Leita í fréttum mbl.is

Hvað hugsar okkar fólk?

Er ekkert að breytast hjá okkur hvað varðar þennan EES samning? Á allt að vera óbreytt?

Páll Vilhjálmsson veltir þessu raunsætt fyrir sér:

" Bretar gera tvíhliða samning við Evrópusambandið við úrsögn úr sambandinu, Brexit. Það þýðir að EES-samningur Íslands, Noregs og Liechtenstein við Evrópusambandið er í reynd úr sögunni.

Samningur Breta við ESB mun kveða á um minni afskipti sambandsins af breskum innanríkismálum. Að öðrum kosti hefðu Bretar kosið að ganga inn í EES-samninginn.

Samningur Breta og ESB liggur ekki fyrir. En bæði í London og Brussel er gert ráð fyrir að um tvíhliða samning verði að ræða. Ísland ætti þegar í stað að undirbúa uppsögn EES-samningsins með það í huga að gera tvíhliða samning við ESB. Þegar liggur fyrir að fríverslunarsamningur ESB og Kanada getur orðið fyrirmynd. Eftir Brexit-samninginn er komið annað fordæmi."

Er allt óbreytt hérlendis?

Hugsar okkar fólk ekki neitt nýtt?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í þessari frétt er vitnað til sérstakrar ánægju Guðlaugs Þórs, utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn Steingríms J. Sigfússonar, VG, og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, af því hvað þingmenn og ráðherrar eru orðnir óhemju duglegir að innleiða tilskipanir og reglugerðir frá Brussel, ESB:

 

INNLENT 6. júlí 2018 13:01

Innleiðingarhallinn ekki verið minni í 8 ár

Samkvæmt nýbirtu frammistöðumati ESA nemur hann hann einu prósenti en fyrir fimm árum var hann 3,2 prósent.

Ritstjórn

 

 Höskuldur Marselíusarson

Mjög hefur dregið úr innleiðingarhalla Íslands á tilskipunum Evrópusambandsins. Samkvæmt nýbirtu frammistöðumati ESA nemur hann einu prósenti en fyrir fimm árum var hann 3,2 prósent. 

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) gefur tvisvar á ári gefur út frammistöðumat þar sem tekinn er saman árangur EFTA-ríkjanna þriggja innan EES við innleiðingu EES-gerða. Samkvæmt nýbirtu frammistöðumati ESA bætir Ísland sig umtalsvert þegar kemur að innleiðingu á tilskipunum Evrópusambandsins. Í frammistöðumatinu kemur fram að að innleiðingarhalli Íslands á tilskipunum nemur einu prósenti. Miðað var við stöðu innleiðinga þann 31. maí 2018 og voru óinnleiddar tilskipanir Íslands þá átta talsins. 

„Það er ánægjulegt að sjá hve mikið hefur dregið úr innleiðingahallanum á undanförnum misserum enda hef ég lagt á það sérstaka áherslu síðan ég varð utanríkisráðherra. Með fullnægjandi framkvæmd EES-samningsins almennt getur Ísland skapað sér betri stöðu til að hafa áhrif á mótun lagasetningar ESB snemma í ferlinu og jafnvel til að fá undanþágu eða sértæka aðlögun á gerð þar sem miklir hagsmunir eru í húfi,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. 

Frammistaða Íslands hvað varðar innleiðingu á tilskipunum hefur batnað mikið á síðustu misserum og hefur Ísland ekki staðið betur að vígi í átta ár eða frá árinu 2010. Í frammistöðumatinu er Íslandi hrósað sérstaklega fyrir bættan árangur og eru íslensk stjórnvöld hvött til að halda áfram á sömu braut. Í síðasta mati, sem gert var opinbert fyrir um hálfu ári síðan, var innleiðingarhalli Íslands 1,8 prósent og þar áður 2,2 prósent. Til samanburðar náði innleiðingarhalli Íslands hámarki á fyrri hluta ársins 2013 þegar hann nam 3,2 prósent. 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 7.7.2018 kl. 21:35

2 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett met í innleiðingarhraða tilskipana frá Brussel.

Og þú kallar forustu hans, þína menn, Halldór minn.  Vituð ér enn, eða hvat?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 7.7.2018 kl. 21:55

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"Okkar fólk" er ekki lengur okkar fólk nafni, heldur farþegar Trojuhests sem gert hefur innrás í Sjálfstæðisflokkinn, með eða ómeðvitað. Ef ómeðvitað og sjálfkrafa, algerir aular og ljóst að aldrei var innistæða fyrir veru þeirra í flokknum. Kann að hljóma "drastískst" en staðreynd engu að síður. 

 Hvað er til ráða til að hressa við gamla sanna sjálfstæðismenn, sem fyrirlíta núverandi forystu, sökum brygsla við stefnuna, er ekki gott að segja. Á landsfundum hafa þeir enga rödd lengur, sökum uppivöðslusamra krata sem þola enga skoðun aðra en sína eigin.

 Hvar getur hinn almenni Sjálfstæðismaður látið í sér heyra, svo eftir verði tekið?

 Spyr sá sem ekkert veit.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 7.7.2018 kl. 22:37

4 identicon

Það er hárrétt sem Gunnar Rögnvaldsson hefur sagt: 

Bjarni Benediksson formaður Sjálfstæðisflokksins er við það að hefja lokaatrennuna gegn flokknum með því að framkvæma endanlegt pólitískt harakiri á Sjálfstæðisflokknum.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 7.7.2018 kl. 23:08

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Mín pólitíska sýn hefur alla tíð verið sú að nauðsynlegt sé að Sjálfstæðisflokkur sé við völd á Íslandi. Að þannig verði sjálfstæðinu við haldið. En nú er ég farinn að efast.

Eftir tvennar kosningar á tveim árum, hefur þessi flokkur valið til samstarfs flokka sem í engu skipta sjálfstæði þjóðarinnar, fyrst Viðreisn, sem stofnað var um það eitt að koma landinu undir ESB og síðan VG, sem enn er fast í fræðum Marx og Lenín.

Það er því ætíð að koma betur í ljós að Sjálfstæðisflokkur er kominn verulega af leið. Frelsi til hugar og handa er ekki lengur kjörorð þessa flokks.

Verið getur að ekki hafi orðið næg hreinsun laumukrata innan flokksins, þegar Viðreisnar flísin var tálguð af honum, en verra er þó að nú virðist þessi flokkur vera farinn að aðhyllast kommúnisma!

Svei!!

Þegar gengið verður til Alþingiskosninga næst, líklega snemma á næsta ári, er ljóst að flokkurinn mun bíða afhroð!!

Gunnar Heiðarsson, 8.7.2018 kl. 08:06

6 Smámynd: Bjarni Jónsson

Sú var tíðin, að forysta Sjálfstæðisflokksins og þingmenn hans höfðu lag á að grípa utanríkispólitísk tækifæri, sem gáfust.  Nú virðist utanríkisstefna flokksins vera botnfrosin.  Það skortir áræði og hugmyndaflug.  Embættismenn og fáránlegur rétttrúnaður ráða för.  Ef ekki verður gripið tækifærið, sem í BREXIT felst, EES-moðverkinu sagt upp og leitað eftir fríverzlunarsamningum, þá hefur flokkurinn glatað forystuhlutverki sínu í íslenzkum utanríkismálum, og slíkt verður ekki látið átölulaust að hálfu kjósenda.  Miðflokkurinn sleikir út um og er tilbúinn að taka við keflinu.  

Bjarni Jónsson, 8.7.2018 kl. 10:58

7 identicon

Það er margt athyglisvert sem hér er skrifað, en það athyglisverðasta að Guðlaugur Þór hæli sér af því hvað hann er duglegur við að innleiða tilskipanir frá Brussel. 

Og svo fullyrðingin um að eftir Brexit verði ekkert EES.  Sé svo, til hvers er þá Guðlaugur Þór að innleiða allar ESB tilskipanirnar, nema til að þjónka ESB búrakrötunum og ... Teresu May?  Sem leiðir hugann að blekkingarleik bresku, og íslensku ríkisstjórnarinnar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 8.7.2018 kl. 13:25

8 identicon

Hér er vert að ítreka enn og aftur og undirstrika það sem Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Steingríms J. og Bjarna Benediktssonar, segir:

Með fullnægjandi framkvæmd EES-samningsins almennt getur Ísland skapað sér betri stöðu til að hafa áhrif á mótun lagasetningar ESB snemma í ferlinu 

Hið sama hefur Samfylkingin alltaf sagt, og sem nauðsynlega aðlögun fyrir endanlega inngöngu Íslands í ESB. 

Við munum öll nákvæmlega dagsetninguna, þegar Steingrímur J. gekk í Samfylkinguna,

en man einhver dagsetninguna og ártalið hvenær Guðlaugur Þór og Bjarni Benediktsson gengu einnig formlega í Samfylkinguna?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 8.7.2018 kl. 14:05

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Mjök erumk tregt tungu að hræra... gegn ykkur sem hér massið á flokkinn minn gamla og það sem þið kallið "mína menn".

Því miður hafið þið margt til ykkar máls góðu drengir. Ég hef ekki getað stutt refsiaðgerðir gegn Rússum þó Gulla þyki þær sniðugar.Ég get ekki stutt aukinn innleiðingarhraða EEs þegar ég er fyrir löngu kominn í andstöðu við  þennan samning og vil segja honum upp.

Ég styð  þessvegna ekki þessa skoðun Guðlaugs ÞórS. 

"Með fullnægjandi framkvæmd EES-samningsins almennt getur Ísland skapað sér betri stöðu til að hafa áhrif á mótun lagasetningar ESB snemma í ferlinu "

 

Halldór Jónsson, 8.7.2018 kl. 15:49

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Kollege Bjarni.

"Sú var tíðin, að forysta Sjálfstæðisflokksins og þingmenn hans höfðu lag á að grípa utanríkispólitísk tækifæri, sem gáfust.  Nú virðist utanríkisstefna flokksins vera botnfrosin.  Það skortir áræði og hugmyndaflug.  Embættismenn og fáránlegur rétttrúnaður ráða för.  Ef ekki verður gripið tækifærið, sem í BREXIT felst, EES-moðverkinu sagt upp og leitað eftir fríverzlunarsamningum, þá hefur flokkurinn glatað forystuhlutverki sínu í íslenzkum utanríkismálum, og slíkt verður ekki látið átölulaust að hálfu kjósenda.  Miðflokkurinn sleikir út um og er tilbúinn að taka við keflinu. " 

Er forysta Sjálfstæðisflokksins ekki í sömu sporum og Merkel? Búin að glata trúverðugleikanum og tækifærunum til að ræða við aðra flokksmenn en jess-mennina sína?

Halldór Jónsson, 8.7.2018 kl. 15:53

11 identicon

Geta ekki einhverjir framtaksamir hafið undirskriftarsöfnun um uppsögn EES-samningsins, a.m.k. að samningurinn verði borin undir þjóðaratkvæðisgreiðslu?

Jóhannes (IP-tala skráð) 9.7.2018 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 3418162

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband