Leita í fréttum mbl.is

GDPR óskapnađurinn

er viđfangsefni Bjarna Jónssonar á sínu bloggi og vitnar ţar til fróđra ađila um EES málin. GDPR, General Data Protection Regulation, er óskapnađur sem er Alţingi til stórs vansa ađ leggja á Íslendinga ađ óţörfu međ margfalt hćrri kostnađi en annars ţyrfti.

Yfirvöld hérlendis hafa kastađ höndunum til kostnađaráćtlana fyrir ţessa innleiđingu og rekstur kerfisins, eins og berlega kom fram í Morgunblađsgrein Gunnhildar Erlu Kristjánsdóttur, 12. júní 2018, lögfrćđingi og sérfrćđingi í persónurétti hjá Samtökum fyrirtćkja í velferđarţjónustu, SFV,

GDPR gćti kostađ milljarđa".

Í úttektinni segir á einum stađ:

"Alţingi leiddi efni reglugerđarinnar í íslenzk lög fyrir rúmlega viku, en ţar sem vernd persónuupplýsinga er talin [vera] hluti af EES-samninginum, bar Alţingi skylda til ađ taka GDPR upp í íslenzkan rétt, nánast eins og hún kemur fyrir af skepnunni."

Ţetta er útbreiddur misskilningur.  Sameiginlega EES-nefnd EFTA og ESB rćđir upptöku mála í réttarkerfi EFTA-ríkjanna ţriggja, sem ESB ćtlast til, ađ spanni allt EES-svćđiđ.  Ţessi nefnd úti í Brüssel getur ţó ekki skuldbundiđ ţjóđţingin til eins né neins, en í reynd hefur veriđ mjög lítiđ um, ađ ţau synji gjörđum ESB samţykkis. 

Af ţeim sökum er eina ráđiđ til ađ losna undan lagasetningarvaldi ESB ađ segja upp EES-samninginum, og ţađ er orđiđ brýnt af fullveldisástćđum og af kostnađarástćđum.  Í stađinn koma fríverzlunarsamningar EFTA viđ ESB og Bretland, eđa tvíhliđa samningar.  Styrkur yrđi ađ Bretlandi innan EFTA, en Neđri-málstofa brezka ţingsins aftók, ađ Bretland gengi í EES, enda fćru Bretar ţá úr öskunni í eldinn.  

Ţađ virđist hafa veriđ fljótaskrift á afgreiđslu Alţingis, sem er ámćlisvert.  Undir millifyrirsögninni,

"Alţingi gekk of langt", 

stóđ ţetta í téđri úttekt:

"GDPR hefur ađ geyma ýmis ákvćđi, sem heimila ţjóđţingum ađildarríkja ESB og EES ađ setja sérreglur ásamt ţví ađ takmarka eđa útfćra nánar tiltekin ákvćđi reglugerđarinnar.  Íslenzka ríkiđ hafđi ţannig svigrúm til ađ ákveđa međ hversu íţyngjandi hćtti GDPR var innleitt.  Davíđ  [Ţorláksson, forstöđumađur hjá Samtökum atvinnulífsins] segir Alţingi ţó hafa gengiđ lengra í innleiđingu reglugerđarinnar en nauđsyn bar til.  

"Íslenzka ríkiđ ákvađ ađ innleiđa reglugerđina međ mjög íţyngjandi hćtti fyrir atvinnulífiđ međ setningu sérreglna og takmarkađri nýtingu á undanţáguheimildum", segir Davíđ.  Dćmi um slíkar sérreglur eru vinnsla persónuupplýsinga látinna einstaklinga, leyfisskylda til vinnslu, dagsektir, og ađ fyrirtćki í landinu standi undir kostnađi viđ  Eftirlit Persónuverndar.

" Ţannig er reglugerđin dýrari fyrir íslenzk fyrirtćki en í flestum öđrum ríkjum.  Ţar međ hefur Alţingi ákveđiđ ađ grafa undan samkeppnishćfni íslenzkra fyrirtćkja á alţjóđavettvangi, sem hefur fariđ versnandi.""

Hér eru firn mikil á ferđ.  Embćttismannakerfiđ íslenzka međ ráđherra í forystu leggur svimandi byrđar á atvinnulíf og stofnanir án ţess ađ huga nokkurn skapađan hlut ađ ţví ađ reyna ađ búa svo um hnútana, ađ byrđar ţessar verđi sem léttbćrastar.  Ósóminn rennur síđan á leifturhrađa gegnum Alţingi.  Hér bregđast ţeir, er sízt skyldi.  Ţetta eru forkastanleg vinnubrögđ, sem sýna svart á hvítu, ađ íslenzka stjórnkerfiđ rćđur ekki viđ EES-ađildina.  Eina lausnin á ţessu stjórnkerfisvandamáli er ađ losa Ísland úr hrammi ESB međ uppsögn EES-samningsins áđur en stjórnkerfiđ íslenzka í glópsku sinni og vanmćtti glutrar niđur leifunum af fullveldinu.  "

EES-samningurinn  er ţegar búinn ađ ađ vinna allt mögulegt gagn á öđrum sviđum sem Íslendingum getur gagnast. Ţess vegna er tímabćrt ađ endurskođa ađildina međ íslenska hagsmuni fyrir augum en hćtta ađ láta teyma fullveldiđ frá okkur í blindni eins og gert er međ innleiđingu GDPR óskapnađarins.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţađ hlýtur ţá ađ gleđja ţig ađ Dagur borgarstjóri er sammála ykkur, ćtlar algörlega ađ hunsa ţessi lög og hefur ekki gert handtak til ađ uppfylla kröfur laganna sem taka gildi nćsta sunnudag

Borgari (IP-tala skráđ) 9.7.2018 kl. 12:33

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.3.): 458
  • Sl. sólarhring: 1137
  • Sl. viku: 6842
  • Frá upphafi: 2515424

Annađ

  • Innlit í dag: 384
  • Innlit sl. viku: 5286
  • Gestir í dag: 361
  • IP-tölur í dag: 339

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband