auka fram­boð á bygg­ing­ar­lóðum í Reykja­vík á hag­stæðu verði og þannig hafa af­ger­andi, já­kvæð áhrif á íbúða- og leigu­markaðinn.

Full­trú­ar meiri­hluta­flokk­anna sögðu hins veg­ar að í aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur­borg­ar væri ekki gert ráð fyr­ir íbúðabyggð í Geld­inga­nesi vegna áhrifa slíkr­ar byggðar á um­hverfi og um­ferð, sam­göngu­kostnað og fleira. Gerð skipu­lags í Geld­inga­nesi sé eng­in lausn á nú­ver­andi ástandi á hús­næðismarkaði."

Það blasir við að lóðaskorturinn getur verið úr sögunni á nokkrum vikum ef tillaga  Mörtu væri tekin fyrir í alvöru. Hvað halda menn að Davíð hefði verið lengi að úthluta þarna hundruðum lóða?

Ætlar Eyþór að verða nokkur eftirbátur?

Eða vilja menn ekki byggingalóðir? Er þetta bara blöff og þykjustuleikur?

Það hlýtur bara að vera úr því að kommaliðið ætlar að endurkjósa Dag.B.og Holu-Hjálmar. Það er líklega of langt að hjóla úr Geldinganesi niður í 101 þar sem Borgaralínan á að liggja annarsstaðar, bla-bla,bla.

En Geldinganesið virðist blasa við þeim sem vilja sjá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er e.t.v. óþarfi að gera lítið úr henni með því að klína doktorsnafnbót við hana, þar sem hún er ekki með doktorsgráðu.

Hilmar (IP-tala skráð) 23.5.2018 kl. 16:21

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég hef líklega ruglað saman CV hennar og nöfnu hennar. Ég ætlaði ekki að hafa neitt af henni hvað þá að móðga neinn, þar sem ég þekki hvoruga. Þetta eru bara mín mistök. Takk Hilmar fyrir að leiðrétta mig.

Marta er hinsvegar jafngóð og óskemmd af þessu frumhlaupi hjá mér og tillaga hennar líka.

Halldór Jónsson, 23.5.2018 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418212

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband