Leita í fréttum mbl.is

Á að stórhækka einkabíla?

Frétt í Morgunblaðinu:

"Nýjar mengunarreglur gætu hækkað opinber gjöld á nýjar bifreiðar um tugi prósenta. Til dæmis gætu opinber gjöld á nýja og mikið selda bifreið hjá einu umboðanna hækkað úr 1,75 milljónum í tæpar 2,6 milljónir króna.

Þetta má lesa úr útreikningum Bílgreinasambandsins. Tilefnið er að nýjar mengunarmælingar eru að taka gildi í ESB. Þær eiga að endurspegla betur en núverandi reglur hvað bílar menga í raun með því að byggja á raunhæfari aðstæðum við akstursprófanir. Með því eykst mæld eldsneytisnotkun og þar með losun koldíoxíðs.

Reglurnar munu að óbreyttu taka gildi á Íslandi. Fram kom í Morgunblaðinu í júní að starfshópur í fjármálaráðuneytinu er að skoða málið. Bílgreinasambandið hefur stillt upp tíu dæmum um áhrif þessara breytinga á opinber gjöld á nýjar bifreiðar. Annað dæmi bendir til að opinber gjöld á tiltekna nýja bifreið muni hækka úr 1,059 milljónum í 1,518 milljónir. Hækkunin er rúm 43%.

Mengunargildin hækka Þriðja dæmið er að opinber gjöld á nýja bifreið hækka úr 950 þúsund í 1.300 þúsund. Sú bifreið mengaði samkvæmt gömlu skilgreiningunni 119 grömm af CO2 á km en 139 grömm með nýju aðferðinni. Gildin geta því breyst mikið og gjöldin þar með. Frá 2011 hafa vörugjöld á bíla á Íslandi tekið mið af losun koldíoxíðs. Sama gildir um bifreiðagjöld.

María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir breytingarnar geta fært bifreiðar upp um tollflokka. Útreikningar sambandsins bendi til að í einhverjum dæmum geti vörugjöld hækkað um 90% á dæmigerðum fjölskyldubíl. María segir rannsóknarskýrslur ESB benda til að sparneytnari bifreiðar með minni vélar muni frekar mælast með hærra gildi en eyðslufrekari bílar með stórar vélar. Að óbreyttu muni hækkun mælds útblásturs leiða til þess að bílar hækki í verði, einkum þeir sparneytnustu.

María bendir jafnframt á að verð á bílum hafi farið lækkandi. Það hafi átt þátt í að halda niðri verðbólgu. Árið 2017 var metár í sölu nýrra bifreiða á Íslandi. Sala til bílaleiga vó þungt. Fyrir vikið hefur meðalaldur bílaflotans farið lækkandi. María segir að ef nýju reglurnar taka gildi á Íslandi án mótvægisaðgerða geti bílverð hækkað um tugi prósenta. Sagan sýni að slíkar hækkanir dragi verulega úr sölu. Afleiðingin verði sú að það hægi á endurnýjun bílaflotans. Með því muni flotinn menga meira en ella.

„Með yngri bílum á götunni erum við ekki aðeins að færast nær markmiðum okkar um að draga úr útblæstri heldur fáum við einnig bíla á götuna sem búa yfir öflugri öryggisbúnaði,“ segir María.

„Bílgreinasambandið hefur fulla trú á að íslensk stjórnvöld séu tilbúin til að fara í mótvægisaðgerðir svo innflutningstollarnir haldist sambærilegir. Ef ekkert er gert má reikna með að verð á bílum hækki mikið í haust og í vetur. Þetta mun ekki einungis bitna á fyrirtækjum og einstaklingum, því einnig munu bílaleigubílar hækka mikið í verði sem getur aftur dregið úr eftirspurn í ferðaþjónustu.“ 

Gunnar Rögnvaldsson hefur þetta um þetta að segja á sínu bloggi:

"Bjarni Benediksson formaður Sjálfstæðisflokksins er kannski við það að hefja lokaatrennuna gegn flokknum með því að framkvæma endanlegt pólitískt harakiri á Sjálfstæðisflokknum. En svo gæti farið ef lappirnar bregðast honum aftur, með þeim afleiðingum að vélknúin farartæki verða skattlögð út úr íslenska draumnum, sem þá breytist í enn verri ESB-martröð en orðið er. Enn svartari en þá martröð sem EES-samningurinn er að kalla yfir Ísland.

Uggandi Sjálfstæðimenn eru að komast í svo slæmt skap vegna þessa máls, að þeir mega varla mæla. Miðflokkurinn bíður eftir enn einni léttu bráðinni, fljótandi í innfluttu vatni."

Ætla stjórnvöld að láta þessar fyrirætlanir ESB yfir almenning ganga? Enn eitt CO2 bullið sem almennigur á að borga?

Á að stórhækka einkabíla og gleðja þar með Dag Bergþóruson og Hjálmar í meirihlutanum í Reykjavík?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

þetta orti Afi þinn Jón Ólafsson en ég tel það nálægt Anchor Point í Cook inlet, Alaska þegar hann var það c.1876.Get sent þér þetta á annan stað s.s. Facebook ef þú ert með FB.   

Valdimar Samúelsson, 6.7.2018 kl. 18:01

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Bílar munu hækka og allar álögur á eigendur þeirra einnig, nafni.  Allt í boði amlóðanna sem nú verma bekki forystu Sjálfstæðisflokksins. Fari sú forysta norður og niður, sökum undirlægju og eftirlátssemi við þvæluna alla, sem frá bulluseli vellur. Það er verið að stúta flokknum og fylgi hans.  Allt í boði forystunnar. Undarlegt hve létt verk þetta virðist vera og mótstaðan lítil. Sjálfstæðisflokkurinn er ruslflokkur eins og er, sökum skelfilegrar krataforystu sem leiðir hann. Það er ekki flóknara en það. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 6.7.2018 kl. 22:50

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég tek undir orð Halldórs Egils hér og ekki síður þín, Halldór Jónsson. Allt þetta mál lyktar af pólitísku ofstæki hjátrúarmanna sem hafa fyrir löngu verið afsannaðir, m.a. af Özuri Lárussyni í Bílgreinasambandinu. En verst er ekki þessi pólitíska CO2-hjátrú ein saman, heldur að þeir eru búnir að fasttengja sig við að elta ofríkisstefnu Bullusels-manna og þora ekki öðru, gungurnar makalausu. Burt með svo nefbeinslausa menn úr forystu stjórnmálaflokka!

Um aðra fáránlega frétt dagsins, þar sem gungulegir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í meintu "mannréttinda- og lýðræðisráði Reykjavíkurborgar" tóku þátt fáheyrðri aðför að frelsi fólks, fjalla ég hér: Fjarstæðukennd "einróma samþykkt" öfug­mælaráðs sem án samráðs við borgarbúa vill þvinga bæði kyn til að baðast saman á sundstöðum!

Jón Valur Jensson, 7.7.2018 kl. 00:24

4 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Tek undir med Halldori Agli.

Bjarni og hans slekti er ad eydileggja flokkin.

Iskallt mat, vafnialausnir, Ice hot 1 og svo

grenjad i beinni. Thvilikur formadur.

Sigurður Kristján Hjaltested, 7.7.2018 kl. 06:39

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð grein Halldór. Ég negli þetta ekki á einn mann heldur er hér um að ræða reglu fargan EES/ESB sem stjórnin þorir ekki að hunsa.Annað hvort eru þeir á spena Brussel eða í gíslingu George Soros.  Þá á ég við að hann hafi dreift pening meðal einhverja mektarmanna sem svo halda í taum þingmanna. NoBorder fólkið hefir þagnað fyrir löngu og kannski eru með aðra taktík.

Kannski fór ég í annan kafla hér að ofan en varðandi CO2 þá er vöntun á því í andrúmsloftið en þetta vita allir en gróði ESB er í kolefnagjaldinu og hér hafa verið stofnuð gervi flugfélög skráð hjá umhverfisráðuneytinu sem hafa eignað sér kolefna kvóta og munu sjálfsagt versla með hann.    

Valdimar Samúelsson, 7.7.2018 kl. 10:56

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vona að þú sért við góða heilsu, kæri Halldór, þótt svör þín hafi dregizt.

Jón Valur Jensson, 7.7.2018 kl. 13:20

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir það Jón Valur, ég er oft latur líka.

Halldór Jónsson, 7.7.2018 kl. 19:56

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Sárt ertu leikinn Sámur fóstri. varð Gunnari á Hlíðarenda þegar hann heyrði dauðavein hundsins síns.

Okkur Sjálfstæðismönnum rennur til rifja niðurlæging flokkssins okkar. Hæddur og smáður, rægður og rógborinn.

Ég tek út með öllum gömlum Sjálfstæðismönnum. Hver ætlar að hrssa mig við?

Halldór Jónsson, 7.7.2018 kl. 19:59

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gerði Davíð það ekki með Reykjavíkurbréfi sínu í gær? Mér var sagt yfir kirkjukaffi, að það væri með bezta móti og tekið hraustlega á ESB-málum, sem og á flóttamanna- og hælisleitendamálum. Sjálfur á ég eftir að lesa það.

Jón Valur Jensson, 8.7.2018 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 3418197

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband