Leita í fréttum mbl.is

Meiri sleifaragangur

hjá Útlendingastofnun. Hvaða skýringar gefur Sigríður á Andersen?

Helga Vala kætist við þessar staðreyndir:

"

„Samanlagður fjöldi umsókna um fyrstu dvalarleyfi og endurnýjanir jókst um 25% árið 2016 og önnur 25% árið 2017. Í tölum þýðir þetta fjölgun úr 3.735 í 5.850 umsóknir milli áranna 2015 og 2017. Á sama tíma hefur stofnunin ekki getað fjölgað starfsfólki á leyfasviði eins og nauðsynlegt væri til að viðhalda sama afgreiðsluhraða og áður og fyrir vikið hefur biðtími umsækjenda lengst. Þannig voru 85% allra umsókna árið 2017 afgreiddar innan 90 daga en það sem af er árinu 2018 hefur hlutfallið farið niður í 70%. Umsóknum sem bíða afgreiðslu hefur samhliða fjölgað mjög og eru nú rúmlega 1.700.“

Þá er tekið fram að meðferð umsókna sé aðeins flýtt í undantekningartilfellum, en í næstu línu nefnt að umsóknir um dvalarleyfi  á grundvelli atvinnuþátttöku hafi fengist afgreiddar í flýtimeðferð gegn þjónustugjaldi.

Umsóknum um ríkisborgararétt hefur fjölgað nokkuð samkvæmt vef Útlendingastofnunar:

„Umsóknum um íslenskan ríkisborgararétt hefur fjölgað lítillega undanfarin ár og voru um 1.100 árið 2017. Á fáum árum hefur hlutfall umsókna um íslenskan ríkisborgararétt sem lagðar eru fyrir Alþingi hins vegar hækkað umtalsvert, úr 12% árið 2015 í 28% árið 2017, en þær umsóknir hafa til þessa einnig verið unnar af Útlendingastofnun. Vinnsla umsókna um ríkisborgararétt sem lagðar eru fyrir Alþingi er mun tímafrekari en vinnsla umsókna sem afgreiddar eru af stofnuninni sjálfri og heldur nú starfsmönnum ríkisborgarateymis uppteknum nokkra mánuði á ári. Þetta hefur haft í för með sér að umsóknum um ríkisborgararétt sem bíða afgreiðslu stofnunarinnar hefur fjölgað og biðtími umsækjenda lengst. Þannig bíða nú rúmlega 500 umsóknir um ríkisborgararétt afgreiðslu hjá stofnuninni og þar af eru 155 umsóknir nú þegar eldri en sex mánaða gamlar. Af þessum sökum hefur viðmið um afgreiðslutíma umsókna um íslenskan ríkisborgararétt verið lengt úr sex til átta mánuðum í tólf mánuði.Umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt verða því að gera ráð fyrir að liðið geti allt að tólf mánuðir frá því að umsókn var lögð fram og greidd og þar til hún er tekin til vinnslu.“

Ég hélt að tekin hefðu verið upp ný vinnubrögð?

Þetta virðist stefna í meiri sleifaragang sem var þó talinn ærinn fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að tekin hefðu verið upp ný vinnubrögð?  Af hverjum?  Krateríis ESB stuðningsflokknum, Sjálfstæðisflokknum?

Nei, þetta á engum, alls engum, að koma á óvart Halldór, að frú Andersen, Sjálfstæðisflokki, sem lagði komplett fram persónuverndarlöggjöf ESB skuli ástunda sleifaragang, samræmdan skv. EU staðli, svo hæfa megi  hugðarefni frú Helgadóttur, Samfylkingu, með óheyrilega vaxandi kostnaði fyrir ríkissjóð, skattfé almennings hér á landi. 

Nei, teningunum er kastað.  Forustulið Sjálfstæðisflokksins afhjúpar nú endanlega sitt krateríis eðli.

Í nýbirtri frétt frétt á mbl.is segir m.a. um framlagningu frú Andersen, Sjálfstæðisflokki, á persónaverndarlöggjöf ESB (vek hér sérstaklega athygli á að þar er um valdaframsal að ræða til Brussel, en þar er nú yfirkommisar f.h. Íslands Árni Páll Árnason, skipaður af Guðlaugi Þór, Sjálfstæðisflokki):

Þetta er alls ekki heppi­legt og þetta skap­ar af­leitt for­dæmi, seg­ir Stefán Már Stef­áns­son, laga­pró­fess­or og sér­fræðing­ur í Evr­ópu­rétti, í sam­tali við mbl.is um þá ákvörðun stjórn­valda að fall­ast á að framsal fram­kvæmda­valds og dómsvalds til stofn­ana Evr­ópu­sam­bands­ins með samþykkt per­sónu­vernd­ar­lög­gjaf­ar sam­bands­ins í gegn­um EES-samn­ing­inn í síðustu viku.

Kosið að fara ekki tveggja stoða leiðina

Frétt af mbl.is

Kosið að fara ekki tveggja stoða leiðina

Tek­in var ákvörðun um að byggja inn­leiðingu lög­gjaf­ar­inn­ar ekki á tveggja stoða kerfi EES-samn­ings­ins  sem er grund­völl­ur samn­ings­ins og snýst í stuttu máli um að aðild­ar­ríki sam­starfs­ins sem ekki eru hluti Evr­ópu­sam­bands­ins eigi ekki að vera und­ir vald stofn­ana sam­bands­ins sett. Þess í stað eiga rík­in að heyra und­ir eft­ir­lit stofn­ana sem haldið er úti af Fríversl­un­ar­sam­tök­um Evr­ópu (EFTA) sem rík­in, Ísland, Nor­eg­ur og Liechten­stein, eiga þvert á móti aðild að.

Þess í stað fel­ur per­sónu­vernd­ar­lög­gjöf­in í sér að Per­sónu­vernd á Íslandi heyri beint und­ir vald stofn­un­ar Evr­ópu­sam­bands­ins á sviði per­sónu­vernd­ar­mála. Stefán Már veitti stjórn­völd­um ráðgjöf vegna inn­leiðing­ar lög­gjaf­ar­inn­ar en fram kem­ur í álits­gerð hans í þeim efn­um að hann teldi að ekki ætti að vinna áfram með þá leið sem síðan var far­in við inn­leiðing­una.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 18.6.2018 kl. 20:48

2 identicon

Ef svo heldur fram sem horfir

munu hérlend stjórnvöld brátt verða að heisa upp fána ESB

á stjórnarráðsbygginguna, sem nú skal, að gefnu tilefni, stækka mjög og byggja þar mikla viðbyggingu.

Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar segði NEI við slíku,

en hún er aldrei spurð.  Af hverju skyldi það vera?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 19.6.2018 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 3417956

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband