Leita í fréttum mbl.is

Bankagrín

er sprenghlægilegt gamanleikrit sem leikið er fyrir sauðheimskan almenning þessa dagana.

Fyrst kemur Már Seðlabankastjóri og tilkynnir að bankarnir verði að bera vaxtakostnaðinn af 750 milljarðar gjaldeyrisvarsjóðinum.

Já, bankar geta ekki greitt meiri kostnað segja viðskiptabankarnir.

Höskuldur í Aríon, (var hann uppvís að samsærum gegn almenningi á fyrri tíð sinni hjá VISA?), tilkynnir um samdrátt í þjónustu til að spara. Bankinn verði óseldur í mörg ár enn.

Landsbankinn hækkaði kaupið hjá sínum bankastjóra um 1.2 milljónir á mánuði.Þetta er þjóðarbanki Íslendinga er okkur sagt.

„Viðskiptabankarnir þurfa að bera hluta af kostnaðinum við að halda úti hátt í 700 milljarða króna gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands samkvæmt nýjum reglum um bindiskyldu bankanna sem tóku gildi í síðasta mánuði."

Bankarnir segja ljóst að reglurnar muni leiða til kostnaðarauka fyrir bankakerfið.

„Bankinn er mjög ósáttur við frekari gjaldtökur af bankakerfinu sem eru nú þegar mun meiri en í nágrannalöndum,“ segir í svari Íslandsbanka við fyrirspurn Fréttablaðsins.

Afkoma Landsbankans var jákvæð um 8,1 milljarð króna eftir skatta fyrstu þrjá mánuði ársins 2018. Hagnaður bankans á sama tímabili árið 2017 nam 7,6 milljörðum króna. Arðsemi eigin fjár var 13,7% á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 12,5% á sama tímabili 2017.

  • Hagnaður Landsbankans á árinu 2017 nam 19,8 milljörðum króna, eftir skatta.
  • Arðsemi eiginfjár Landsbankans var 8,2% á árinu 2017, samanborið við 6,6% árið 2016.

Landsbankinn hefur markað sér stefnu í samfélagslegri ábyrgð með áherslu á fimm lykilstefnur sem allar endurspegla áherslur alþjóðasáttmála og staðla varðandi samfélagslega ábyrgð. 

Siðareglur Landsbankans eru grunnviðmið góðra viðskiptahátta og siðferðis starfsmanna Landsbankans. Viðmiðin gilda um samskipti starfsmanna við viðskiptavini, samstarfsmenn, eftirlitsaðila, hluthafa, samkeppnisaðila og aðra sem eiga hagsmuna að gæta. Siðareglurnar eru einn af hornsteinum stefnu Landsbankans og jafnframt leiðbeinandi um hvernig bregðast skuli við siðferðilegum álitamálum."

" Landsbankinn hefur þegar lækkað innlánsvexti sína til þess að lágmarka áhrif reglnanna“

  Eru það ekki lífeyrisjóðafurstarnir sem spila Matadorinn með bréfin í bankakerfinu?

Trúir almenningur virkilega á að bankakerfið sé rekið fyrir hann þegar svona bankagrín er í gangi og talið til stórfrétta í blöðunum? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.3.): 458
  • Sl. sólarhring: 1137
  • Sl. viku: 6842
  • Frá upphafi: 2515424

Annað

  • Innlit í dag: 384
  • Innlit sl. viku: 5286
  • Gestir í dag: 361
  • IP-tölur í dag: 339

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband