Leita í fréttum mbl.is

"Gangandi og hjólandi"bulliđ

er hugtak sem ríđur húsum hjá afturhaldinu í meirihluta Borgarstjórnar í Reykjavík og smitar meira ađ segja út frá sér yfir í Kópavog.

Ţetta fólk er ađ reyna ađ lćđa ţví inn ađ "gangandi og hjólandi" séu einhver verulegur hluti umferđar. Sem er algerlega hlálegt í nútímanum ţegar fólk hefur fyrir löngu valiđ sér einkabílinn sem ferđamáta.

Í Mogga birtist ţetta bull:

" Verkefni sem eru nú ţegar á dagskrá og eru í stefnumörkun sveitarfélagsins eđa ríkisins,“ sagđi Ţorsteinn R. Hermannsson samgöngustjóri um tillögur um uppbyggingu á samgöngukerfum Vatnsmýrarsvćđisins sem lagđar voru fram í skýrslu í borgarráđi í vikunni.

Skýrslan var sett saman af samstarfshópi Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Landspítalans. Ćtlunin er ađ tillögurnar verđi lagđar fyrir borgarstjóra, rektora HÍ og HR og forstjóra LSH.

Ţorsteinn segir ađ ađgerđirnar sem eru lagđar til hafi ekki veriđ verđlagđar.(SIC!!) Í skýrslunni er stungiđ upp á ţví ađ hefja skuli undirbúning ađ lagningu vegstokks viđ Miklubraut frá Snorrabraut.

Einnig ćtti ađ hefja greiningarvinnu viđ Öskjuhlíđargöng. Ţó er tekiđ fram ađ líklega verđi ekki lagt í ţessar tilteknu ađgerđir nema ţegar íbúđahverfi er komiđ í Vatnsmýrina í stađ flugvallarins.

Međal annarra tillagan í skýrslunni má nefna smíđi brúar milli Vatnsmýrar og Kársness. Brúin vćri ćtluđ bćđi fyrir almenningssamgöngur, gangandi og hjólandi vegfarendur. Einnig eru lagđar fram tillögur um umferđarstýringar og minni framkvćmdir til ađ bćta umferđarflćđi, sérreinar og forgang almenningssamgangna til og frá Vatnsmýri, uppbyggingu betri biđstöđva og ađstöđu fyrir deilibíla- og hjólaleigur á vinnustöđum.

Ađgerđirnar til ađ bćta umferđarflćđiđ á Vatnsmýrarsvćđinu eru einkum hugsađar til ţess ađ koma til móts viđ fjölgun starfa og íbúa sem gert er ráđ fyrir vegna byggingar nýs hverfis viđ Hlíđarenda. Nú ţegar eru einstakar ferđir til og frá svćđinu á sólarhring um 25.700 og er áćtlađ ađ ţćr verđi orđnar um 45.000 áriđ 2025.

Um 60% ţeirra eru talin vera vegna háskólanna og Landspítalans. „Viđ höfum horft til ţess ađ ţađ ţurfi ađ grípa bćđi til fjárfestinga í innviđum og stuđningsađgerđa á vinnustöđum, vera međ samgöngustyrki, skođa bílastćđanýtingu og svo framvegis,“ sagđi Ţorsteinn."

Nú ţegar koma afleiđingar ţess ađ kjósa ţetta fólk til valda. Afturhald og forneskja í skipulagsmálum hvert sem auga er litiđ.

forneskja

 Hér til hliđar má sjá ţörfina á deilihjólum eins og hún er á mánudagsmorgni í góđu veđri í dag  viđ Sundlaugarnar í Laugardal. 1-2 reiđhjól virđast vera í notkun í ţađ mesta. Hvernig halda menn ađ ţörfin sé ţegar öđruvísi viđrar? Fyrir heilt íbúđahverfi í Einarsnesi?

Svo bullar ţetta fólk um ađ byggja niđurgrafin jarđgöng í stađ akreina.

Ţađ er stórslys ađ ţetta fólk skuli hafa ţessi völd til ađ vinna skemmdarverk í samgöngumálum sem mun taka langan tíma ađ vinda ofan af ţegar ţví hefur veriđ komiđ frá.

"Gangandi og hjólandi" bulliđ leysir engan vanda í umferđarmálum. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.3.): 475
  • Sl. sólarhring: 1094
  • Sl. viku: 6859
  • Frá upphafi: 2515441

Annađ

  • Innlit í dag: 396
  • Innlit sl. viku: 5298
  • Gestir í dag: 371
  • IP-tölur í dag: 349

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband