Leita í fréttum mbl.is

GDPR óskapnaðurinn

er viðfangsefni Bjarna Jónssonar á sínu bloggi og vitnar þar til fróðra aðila um EES málin. GDPR, General Data Protection Regulation, er óskapnaður sem er Alþingi til stórs vansa að leggja á Íslendinga að óþörfu með margfalt hærri kostnaði en annars þyrfti.

Yfirvöld hérlendis hafa kastað höndunum til kostnaðaráætlana fyrir þessa innleiðingu og rekstur kerfisins, eins og berlega kom fram í Morgunblaðsgrein Gunnhildar Erlu Kristjánsdóttur, 12. júní 2018, lögfræðingi og sérfræðingi í persónurétti hjá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, SFV,

GDPR gæti kostað milljarða".

Í úttektinni segir á einum stað:

"Alþingi leiddi efni reglugerðarinnar í íslenzk lög fyrir rúmlega viku, en þar sem vernd persónuupplýsinga er talin [vera] hluti af EES-samninginum, bar Alþingi skylda til að taka GDPR upp í íslenzkan rétt, nánast eins og hún kemur fyrir af skepnunni."

Þetta er útbreiddur misskilningur.  Sameiginlega EES-nefnd EFTA og ESB ræðir upptöku mála í réttarkerfi EFTA-ríkjanna þriggja, sem ESB ætlast til, að spanni allt EES-svæðið.  Þessi nefnd úti í Brüssel getur þó ekki skuldbundið þjóðþingin til eins né neins, en í reynd hefur verið mjög lítið um, að þau synji gjörðum ESB samþykkis. 

Af þeim sökum er eina ráðið til að losna undan lagasetningarvaldi ESB að segja upp EES-samninginum, og það er orðið brýnt af fullveldisástæðum og af kostnaðarástæðum.  Í staðinn koma fríverzlunarsamningar EFTA við ESB og Bretland, eða tvíhliða samningar.  Styrkur yrði að Bretlandi innan EFTA, en Neðri-málstofa brezka þingsins aftók, að Bretland gengi í EES, enda færu Bretar þá úr öskunni í eldinn.  

Það virðist hafa verið fljótaskrift á afgreiðslu Alþingis, sem er ámælisvert.  Undir millifyrirsögninni,

"Alþingi gekk of langt", 

stóð þetta í téðri úttekt:

"GDPR hefur að geyma ýmis ákvæði, sem heimila þjóðþingum aðildarríkja ESB og EES að setja sérreglur ásamt því að takmarka eða útfæra nánar tiltekin ákvæði reglugerðarinnar.  Íslenzka ríkið hafði þannig svigrúm til að ákveða með hversu íþyngjandi hætti GDPR var innleitt.  Davíð  [Þorláksson, forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins] segir Alþingi þó hafa gengið lengra í innleiðingu reglugerðarinnar en nauðsyn bar til.  

"Íslenzka ríkið ákvað að innleiða reglugerðina með mjög íþyngjandi hætti fyrir atvinnulífið með setningu sérreglna og takmarkaðri nýtingu á undanþáguheimildum", segir Davíð.  Dæmi um slíkar sérreglur eru vinnsla persónuupplýsinga látinna einstaklinga, leyfisskylda til vinnslu, dagsektir, og að fyrirtæki í landinu standi undir kostnaði við  Eftirlit Persónuverndar.

" Þannig er reglugerðin dýrari fyrir íslenzk fyrirtæki en í flestum öðrum ríkjum.  Þar með hefur Alþingi ákveðið að grafa undan samkeppnishæfni íslenzkra fyrirtækja á alþjóðavettvangi, sem hefur farið versnandi.""

Hér eru firn mikil á ferð.  Embættismannakerfið íslenzka með ráðherra í forystu leggur svimandi byrðar á atvinnulíf og stofnanir án þess að huga nokkurn skapaðan hlut að því að reyna að búa svo um hnútana, að byrðar þessar verði sem léttbærastar.  Ósóminn rennur síðan á leifturhraða gegnum Alþingi.  Hér bregðast þeir, er sízt skyldi.  Þetta eru forkastanleg vinnubrögð, sem sýna svart á hvítu, að íslenzka stjórnkerfið ræður ekki við EES-aðildina.  Eina lausnin á þessu stjórnkerfisvandamáli er að losa Ísland úr hrammi ESB með uppsögn EES-samningsins áður en stjórnkerfið íslenzka í glópsku sinni og vanmætti glutrar niður leifunum af fullveldinu.  "

EES-samningurinn  er þegar búinn að að vinna allt mögulegt gagn á öðrum sviðum sem Íslendingum getur gagnast. Þess vegna er tímabært að endurskoða aðildina með íslenska hagsmuni fyrir augum en hætta að láta teyma fullveldið frá okkur í blindni eins og gert er með innleiðingu GDPR óskapnaðarins.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hlýtur þá að gleðja þig að Dagur borgarstjóri er sammála ykkur, ætlar algörlega að hunsa þessi lög og hefur ekki gert handtak til að uppfylla kröfur laganna sem taka gildi næsta sunnudag

Borgari (IP-tala skráð) 9.7.2018 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 3418190

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband