Leita í fréttum mbl.is

Hvenær á að afturkalla?

umsóknina um aðild að ESB?

Styrmir Gunnarsson spyr:

" Þeir þrír flokkar, sem nú eiga aðild að ríkisstjórn eru allir andvígir aðild Íslands að Evrópusambandinu og er þá tekið mið af formlegum samþykktum æðstu stofnana þessara flokka og málflutnings þeirra í þingkosningum hvað eftir annað á undanförnum árum.

Það er ekki til of mikils mælst að þeir standi við þær yfirlýsingar og kosningaloforð.

Nú háttar svo til að aðildarumsókn Íslands  Evrópusambandinu, sem samþykkt var með formlegum hætti á Alþingi sumarið 2009 liggur enn í skúffu í Brussel og telst þar liggja formlega fyrir.

Veturinn 2015 var sett upp sjónarspil af þáverandi ríkisstjórn, sem hélt því fram að umsóknin hefði verið dregin til baka.

Það var og er hrein ósannindi.

Innann Evrópusambandsins er allt á tjá og tundri. Þar er hver höndin upp á móti annarri og allt bendir til að ástandið versni á næstu árum. Á sama tíma berst skrifstofuveldið í Brussel með kjafti og klóm gegn útgöngu Breta og reynir að gera þeim eins erfitt fyrir og það mögulega getur.

Það er tími kominn til að afgreiða þetta mál af okkar hálfu og draga umsókn okkar að ESB formlega til baka með sérstakri samþykkt Alþingis."

Af hverju eru embættismennirnir í ráðuneytunum,  sem sagt er að séu fyrir löngu gengnir í ESB í von um meira fé og frama fyrir sig, látnir komast upp með þetta?

Á ekki þjóðin að ráða því hvort hún vill eða vill ekki afturkalla umsóknina?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Halldór það er búið að draga þessa umsókn til baka en auðvita má tryggja það að ráðuneytin fari ekki að grufla í þessu máli aftur. Það vill svo til að þegar fólk fer að tala um svona má þá byrja ESB sinnar að taka undir og segja já við erum með gilda umsókn.

Ég bara óska þess að það verði hreinsað til í ráðuneytunum og eða lög sett á þau að þeir geri aðeins það sem sitjandi ráðherrar og stjórn heimila og þá á ég við málefni sem fyrrverandi stjórnir hafi heimilað. Hér er skjalfast á heimsmælikvarða að umsókn var dregin til baka.: https://is.wikipedia.org/wiki/A%C3%B0ildarvi%C3%B0r%C3%A6%C3%B0ur_%C3%8Dslands_vi%C3%B0_Evr%C3%B3pusambandi%C3%B0

Valdimar Samúelsson, 9.7.2018 kl. 15:41

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Þessi síða  sem þú vísar í sýnist mér að sé  einkareknin skrifstofa sem hefur ekkert með ESB að gera þannig að ég er ekki sannfærður

Halldór Jónsson, 9.7.2018 kl. 15:55

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Þessi síða  sem þú vísar í sýnist mér að sé  einkareknin skrifstofa sem hefur ekkert með ESB að gera þannig að ég er ekki sannfærður

Og Wiki er heldur ekki opinbert plagg. Styrmir hefur rétt fyrir sér, umsóknin er enn fyrir hendi fæ ég ekki betur séð.

Halldór Jónsson, 9.7.2018 kl. 15:57

4 identicon

Þjóðin var aldrei spurð álits.

Aðildarumsókn var þvinguð fram á Alþingi, með andlegu ofbeldi

í tíð Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar.

Það er því Alþingis að greiða atkvæði um það að umsóknin skuli dregin til baka.

Núverandi stjórnarflokkar hafa meirihluta til að gera svo.

Spurt er, af hverju gera þeir það ekki?

Við vitum svarið.  Í forustusveit Sjálfstæðisflokksins er enga sjálfstæðismenn lengur að finna.  Þeir eru allir ESB júróbúrakratar, pilsfaldakapítalistar í anda Blairista Samfylkingarinnar.  Allt þetta vitum við Halldór minn.   

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 9.7.2018 kl. 16:39

5 identicon

Hverjir vilja afturkalla í raun ?

Hvað vilja VG. Á þeim bæ er talið að yfir 50% vilji nudda sér utan í ESB, og kannski ganga þar inn.

Hvað með Samfylkinguna? Þar gæti vilji fyrir inngöngu verið 90-100%

Sjálfstæðisflokkurinn er loðinn varðandi inngöngu í ESB. Í þeim flokki má sjá líka afstöðu og hjá VG. Ekki þarf lengi að hlusta á t.d Guðlaug Þór til að skynja loðinn svör er lúta að ESB.Guðlaugur Þór hlýtur að vera að túlka skoðanir Sjálfstæðisflokksins  Ekki er ólíklegt að skoðanir Sjálfstæðismanna gætu verið líkar skoðunum Pírata 

Ekki virðist Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa mikinn vilja til þess að ganga í ESB.

Svör við öllum spurningum fæst aðeins með könnun  meðal þjóðarinnar.

Eðvarð L. Árnason (IP-tala skráð) 9.7.2018 kl. 16:41

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Halldór þetta getur verið rétt hjá þér en hverjir innan ESB og Íslensku ríkisstjórnarinnar vita þetta leyndarál. Í dag er ekki sama fólk hjá ESB en öfugt hjá okkur því ráðuneytin eru full af svikurum.

Fáum Nigel Farace eða einhvern EU þingmann til að kanna málið en munum spurningar ýfa upp ýmis málefni og ESB sinnar líta á vafa ESB andstæðinga sem styrk sinn. Munum það er hægt að þegja málí hel. :-) 

Valdimar Samúelsson, 9.7.2018 kl. 17:05

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Allir núverandi ríkisstjórnarflokkar hafa með einum eða öðrum hætti lýst yfir andstöðu við inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Enginn þeirra virðist ætla að láta kné fylgja kviði. Hafi verið lag til að henda þessari umsóknarþvælu út í hafsauga, er það núna. Hins vegar gerist ekkert í þá veruna.

 Tæpast hægt að draga aðra ályktun en þá að forysta þeirra allra sé samansull af hugsjónalausum einhagsmunapoturum, með dassi af kratískri undanlátssemi og fullveldisafsalssyndrómi, með framtíðarvon um feita tékka í bjúrókratinu, án mikillar fyrirhafnar. 

 Ömurlegir amlóðar, nema þegar kemur að því að maka eigin krók, á kostnað alþýðu Íslands. Alþýðu sem þrátt fyrir eilíft púl, í sveita síns andlits, virðist ávallt vera afgangsstærð í hugum þessara óberma og dusilmenna. Enginn flokkur undanskilinn. Síst þó sá er kennir sig við sjálfstæði, þar sem kratisminn ríður röftum þessi dægrin.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 10.7.2018 kl. 01:44

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"Allra síst sá" er ken... átti þetta nú að vera í lokin.

Halldór Egill Guðnason, 10.7.2018 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 3418163

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband